Viðbragða er þörf 7. júní 2006 06:00 Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason bankastjórar Landsbankans Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans um mat Standard & Poors á horfum í lánshæfi ríkisins. Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki nýjustu fréttir að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. Ég hef haft mestar áhyggjur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahagslífinu, segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poors að stjórnvöld hægi á framkvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poors hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lendingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf ríkisvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu. Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að verulegu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt, segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krónunnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá. Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans um mat Standard & Poors á horfum í lánshæfi ríkisins. Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki nýjustu fréttir að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. Ég hef haft mestar áhyggjur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahagslífinu, segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poors að stjórnvöld hægi á framkvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poors hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lendingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf ríkisvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu. Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að verulegu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt, segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krónunnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá.
Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira