Viðbragða er þörf 7. júní 2006 06:00 Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason bankastjórar Landsbankans Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans um mat Standard & Poors á horfum í lánshæfi ríkisins. Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki nýjustu fréttir að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. Ég hef haft mestar áhyggjur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahagslífinu, segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poors að stjórnvöld hægi á framkvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poors hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lendingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf ríkisvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu. Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að verulegu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt, segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krónunnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá. Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til, segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans um mat Standard & Poors á horfum í lánshæfi ríkisins. Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki nýjustu fréttir að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. Ég hef haft mestar áhyggjur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahagslífinu, segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poors að stjórnvöld hægi á framkvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poors hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lendingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf ríkisvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu. Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að verulegu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt, segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krónunnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá.
Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur