Fleiri fréttir Milestone kaupir Sjóvá Glitnir banki hf hefur selt allan sinn hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá í kjölfar tilboðs sem bankanum barst í 33,4 prósenta hlut hans í tryggingarfélaginu. Kaupandi er Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu. Milestone ehf. átti fyrir 66,6 prósenta í Sjóvá en er eftir kaupin alfarið í eigu þess. 2.5.2006 10:17 Vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13,4 milljarða króna í mars. Vörur voru fluttar út fyrir 19,9 milljarða króna en inn fyrir 33,3 milljarða króna. Í mars í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 6,3 milljarða á föstu gengi. 28.4.2006 09:37 Uppgjör Bakkavarar í takt við væntingar Hagnaður Bakkavarar Group nam 715 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en hagnaður fyrir skatta nam 985 milljónum króna. Heildartekjur námu 31,8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Bakkavarar Group nam 2,3 milljörðum króna en það er 159 prósenta aukning. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 3,4 milljörðum króna en það er aukning um 236 prósentur frá sama tíma á síðasta ári. 27.4.2006 16:51 Bakkavör Group kaupir brauðvöruframleiðanda Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við Primebake Limited um kaup á dótturfélagi þess, New Primebake Limited, sem er stærsti framleiðandi á kældum brauðvörum í Bretlandi. Eftir kaupin verður Bakkavör Group stærsti framleiðandi kældra brauðvara í Bretlandi. 27.4.2006 16:18 Methagnaður hjá Kaupþing banka Hagnaður Kaupþing banka nam 18,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2006. Á sama tíma á síðasta ári nam hagnaðurinn 11,1 milljarði og er aukningin 69,5 prósent á milli ára. Hagnaður á hlut var 28,3 krónur en hann var 17 krónur á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þetta er methagnaður í sögu bankans. 27.4.2006 10:15 Hagnaður Nýherja 54 milljónir króna Hagnaður Nýherja hf. nam 54 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi eða 0,27 krónur á hlut. Þetta er 28 milljónum meira en á sama tímabili á síðasta ári. Þá jukust tekjur fyrirtækisins um 34 prósent á milli ára en þær námu 1,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 158 milljónum króna á tímabilinu. 26.4.2006 17:00 Frumvarpið gæti tekið breytingum í nefnd Frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti gæti átt eftir að taka breytingum á þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ákvæði í frumvarpinu íþyngjandi. 26.4.2006 06:00 Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Í nýrri þjóðhagsspá til ársins 2010 er hagkerfið sagt leita jafnvægis. Ófyrirséðar breytingar höfðu töluverð áhrif. Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. 26.4.2006 06:00 Viðsnúningur á markaði Greiningardeild KB banka segir mikla lækkun hafa átt sér stað á með mikilli gengisveikingu krónunnar og lækkunum á verði skulda- og hlutabréfa á mörkuðum að undanförnu. Í hálf fimm fréttum bankans segir að frá byrjun síðasta mánar hafi krónan veikst um tæp 19 prósent á sama tíma og Úrvalsvísitalan hafi lækkað um tæp 15 prósent. Viðsnúningur hafi hins vegar orðið á þróuninni á föstudag þegar krónan styrktist um 2,1 prósent í metviðskiptum, sem námu 63,2 milljörðum króna. 24.4.2006 17:00 Einkaneysla jókst í mars Svo virðist sem einkaneysla hafi aukist töluvert í síðasta mánuði að því er fram kemur í upplýsingum um greiðslukortaveltu á vef Seðlabankans, að mati greiningardeildar Glitnis. Deildin bendir á að á vefnum komi fram að heildarvelta kreditkorta hafi numið 18,8 milljörðum króna í mars, sem sé 16 prósenta aukning miðað við sama mánuð í fyrra. 24.4.2006 13:23 Vísitala byggingarkostnaðar 329,4 stig Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan apríl, er 329,4 stig og hefur hún hækkað um 1,07 prósent frá síðasta mánuði. Vísitalan gildir fyrir maí. Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. 24.4.2006 09:25 Íbúðalánasjóður verði bakhjarl á lánamarkaði Í áfangaskýrslu stýrihóps félagsmálaráðherra um breytingar á Íbúðalánasjóði er gert ráð fyrir því að sjóðurinn breytist í lánabakhjarl banka og sparisjóða samkvæmt tillögum hópsins. Hugmyndir stýrihópsins um hugsanlegar breytingar á sjóðnum voru skoðaðar með það að leiðarljósi að skerða ekki félagslegt hlutverk hans, segir Sigurjón Þórsson, formaður stýrihópsins. 21.4.2006 07:15 Botnlaus hlutabréfamarkaður Úrvalsvísitalan lækkar niður fyrir áramótagildið í mikilli lækkun annan daginn í röð. Neikvæð stemmning ríkir á hlutabréfamarkaði og fáir vilja taka þá áhættu að kaupa hlutabréf. 20.4.2006 00:01 Kaupmáttur launa fer minnkandi Launavísitala í mars 2006 er 285,4 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Á sama tímabili jókst verðbólga um 1,1 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6 prósent. 20.4.2006 00:01 Fimmta skrifstofan í Asíu Samskip hafa opnað skrifstofu í Seoul í Suður-Kóreu. Skrifstofan er sú fimmta í röðinni í Asíu, en fyrir eru skrifstofur í Pusan í Suður-Kóreu, Dalian og Qingdao í Kína og Ho Chi Minh í Víetnam. Skrifstofur Samskipa eru þá orðnar 56 í 22 löndum. 19.4.2006 13:44 Atvinnuleysið 2,4 prósent á 1. ársfjórðungi Atvinnuleysi mældist 2,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Það táknar að 4.000 manns hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 2,5 prósent hjá konum. Atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 7,7 prósent. 19.4.2006 09:52 Lækkanir eftir páskahelgina Hlutabréf lækkuðu um tvö prósent á fyrsta viðskiptadegi eftir páska. Úrvalsvísitalan endaði í 5.535 stigum. Mest lækkuðu bréf í FL Group, um 4,8 prósent, og í Landsbankanum, eða um -4,2 prósent. 19.4.2006 00:01 Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. 19.4.2006 00:01 Rue de Net og Skýrr í samstarf Rue de Net ehf. og Skýrr hf. hafa undirritað samning um almennt samstarf og sölu lausna hvor annars hvað snertir viðskiptalausnir og þróunarumhverfi Microsoft. Fyrirtækin hyggjast taka sameiginlega þátt í verkefnum og útboðum þar sem styrkleikar beggja nýtast. 18.4.2006 14:11 Nýr framkvæmdastjóri TM Software Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá TM Software – Custom Development (áður Origo) af Einari Gunnari Þórissyni sem tekið hefur við nýju starfi hjá TM Software Healthcare. Stefán hefur víðtæka reynslu af ábyrgðarstörfum tengdum fjármálum og sölu- og markaðsmálum fyrirtækja. 18.4.2006 10:40 EDGE í notkun á fleiri stöðum Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. 18.4.2006 09:59 FL Group og fleiri kaupa Refresco FL Group hf. hefur í samstarfi við aðra fjárfesta keypt hollenska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Holding B.V. (Refresco) af fjárfestingasjóðnum 3i Plc. Heildarkaupverð, ásamt skuldum, er um 461 milljón evra, 42 milljarðar íslenskra króna. FL Group verður stærsti hluthafi félagsins ásamt m.a. Vífilfelli og helstu stjórnendum Refresco. 12.4.2006 14:26 Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka Félagsmálaráðherra hefur ákveðið hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs úr 15,9 milljónum í 18 milljónir króna og hefur undirritað reglugerð þar af lútandi. Þá hefur hann jafnframt undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um ILS-veðbréf en samkvæmt þeim verður ekki lengur krafist þess af byggingaraðilum að þeir leggi fram bankaábyrgð vegna láns til nýbygginga. Þá verður ekki einungis miðað við brunabótamat við ákvörðun hámarkslán. 12.4.2006 13:56 Lífeyrisgreiðslur TR 19 milljarðar króna Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar (TR) til ellilífeyrisþega nema 19 milljörðum króna á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að greiðslur Tryggingastofnunar á hvern ellilífeyrisþega hafi hækkað um tæp 80 prósent á á árabilinu 1995 til 2005 en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 41 prósent. 12.4.2006 10:44 TM gerir tilboð í norskt tryggingafélag Tryggingamiðstöðin hf. hefur lagt fram formlegt kauptilboð í NEMI að fjárhæð 62,5 norskar krónur á hlut. Kaupverðið er greitt í reiðufé, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Tryggingamiðstöðin hefur þegar aflað sölusamþykkis meira en 2/3 hluthafa í félaginu. 12.4.2006 10:20 Öflun kaupir í Office Line Öflun ehf., sem á Apple-verslanir á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð, hefur eignast tæp 90 prósent í norska fyrirtækinu Office Line og gert yfirtökutilboð í félagið allt. 10.4.2006 17:27 Excel Airways kaupir gríska ferðaskrifstofu Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, hefur keypt bresku ferðaskrifstofuna Kosmar Villa Holidays, sem er fremsta ferðaskrifstofan í Bretlandi í ferðalögum til Grikklands og byggir á 24 ára reynslu í skipulagningu ferða til landsins. 10.4.2006 12:35 Ný heilsulind rís að Laugarvatni Gamlan gufan að Laugarvatni gengur senn í endurnýjun lífdaga því til stendur að reisa fyrsta flokks heilsulind og afþreyingarstöð á svæðinu. Þorsteinn Kragh athafnamaður fer fyrir eignarhaldsfélaginu Gufu og sem rekur gufuböðin að Laugarvatni. 8.4.2006 17:45 Verðlagning hlutabréfa sanngjörn Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Deildin spáir auknum hagnaði allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands nema Tryggingamiðstöðvarinnar og HB Granda. 7.4.2006 16:59 Aukin útgáfa krónubréfa EIB bankinn gaf í dag út krónubréf fyrir 3 milljarða króna til tveggja ára. Bankinn er næststærsti útgefandi krónubréfa með 38 milljarða króna á eftir þýska landbúnaðarsjóðnum KfW, sem hefur gefið út samtals 47 milljarða króna frá því í águst í fyrra. 7.4.2006 16:38 Nýr formaður í bankaráði Seðlabankans Formannsskipti urðu í bankaráði Seðlabanka Íslands þegar Ólafur G. Einarsson sagði af sér formennsku í ráðinu á fundi þess í gær. Helgi S. Guðmundsson var kosinn formaður í hans stað. Ólafur var kjörinn varaformaður bankaráðsins. 7.4.2006 12:17 Glitnir var til ráðgjafar í Ameríku Glitnir banki var ráðgjafi bandaríska fisksölufyrirtækisins F.W. Bryce Inc. í söluferli fyrirtækisins, en það var í vikunni selt Nissui USA, dótturfyrirtæki Nippon Suisan Kaisha Ltd. í Japan. 7.4.2006 06:00 FL Group stofnar dótturfélag í Danmörku FL Group tilkynnir í dag um stofnun dótturfélags í Danmörku, FL Group Denmark Aps. Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar segir að FL Group hafi á síðustu misserum fjárfest umtalsvert í Danmörku og í ljósi þeirra fjárfestinga hafi félagið ákveðið að koma á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn. 6.4.2006 12:28 Eimskip kaupir Farmaleiðir P/F Heri Thomsen, dótturfélag Eimskips í Færeyjum, hefur keypt Farmaleiðir, sem verið hefur landflutningahluti Strandfaraskipa. Strandfaraskip er í eigu færeyska ríkisins og hefur sinnt vöru- og fólksflutningum á sjó og landi í Færeyjum. Sala Farmaleiða er stærsta einkavæðingaverkefni Færeyinga til þessa. 6.4.2006 11:01 Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,96 prósent Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 1,96 prósent í viðskiptum dagsins eftir lækkanir síðustu tvo viðskiptadaga. Mest hækkuðu bréf í Flögu, Actavis, FL Group og Glitni. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest í gær, eða um rúm 20 prósent. Eina félagið sem lækkaði í viðskiptum dagsins var Dagsbrún. 5.4.2006 16:48 Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja rúmar 180 milljónir Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja nam 180,4 milljónum króna á síðasta ári. Heildarrekstrartekjur námu 789,2 milljónum króna og gjöld námu 570,6 milljónum króna að meðtöldum afskriftum. Reksturinn gekk vel á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sparisjóði Vestmannaeyja. 5.4.2006 15:30 Hagnaður Nýsis 1,6 milljarðar króna Hagnaður Nýsis hf. nam rúmum 1,6 milljörðum króna á síðasta ári. Fastafjármunir voru 15.285 milljónir króna og veltufjármunir 1.064 milljónir kr. Eignir námu 16.349 milljónum króna. Þá námu skuldir og skuldbindingar Nýsis hf. og dótturfélaga 12.464 milljónum kr. en eigið fé var í árslok 3.885 milljónir króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta. 5.4.2006 14:34 FL Group kaupir Dreamliner farþegaþotur FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegarþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. 5.4.2006 13:43 Bresk skattayfirvöld viðurkenna Kauphöll Íslands Sameinað embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra á Bretlandi (HM Revenue and Customs, HMRC) veitti Kauphöll Íslands viðurkenningu 31. mars síðastliðinn sem kauphöll skv. kafla 841(1)(b) í lögum um tekju- og fyrirtækjaskatt frá 1988 (The Income and Corporation Taxes Act 1988, ICTA). 5.4.2006 12:14 Skógræktarfélagið ekki markaðshindrandi Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að þrátt fyrir að viss mismunum felist í starfi Skógræktarfélags Íslands þá sé það ekki markaðshindrun þegar nýir aðilar vilja starfa við grisjun sumarhúsalóða og skipulagsvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Starfi félagið ekki á samkeppnismarkaði og vinni það eingöngu að grisjun eða ráðgjöf vegna skógarreita aðildarfélaga Skógræktarfélagsins. 5.4.2006 10:14 FL kaupir í Finnair FL Group hefur aukið við hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir kaupin 10,025 prósenta hlut í félaginu. Að sögn Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra FL Group, hefur fyrirtækið aukið við hlut sinn í Finnair jafnt og þétt. 5.4.2006 00:01 Felldur úr stjórn sparisjóðsins Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og einn stærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási, náði ekki endurkjöri í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja á aðalfundi sparisjóðsins á dögunum. Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgsson og Þór Í. Vilhjálmsson voru hins vegar kosnir. 5.4.2006 00:01 Moodys segir stöðuna góða Matsfyrirtækið Moody's segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands. Í skýrsku sem fyrirtækið birti í gær er komist að þeirri niðurstöðu að landið standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem gætt hefur í viðskipta- og fjármálaumhverfinu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. 5.4.2006 00:01 Greinendur Danske mæta Höfundar neikvæðra skýrslna Danske Bank um íslenskt efnahagslíf munu standa fyrir máli sínu hérlendis í næstu viku. 5.4.2006 00:01 Össur innkallar þrjú þúsund gervihné Framleiðslugalli í pinna kom í ljós við skoðun. Forstjórinn segir velferð sjúklinga hafða í fyrirrúmi. 5.4.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Milestone kaupir Sjóvá Glitnir banki hf hefur selt allan sinn hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá í kjölfar tilboðs sem bankanum barst í 33,4 prósenta hlut hans í tryggingarfélaginu. Kaupandi er Milestone ehf., sem er í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu. Milestone ehf. átti fyrir 66,6 prósenta í Sjóvá en er eftir kaupin alfarið í eigu þess. 2.5.2006 10:17
Vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13,4 milljarða króna í mars. Vörur voru fluttar út fyrir 19,9 milljarða króna en inn fyrir 33,3 milljarða króna. Í mars í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 6,3 milljarða á föstu gengi. 28.4.2006 09:37
Uppgjör Bakkavarar í takt við væntingar Hagnaður Bakkavarar Group nam 715 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en hagnaður fyrir skatta nam 985 milljónum króna. Heildartekjur námu 31,8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Bakkavarar Group nam 2,3 milljörðum króna en það er 159 prósenta aukning. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 3,4 milljörðum króna en það er aukning um 236 prósentur frá sama tíma á síðasta ári. 27.4.2006 16:51
Bakkavör Group kaupir brauðvöruframleiðanda Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við Primebake Limited um kaup á dótturfélagi þess, New Primebake Limited, sem er stærsti framleiðandi á kældum brauðvörum í Bretlandi. Eftir kaupin verður Bakkavör Group stærsti framleiðandi kældra brauðvara í Bretlandi. 27.4.2006 16:18
Methagnaður hjá Kaupþing banka Hagnaður Kaupþing banka nam 18,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2006. Á sama tíma á síðasta ári nam hagnaðurinn 11,1 milljarði og er aukningin 69,5 prósent á milli ára. Hagnaður á hlut var 28,3 krónur en hann var 17 krónur á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þetta er methagnaður í sögu bankans. 27.4.2006 10:15
Hagnaður Nýherja 54 milljónir króna Hagnaður Nýherja hf. nam 54 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi eða 0,27 krónur á hlut. Þetta er 28 milljónum meira en á sama tímabili á síðasta ári. Þá jukust tekjur fyrirtækisins um 34 prósent á milli ára en þær námu 1,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 158 milljónum króna á tímabilinu. 26.4.2006 17:00
Frumvarpið gæti tekið breytingum í nefnd Frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti gæti átt eftir að taka breytingum á þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ákvæði í frumvarpinu íþyngjandi. 26.4.2006 06:00
Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Í nýrri þjóðhagsspá til ársins 2010 er hagkerfið sagt leita jafnvægis. Ófyrirséðar breytingar höfðu töluverð áhrif. Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. 26.4.2006 06:00
Viðsnúningur á markaði Greiningardeild KB banka segir mikla lækkun hafa átt sér stað á með mikilli gengisveikingu krónunnar og lækkunum á verði skulda- og hlutabréfa á mörkuðum að undanförnu. Í hálf fimm fréttum bankans segir að frá byrjun síðasta mánar hafi krónan veikst um tæp 19 prósent á sama tíma og Úrvalsvísitalan hafi lækkað um tæp 15 prósent. Viðsnúningur hafi hins vegar orðið á þróuninni á föstudag þegar krónan styrktist um 2,1 prósent í metviðskiptum, sem námu 63,2 milljörðum króna. 24.4.2006 17:00
Einkaneysla jókst í mars Svo virðist sem einkaneysla hafi aukist töluvert í síðasta mánuði að því er fram kemur í upplýsingum um greiðslukortaveltu á vef Seðlabankans, að mati greiningardeildar Glitnis. Deildin bendir á að á vefnum komi fram að heildarvelta kreditkorta hafi numið 18,8 milljörðum króna í mars, sem sé 16 prósenta aukning miðað við sama mánuð í fyrra. 24.4.2006 13:23
Vísitala byggingarkostnaðar 329,4 stig Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan apríl, er 329,4 stig og hefur hún hækkað um 1,07 prósent frá síðasta mánuði. Vísitalan gildir fyrir maí. Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. 24.4.2006 09:25
Íbúðalánasjóður verði bakhjarl á lánamarkaði Í áfangaskýrslu stýrihóps félagsmálaráðherra um breytingar á Íbúðalánasjóði er gert ráð fyrir því að sjóðurinn breytist í lánabakhjarl banka og sparisjóða samkvæmt tillögum hópsins. Hugmyndir stýrihópsins um hugsanlegar breytingar á sjóðnum voru skoðaðar með það að leiðarljósi að skerða ekki félagslegt hlutverk hans, segir Sigurjón Þórsson, formaður stýrihópsins. 21.4.2006 07:15
Botnlaus hlutabréfamarkaður Úrvalsvísitalan lækkar niður fyrir áramótagildið í mikilli lækkun annan daginn í röð. Neikvæð stemmning ríkir á hlutabréfamarkaði og fáir vilja taka þá áhættu að kaupa hlutabréf. 20.4.2006 00:01
Kaupmáttur launa fer minnkandi Launavísitala í mars 2006 er 285,4 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Á sama tímabili jókst verðbólga um 1,1 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6 prósent. 20.4.2006 00:01
Fimmta skrifstofan í Asíu Samskip hafa opnað skrifstofu í Seoul í Suður-Kóreu. Skrifstofan er sú fimmta í röðinni í Asíu, en fyrir eru skrifstofur í Pusan í Suður-Kóreu, Dalian og Qingdao í Kína og Ho Chi Minh í Víetnam. Skrifstofur Samskipa eru þá orðnar 56 í 22 löndum. 19.4.2006 13:44
Atvinnuleysið 2,4 prósent á 1. ársfjórðungi Atvinnuleysi mældist 2,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Það táknar að 4.000 manns hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist 2,2 prósent hjá körlum en 2,5 prósent hjá konum. Atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 7,7 prósent. 19.4.2006 09:52
Lækkanir eftir páskahelgina Hlutabréf lækkuðu um tvö prósent á fyrsta viðskiptadegi eftir páska. Úrvalsvísitalan endaði í 5.535 stigum. Mest lækkuðu bréf í FL Group, um 4,8 prósent, og í Landsbankanum, eða um -4,2 prósent. 19.4.2006 00:01
Lánastofnanir finna aukna ásókn í myntkörfulán Útlánastofnanir merkja aukna ásókn almennings í húsnæðislán í erlendri mynt, hvort sem það er til endurfjármögnunar eða nýrra kaupa. Bankar ráðlögðu fólki til skamms tíma að taka frekar lán í krónum, en taka nú sumir hverjir hlutlausari afstöðu. 19.4.2006 00:01
Rue de Net og Skýrr í samstarf Rue de Net ehf. og Skýrr hf. hafa undirritað samning um almennt samstarf og sölu lausna hvor annars hvað snertir viðskiptalausnir og þróunarumhverfi Microsoft. Fyrirtækin hyggjast taka sameiginlega þátt í verkefnum og útboðum þar sem styrkleikar beggja nýtast. 18.4.2006 14:11
Nýr framkvæmdastjóri TM Software Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá TM Software – Custom Development (áður Origo) af Einari Gunnari Þórissyni sem tekið hefur við nýju starfi hjá TM Software Healthcare. Stefán hefur víðtæka reynslu af ábyrgðarstörfum tengdum fjármálum og sölu- og markaðsmálum fyrirtækja. 18.4.2006 10:40
EDGE í notkun á fleiri stöðum Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. 18.4.2006 09:59
FL Group og fleiri kaupa Refresco FL Group hf. hefur í samstarfi við aðra fjárfesta keypt hollenska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Holding B.V. (Refresco) af fjárfestingasjóðnum 3i Plc. Heildarkaupverð, ásamt skuldum, er um 461 milljón evra, 42 milljarðar íslenskra króna. FL Group verður stærsti hluthafi félagsins ásamt m.a. Vífilfelli og helstu stjórnendum Refresco. 12.4.2006 14:26
Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka Félagsmálaráðherra hefur ákveðið hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs úr 15,9 milljónum í 18 milljónir króna og hefur undirritað reglugerð þar af lútandi. Þá hefur hann jafnframt undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um ILS-veðbréf en samkvæmt þeim verður ekki lengur krafist þess af byggingaraðilum að þeir leggi fram bankaábyrgð vegna láns til nýbygginga. Þá verður ekki einungis miðað við brunabótamat við ákvörðun hámarkslán. 12.4.2006 13:56
Lífeyrisgreiðslur TR 19 milljarðar króna Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar (TR) til ellilífeyrisþega nema 19 milljörðum króna á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að greiðslur Tryggingastofnunar á hvern ellilífeyrisþega hafi hækkað um tæp 80 prósent á á árabilinu 1995 til 2005 en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 41 prósent. 12.4.2006 10:44
TM gerir tilboð í norskt tryggingafélag Tryggingamiðstöðin hf. hefur lagt fram formlegt kauptilboð í NEMI að fjárhæð 62,5 norskar krónur á hlut. Kaupverðið er greitt í reiðufé, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Tryggingamiðstöðin hefur þegar aflað sölusamþykkis meira en 2/3 hluthafa í félaginu. 12.4.2006 10:20
Öflun kaupir í Office Line Öflun ehf., sem á Apple-verslanir á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð, hefur eignast tæp 90 prósent í norska fyrirtækinu Office Line og gert yfirtökutilboð í félagið allt. 10.4.2006 17:27
Excel Airways kaupir gríska ferðaskrifstofu Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, hefur keypt bresku ferðaskrifstofuna Kosmar Villa Holidays, sem er fremsta ferðaskrifstofan í Bretlandi í ferðalögum til Grikklands og byggir á 24 ára reynslu í skipulagningu ferða til landsins. 10.4.2006 12:35
Ný heilsulind rís að Laugarvatni Gamlan gufan að Laugarvatni gengur senn í endurnýjun lífdaga því til stendur að reisa fyrsta flokks heilsulind og afþreyingarstöð á svæðinu. Þorsteinn Kragh athafnamaður fer fyrir eignarhaldsfélaginu Gufu og sem rekur gufuböðin að Laugarvatni. 8.4.2006 17:45
Verðlagning hlutabréfa sanngjörn Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Deildin spáir auknum hagnaði allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands nema Tryggingamiðstöðvarinnar og HB Granda. 7.4.2006 16:59
Aukin útgáfa krónubréfa EIB bankinn gaf í dag út krónubréf fyrir 3 milljarða króna til tveggja ára. Bankinn er næststærsti útgefandi krónubréfa með 38 milljarða króna á eftir þýska landbúnaðarsjóðnum KfW, sem hefur gefið út samtals 47 milljarða króna frá því í águst í fyrra. 7.4.2006 16:38
Nýr formaður í bankaráði Seðlabankans Formannsskipti urðu í bankaráði Seðlabanka Íslands þegar Ólafur G. Einarsson sagði af sér formennsku í ráðinu á fundi þess í gær. Helgi S. Guðmundsson var kosinn formaður í hans stað. Ólafur var kjörinn varaformaður bankaráðsins. 7.4.2006 12:17
Glitnir var til ráðgjafar í Ameríku Glitnir banki var ráðgjafi bandaríska fisksölufyrirtækisins F.W. Bryce Inc. í söluferli fyrirtækisins, en það var í vikunni selt Nissui USA, dótturfyrirtæki Nippon Suisan Kaisha Ltd. í Japan. 7.4.2006 06:00
FL Group stofnar dótturfélag í Danmörku FL Group tilkynnir í dag um stofnun dótturfélags í Danmörku, FL Group Denmark Aps. Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar segir að FL Group hafi á síðustu misserum fjárfest umtalsvert í Danmörku og í ljósi þeirra fjárfestinga hafi félagið ákveðið að koma á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn. 6.4.2006 12:28
Eimskip kaupir Farmaleiðir P/F Heri Thomsen, dótturfélag Eimskips í Færeyjum, hefur keypt Farmaleiðir, sem verið hefur landflutningahluti Strandfaraskipa. Strandfaraskip er í eigu færeyska ríkisins og hefur sinnt vöru- og fólksflutningum á sjó og landi í Færeyjum. Sala Farmaleiða er stærsta einkavæðingaverkefni Færeyinga til þessa. 6.4.2006 11:01
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,96 prósent Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 1,96 prósent í viðskiptum dagsins eftir lækkanir síðustu tvo viðskiptadaga. Mest hækkuðu bréf í Flögu, Actavis, FL Group og Glitni. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest í gær, eða um rúm 20 prósent. Eina félagið sem lækkaði í viðskiptum dagsins var Dagsbrún. 5.4.2006 16:48
Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja rúmar 180 milljónir Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja nam 180,4 milljónum króna á síðasta ári. Heildarrekstrartekjur námu 789,2 milljónum króna og gjöld námu 570,6 milljónum króna að meðtöldum afskriftum. Reksturinn gekk vel á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sparisjóði Vestmannaeyja. 5.4.2006 15:30
Hagnaður Nýsis 1,6 milljarðar króna Hagnaður Nýsis hf. nam rúmum 1,6 milljörðum króna á síðasta ári. Fastafjármunir voru 15.285 milljónir króna og veltufjármunir 1.064 milljónir kr. Eignir námu 16.349 milljónum króna. Þá námu skuldir og skuldbindingar Nýsis hf. og dótturfélaga 12.464 milljónum kr. en eigið fé var í árslok 3.885 milljónir króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta. 5.4.2006 14:34
FL Group kaupir Dreamliner farþegaþotur FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegarþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. 5.4.2006 13:43
Bresk skattayfirvöld viðurkenna Kauphöll Íslands Sameinað embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra á Bretlandi (HM Revenue and Customs, HMRC) veitti Kauphöll Íslands viðurkenningu 31. mars síðastliðinn sem kauphöll skv. kafla 841(1)(b) í lögum um tekju- og fyrirtækjaskatt frá 1988 (The Income and Corporation Taxes Act 1988, ICTA). 5.4.2006 12:14
Skógræktarfélagið ekki markaðshindrandi Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að þrátt fyrir að viss mismunum felist í starfi Skógræktarfélags Íslands þá sé það ekki markaðshindrun þegar nýir aðilar vilja starfa við grisjun sumarhúsalóða og skipulagsvinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Starfi félagið ekki á samkeppnismarkaði og vinni það eingöngu að grisjun eða ráðgjöf vegna skógarreita aðildarfélaga Skógræktarfélagsins. 5.4.2006 10:14
FL kaupir í Finnair FL Group hefur aukið við hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir kaupin 10,025 prósenta hlut í félaginu. Að sögn Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra FL Group, hefur fyrirtækið aukið við hlut sinn í Finnair jafnt og þétt. 5.4.2006 00:01
Felldur úr stjórn sparisjóðsins Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og einn stærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási, náði ekki endurkjöri í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja á aðalfundi sparisjóðsins á dögunum. Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgsson og Þór Í. Vilhjálmsson voru hins vegar kosnir. 5.4.2006 00:01
Moodys segir stöðuna góða Matsfyrirtækið Moody's segir að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausafjárstöðu Íslands. Í skýrsku sem fyrirtækið birti í gær er komist að þeirri niðurstöðu að landið standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem gætt hefur í viðskipta- og fjármálaumhverfinu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. 5.4.2006 00:01
Greinendur Danske mæta Höfundar neikvæðra skýrslna Danske Bank um íslenskt efnahagslíf munu standa fyrir máli sínu hérlendis í næstu viku. 5.4.2006 00:01
Össur innkallar þrjú þúsund gervihné Framleiðslugalli í pinna kom í ljós við skoðun. Forstjórinn segir velferð sjúklinga hafða í fyrirrúmi. 5.4.2006 00:01