Viðskipti innlent

Vörskiptahalli í apríl tvöfalt meiri en í fyrra

Vöruskiptahallinn vil útlönd nam tæpum 10 milljörðum króna í apríl, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Það er hátt í tvöfalt meiri halli en í sama mánuði í fyrra.

Fyrstu fjóra mánuði ársins nemur hallinn samtals 41,5 milljarði, sem er 21 milljarði meiri halli en á sama tímabili í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fjóra mánuðina jókst um tæp 2% aðallega vegna hækkandi álvreðs, en verðmæti innflugnings jókst um tæp 26%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×