Fleiri fréttir Verður Viðskiptaráð Kynntar verða nýjar áherslur í starfi Verslunarráðs Íslands á Hótel Nordic klukkan fjögur í dag. Hluti af því er að breyta nafninu í Viðskiptaráð Íslands sem á að hafa breiðari skírskotun en Verslunarráð Íslands. 31.8.2005 00:01 Leigir olíuborpall Atlantic Petroleum hefur færst nær því að verða olíuframleiðandi með því að taka olíuborpall á leigu á svokölluðu Chestnutsvæði. Framleiðslugeta pallsins er þrjátíu þúsund tunnur af olíu daglega og geymslupláss fyrir 300 þúsund olíutunnur. 31.8.2005 00:01 Veita heilbrigðisþjónustu Til verður stærsta einkarekna fyrirtækið á sviði heilbrigðisþjónustu á Íslandi með sameiningu Liðsinnis Solarplexus (LSP) og Sögu heilsu ehf. Sameinað fyrirtæki tekur til starfa á morgun og verður Ásta Möller framkvæmdastjóri. 31.8.2005 00:01 Hagnaður áttfaldast Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar skilaði um 2.450 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er nærri áttfalt meiri hagnaður en árið áður. Arðsemi eigin fjár var um 132 prósent. 31.8.2005 00:01 Sækja á Japansmarkað Atlantis er ungt alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Það er með starfsstöðvar í fjórtán löndum og yfir 180 manns í vinnu. Afurðir fyrirtækisins eru aðallega lax og túnfiskur, sem seldur er á kröfuharðasta markað heims fyrir sjávarfang, Japan. 31.8.2005 00:01 Föroya á breskan markað Mikil einkavæðingarhrina er fyrir dyrum í Færeyjum og er Föroya Tele eitt þeirra fyrirtækja sem til stendur að einkavæða. 31.8.2005 00:01 Byggðastofnun tapar Byggðastofnun tapaði fjörutíu milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið áður. 31.8.2005 00:01 Á meirihluta í SS Ólafur Wernersson hefur keypt tæplega 45 prósenta hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Alls á Ólafur nú 55 prósent bréfa í félaginu. 31.8.2005 00:01 Neytendur bjartsýnir Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst hærri frá því í maí 2003 að því er kemur fram í Morgunkornum Íslandsbanka. 31.8.2005 00:01 KEA hagnast Kaupfélag Eyfirðinga hagnaðist um 198 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 131 milljón árið áður. 31.8.2005 00:01 Krónan og olían valda verkjum Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrirtæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. 31.8.2005 00:01 Forstjóraskipti hjá KB banka Ingólfur Helgason tekur við starfi forstjóra KB banka á Íslandi af Hreiðari Má Sigurðssyni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 31.8.2005 00:01 Styrkur krónu hafi ekki skilað sér Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa. 30.8.2005 00:01 Þjónusta öll undir einum hatti Fyrirtækið JÁ hefur verið stofnað til að taka við af upplýsingaþjónustu Símans, hundrað og átján, og reka undir einum hatti þá þjónustustarfsemi sem heyrt hefur undir Símann. Markmið nýja félagsins er að skerpa áherslur í rekstrinum og efla vöruþróun. 30.8.2005 00:01 Væntingavísitala ekki hærri í 2 ár Væntingavísitala Gallup var birt í morgun og hefur ekki mælst hærri frá því í maí árið 2003. Í <em>Morgunkorni</em> Íslandsbanka kemur fram að neytendur telja stöðu efnahagsmála betri nú en áður og horfur vænlegri. Mat neytenda á atvinnuástandinu hækkaði mest en atvinnuleysi mælist nú um 2% og kaupmáttur er vaxandi. Þrátt fyrir þetta telja lítillega fleiri að efnahagsástandið verði verra eftir hálft ár en að það verði betra. 30.8.2005 00:01 Bílar og stórir hlutir lækka lítið Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. 30.8.2005 00:01 Græða hálfan þriðja milljarð Fjórtán lykilstjórnendur í KB banka hafa hagnast um 2,5 milljarða á hlutabréfaeign sinni í bankanum frá áramótum. Þar af hafa hlutabréf í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns hækkað samanlagt um 700 milljónir króna. 30.8.2005 00:01 Gagnvirkt sjónvarp væntanlegt Síminn hagnaðist um tæpa 2,2 milljarða á fyrri helmingi ársins. Það er betri afkoma en greiningardeildir bankanna spáðu. 27.8.2005 00:01 Atorka tapar fé Fjárfestingarfélagið Atorka Group tapaði um 241 milljón króna á öðrum ársfjórðungi en hagnaðist hins vegar um 659 milljónir á þeim fyrsta. 27.8.2005 00:01 Svipaður hagnaður Samherji hagnaðist um 1.065 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1.098 milljónir króna árið áður. 27.8.2005 00:01 Yfir 100% hagnaðaraukning Bakkavör Group hagnaðist um 1,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 123 % aukning frá sama tíma í fyrra. Yfirtaka félagsins á matvælafyrirtækinu Geest á árinu kemur inn í rekstur félagsins og ber reksturinn þess merki, segir í afkomutilkynningu fyrirtækisins. 26.8.2005 00:01 Síminn lánaði til hlutabréfakaupa "Skuld SkjásEins við Símann var til komin vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar í þeim tilgangi að efla fjárhag sjónvarpsstöðvarinnar fyrir þau verkefni sem við erum að vinna og þau verkefni sem framundan eru," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. 25.8.2005 00:01 Seðlabanki hækki stýrivexti Seðlabankinn mun sennilega hækka stýrivexti sína um 0,5 prósentustig á mánudaginn að að því er greiningardeild Íslandsbanka segir. Verða vextir bankans þá komnir í 10 prósent. Bankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,4 prósentustig á rétt rúmu ári. 25.8.2005 00:01 Síminn breytti skuld í hlutafé Í júní síðastliðnum var 750 milljón króna skuld SkjásEins við Símann breytt í hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Símans tók þessa ákvörðun áður en Síminn var einkavæddur en fyrir réð fyrirtækið yfir tæpum 77 prósent af hlutafé SkjásEins. 24.8.2005 00:01 Þensla á vinnumarkaði „Það hefur verið mikil umframeftirspurn eftir vinnuafli. Hingað til hefur það verið bundið við ákveðnar greinar, eins og byggingariðnaðinn, en nú er hægt að sjá svipaða þróun í þjónustu- og umönnunargreinunum,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. 24.8.2005 00:01 Hagræða í flugrekstri „Við erum að fara í endurskipulagningu á yfirbyggingu félagsins og verður hagrætt á flestum sviðum," segir Hafþór Hafsteinsson forstjóri flugflutningasviðs Avion Group. 24.8.2005 00:01 Sushi-framleiðslu hætt Sindraberg, sem hefur framleitt frosna sushi-rétti á Ísafirði, er gjaldþrota. Skuldir fyrirtækisins eru ríflega hundrað milljónir króna, að sögn Elíasar Jónatanssonar framkvæmdastjóra. Á móti skuldunum komi svo eignir í formi birgða og fleira. 24.8.2005 00:01 Viðskiptahallinn í hámarki Allt stefnir í að viðskiptahallinn í ár verði sá mesti í sögu lýðveldisins Ísland. Sérfræðingar segja ástæðu til að fylgjast með þróun mála en ekki tilefni til að örvænta. 24.8.2005 00:01 Af hverju fæðingarorlof karla? "Reglur um rétt foreldra til töku fæðingarorlofs geta verið með ýmsum hætti. Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt og ritað um þessi réttindi. Lítið hefur hins vegar heyrst um það hvert er markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof," segir Helga Melkorka Ólafsdóttir hdl. og meðeigandi á LOGOS lögmannsþjónustu. 24.8.2005 00:01 Fríverslunarsamningur við Færeyjar Sala á landbúnaðarafurðum gefin frjáls en hömlur á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. 24.8.2005 00:01 Færeyjar færast nær Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur helstu fyrirtæki Færeyja og má gera ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar kanni hvað verður í boði. Efnahagslíf Færeyja hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár en líklega verða breytingar á í kjölfar einkavæðingar. 24.8.2005 00:01 Framleiddi karamellur í kjallaranum Helgi Vilhjálmsson er eigandi sælgætisgerðarinnar Góu auk þess að fara með umboð fyrir Kentucky Fried Chicken á Íslandi. Helgi hefur rekið Góu frá árinu 1968 og farið frá því að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá sér í að reka sex þúsund fermetra sælgætisverksmiðju. 24.8.2005 00:01 Spá launaskriði og verðbólgu Atvinnuleysi mældist aðeins tvö prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2001. Bankarnir spá launaskriði og verðbólgu. 24.8.2005 00:01 Niður með Noreg, upp með markaðinn Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. 24.8.2005 00:01 Færeyskur banki Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. 24.8.2005 00:01 Næstu skref bankanna Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku. 24.8.2005 00:01 On the road KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi". 24.8.2005 00:01 SPRON skilar methagnaði Hagnaður SPRON fyrstu sex mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent á ári. Gengishagnaður af fjármálastarfsemi nam einum og hálfum milljarði króna. 24.8.2005 00:01 Hagnaður SPRON 1,5 milljarðar Hagnaður SPRON nam 1572 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er þrettán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var 1912 milljónir króna samanborið við 1.694 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent og hreinar rekstrartekjur SPRON jukust um 5 prósent á milli ára og námu um 3 milljörðum króna. 24.8.2005 00:01 Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. 24.8.2005 00:01 Atvinnuleysi ekki minna í 4 ár Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fjögur ár og mælist nú tvö prósent. Bankarnir segja þenslu og verðbólgu á næsta leiti. 24.8.2005 00:01 Þingið vék fyrir alþjóðavæðingunni Ásgeir Friðgeirsson hefur undanfarin misseri unnið sem ráðgjafi í almannatengslum fyrir ýmis fyrirtæki. Mest áberandi hafa verið fyrirtæki Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar sem saman áttu Samson, sem keypti kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankanum. Ásgeir átti þess kost við brotthvarf Guðmundar Árna Stefánssonar að setjast á þing. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að halda áfram að vinna að ráðgjöf á sístækkandi leikvelli viðskiptavina sinna 24.8.2005 00:01 Samskip opna skrifstofu í Víetnam Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. 23.8.2005 00:01 Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. 21.8.2005 00:01 Fasteignafélag byggt á starfslokum Þegar Ole Vagner stóð uppi sem bankastjóri án atvinnu ákvað hann að nýta þekkingu sína á fasteignafjárfestingum og stofna eigið fyrirtæki. Keops er í dag fjölþætt og öflugt fyrirtæki á sviði fasteignafjárfestinga, fjármálaafurða og eignastýringar. Hafliði Helgason hitti Ole Vagner og ræddi við hann um fyrirtækið. 19.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Verður Viðskiptaráð Kynntar verða nýjar áherslur í starfi Verslunarráðs Íslands á Hótel Nordic klukkan fjögur í dag. Hluti af því er að breyta nafninu í Viðskiptaráð Íslands sem á að hafa breiðari skírskotun en Verslunarráð Íslands. 31.8.2005 00:01
Leigir olíuborpall Atlantic Petroleum hefur færst nær því að verða olíuframleiðandi með því að taka olíuborpall á leigu á svokölluðu Chestnutsvæði. Framleiðslugeta pallsins er þrjátíu þúsund tunnur af olíu daglega og geymslupláss fyrir 300 þúsund olíutunnur. 31.8.2005 00:01
Veita heilbrigðisþjónustu Til verður stærsta einkarekna fyrirtækið á sviði heilbrigðisþjónustu á Íslandi með sameiningu Liðsinnis Solarplexus (LSP) og Sögu heilsu ehf. Sameinað fyrirtæki tekur til starfa á morgun og verður Ásta Möller framkvæmdastjóri. 31.8.2005 00:01
Hagnaður áttfaldast Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar skilaði um 2.450 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er nærri áttfalt meiri hagnaður en árið áður. Arðsemi eigin fjár var um 132 prósent. 31.8.2005 00:01
Sækja á Japansmarkað Atlantis er ungt alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Það er með starfsstöðvar í fjórtán löndum og yfir 180 manns í vinnu. Afurðir fyrirtækisins eru aðallega lax og túnfiskur, sem seldur er á kröfuharðasta markað heims fyrir sjávarfang, Japan. 31.8.2005 00:01
Föroya á breskan markað Mikil einkavæðingarhrina er fyrir dyrum í Færeyjum og er Föroya Tele eitt þeirra fyrirtækja sem til stendur að einkavæða. 31.8.2005 00:01
Byggðastofnun tapar Byggðastofnun tapaði fjörutíu milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið áður. 31.8.2005 00:01
Á meirihluta í SS Ólafur Wernersson hefur keypt tæplega 45 prósenta hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Alls á Ólafur nú 55 prósent bréfa í félaginu. 31.8.2005 00:01
Neytendur bjartsýnir Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst hærri frá því í maí 2003 að því er kemur fram í Morgunkornum Íslandsbanka. 31.8.2005 00:01
KEA hagnast Kaupfélag Eyfirðinga hagnaðist um 198 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 131 milljón árið áður. 31.8.2005 00:01
Krónan og olían valda verkjum Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrirtæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. 31.8.2005 00:01
Forstjóraskipti hjá KB banka Ingólfur Helgason tekur við starfi forstjóra KB banka á Íslandi af Hreiðari Má Sigurðssyni samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 31.8.2005 00:01
Styrkur krónu hafi ekki skilað sér Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa. 30.8.2005 00:01
Þjónusta öll undir einum hatti Fyrirtækið JÁ hefur verið stofnað til að taka við af upplýsingaþjónustu Símans, hundrað og átján, og reka undir einum hatti þá þjónustustarfsemi sem heyrt hefur undir Símann. Markmið nýja félagsins er að skerpa áherslur í rekstrinum og efla vöruþróun. 30.8.2005 00:01
Væntingavísitala ekki hærri í 2 ár Væntingavísitala Gallup var birt í morgun og hefur ekki mælst hærri frá því í maí árið 2003. Í <em>Morgunkorni</em> Íslandsbanka kemur fram að neytendur telja stöðu efnahagsmála betri nú en áður og horfur vænlegri. Mat neytenda á atvinnuástandinu hækkaði mest en atvinnuleysi mælist nú um 2% og kaupmáttur er vaxandi. Þrátt fyrir þetta telja lítillega fleiri að efnahagsástandið verði verra eftir hálft ár en að það verði betra. 30.8.2005 00:01
Bílar og stórir hlutir lækka lítið Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. 30.8.2005 00:01
Græða hálfan þriðja milljarð Fjórtán lykilstjórnendur í KB banka hafa hagnast um 2,5 milljarða á hlutabréfaeign sinni í bankanum frá áramótum. Þar af hafa hlutabréf í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns hækkað samanlagt um 700 milljónir króna. 30.8.2005 00:01
Gagnvirkt sjónvarp væntanlegt Síminn hagnaðist um tæpa 2,2 milljarða á fyrri helmingi ársins. Það er betri afkoma en greiningardeildir bankanna spáðu. 27.8.2005 00:01
Atorka tapar fé Fjárfestingarfélagið Atorka Group tapaði um 241 milljón króna á öðrum ársfjórðungi en hagnaðist hins vegar um 659 milljónir á þeim fyrsta. 27.8.2005 00:01
Svipaður hagnaður Samherji hagnaðist um 1.065 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1.098 milljónir króna árið áður. 27.8.2005 00:01
Yfir 100% hagnaðaraukning Bakkavör Group hagnaðist um 1,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 123 % aukning frá sama tíma í fyrra. Yfirtaka félagsins á matvælafyrirtækinu Geest á árinu kemur inn í rekstur félagsins og ber reksturinn þess merki, segir í afkomutilkynningu fyrirtækisins. 26.8.2005 00:01
Síminn lánaði til hlutabréfakaupa "Skuld SkjásEins við Símann var til komin vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar í þeim tilgangi að efla fjárhag sjónvarpsstöðvarinnar fyrir þau verkefni sem við erum að vinna og þau verkefni sem framundan eru," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. 25.8.2005 00:01
Seðlabanki hækki stýrivexti Seðlabankinn mun sennilega hækka stýrivexti sína um 0,5 prósentustig á mánudaginn að að því er greiningardeild Íslandsbanka segir. Verða vextir bankans þá komnir í 10 prósent. Bankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,4 prósentustig á rétt rúmu ári. 25.8.2005 00:01
Síminn breytti skuld í hlutafé Í júní síðastliðnum var 750 milljón króna skuld SkjásEins við Símann breytt í hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Símans tók þessa ákvörðun áður en Síminn var einkavæddur en fyrir réð fyrirtækið yfir tæpum 77 prósent af hlutafé SkjásEins. 24.8.2005 00:01
Þensla á vinnumarkaði „Það hefur verið mikil umframeftirspurn eftir vinnuafli. Hingað til hefur það verið bundið við ákveðnar greinar, eins og byggingariðnaðinn, en nú er hægt að sjá svipaða þróun í þjónustu- og umönnunargreinunum,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. 24.8.2005 00:01
Hagræða í flugrekstri „Við erum að fara í endurskipulagningu á yfirbyggingu félagsins og verður hagrætt á flestum sviðum," segir Hafþór Hafsteinsson forstjóri flugflutningasviðs Avion Group. 24.8.2005 00:01
Sushi-framleiðslu hætt Sindraberg, sem hefur framleitt frosna sushi-rétti á Ísafirði, er gjaldþrota. Skuldir fyrirtækisins eru ríflega hundrað milljónir króna, að sögn Elíasar Jónatanssonar framkvæmdastjóra. Á móti skuldunum komi svo eignir í formi birgða og fleira. 24.8.2005 00:01
Viðskiptahallinn í hámarki Allt stefnir í að viðskiptahallinn í ár verði sá mesti í sögu lýðveldisins Ísland. Sérfræðingar segja ástæðu til að fylgjast með þróun mála en ekki tilefni til að örvænta. 24.8.2005 00:01
Af hverju fæðingarorlof karla? "Reglur um rétt foreldra til töku fæðingarorlofs geta verið með ýmsum hætti. Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt og ritað um þessi réttindi. Lítið hefur hins vegar heyrst um það hvert er markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof," segir Helga Melkorka Ólafsdóttir hdl. og meðeigandi á LOGOS lögmannsþjónustu. 24.8.2005 00:01
Fríverslunarsamningur við Færeyjar Sala á landbúnaðarafurðum gefin frjáls en hömlur á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. 24.8.2005 00:01
Færeyjar færast nær Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur helstu fyrirtæki Færeyja og má gera ráð fyrir því að íslenskir fjárfestar kanni hvað verður í boði. Efnahagslíf Færeyja hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár en líklega verða breytingar á í kjölfar einkavæðingar. 24.8.2005 00:01
Framleiddi karamellur í kjallaranum Helgi Vilhjálmsson er eigandi sælgætisgerðarinnar Góu auk þess að fara með umboð fyrir Kentucky Fried Chicken á Íslandi. Helgi hefur rekið Góu frá árinu 1968 og farið frá því að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá sér í að reka sex þúsund fermetra sælgætisverksmiðju. 24.8.2005 00:01
Spá launaskriði og verðbólgu Atvinnuleysi mældist aðeins tvö prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2001. Bankarnir spá launaskriði og verðbólgu. 24.8.2005 00:01
Niður með Noreg, upp með markaðinn Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. 24.8.2005 00:01
Færeyskur banki Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. 24.8.2005 00:01
Næstu skref bankanna Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku. 24.8.2005 00:01
On the road KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi". 24.8.2005 00:01
SPRON skilar methagnaði Hagnaður SPRON fyrstu sex mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent á ári. Gengishagnaður af fjármálastarfsemi nam einum og hálfum milljarði króna. 24.8.2005 00:01
Hagnaður SPRON 1,5 milljarðar Hagnaður SPRON nam 1572 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er þrettán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var 1912 milljónir króna samanborið við 1.694 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent og hreinar rekstrartekjur SPRON jukust um 5 prósent á milli ára og námu um 3 milljörðum króna. 24.8.2005 00:01
Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. 24.8.2005 00:01
Atvinnuleysi ekki minna í 4 ár Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fjögur ár og mælist nú tvö prósent. Bankarnir segja þenslu og verðbólgu á næsta leiti. 24.8.2005 00:01
Þingið vék fyrir alþjóðavæðingunni Ásgeir Friðgeirsson hefur undanfarin misseri unnið sem ráðgjafi í almannatengslum fyrir ýmis fyrirtæki. Mest áberandi hafa verið fyrirtæki Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar sem saman áttu Samson, sem keypti kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankanum. Ásgeir átti þess kost við brotthvarf Guðmundar Árna Stefánssonar að setjast á þing. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að halda áfram að vinna að ráðgjöf á sístækkandi leikvelli viðskiptavina sinna 24.8.2005 00:01
Samskip opna skrifstofu í Víetnam Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. 23.8.2005 00:01
Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra. 21.8.2005 00:01
Fasteignafélag byggt á starfslokum Þegar Ole Vagner stóð uppi sem bankastjóri án atvinnu ákvað hann að nýta þekkingu sína á fasteignafjárfestingum og stofna eigið fyrirtæki. Keops er í dag fjölþætt og öflugt fyrirtæki á sviði fasteignafjárfestinga, fjármálaafurða og eignastýringar. Hafliði Helgason hitti Ole Vagner og ræddi við hann um fyrirtækið. 19.8.2005 00:01