Viðskipti innlent

SPRON skilar methagnaði

SPRON skilaði 1.572 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins sem er þrettán prósenta hærri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaður sparisjóðsins fyrstu sex mánuði ársins er meiri en allt árið í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent á ári. Hreinar vaxtatekjur stóðu í stað á milli ára, og voru um 1,1 milljarður króna, en hreinar rekstrartekjur voru um 3.250 milljónir króna og hækkuðu um fimm prósent. Vaxtamunur lækkar úr fjórum prósentum í 2,7 prósent. Samanlagður gengishagnaður af fjármálastarfsemi var um 1.530 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 1,3 milljarðar króna og hækkuðu um rúm sjö prósent frá sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall var um 40 prósent. Framlag í afskriftarreikning lækkaði um helming. Eignir SPRON voru um 90 milljarðar króna þann 30. júní síðast liðinn og hafa aukist um 30 prósent frá áramótum. Eigið fé er orðið 8,5 milljarðar og jókst um 46 prósent. Þar af er stofnfé tæpir tveir milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×