Síminn breytti skuld í hlutafé 24. ágúst 2005 00:01 Nú er ljóst að Síminn ræður yfir nánast öllu hlutafé Íslenska sjónvarpsfélagsins hf., sem rekur SkjáEinn. Í fyrra keypti Síminn allt hlutafé í Íslensku sjónvarpi ehf. fyrir 94 milljónir króna, en það félag átti um helming hlutafjár í Skjá- Einum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs keypti Síminn í öðru félagi sem átti í SkjáEinum, Fjárfestingarfélaginu Bröttubrú, og í SkjáEinum sjálfum fyrir 89 milljónir króna. Þessi félög voru svo sameinuð SkjáEinum, sem er nú hluti af samstæðureikningi Símans. Síminn getur notað uppsafnað skattalegt tap SkjásEins að upphæð 1,7 milljarðar króna samkvæmt efnahagsreikningi í lok síðasta árs. Skuldir SkjásEins námu þá samtals 1,5 milljörðum króna. Þar af voru um 230 milljónir langtímaskuldir. Eigið fé var neikvætt um 290 milljónir króna. Heildarhlutafé var 642 milljónir króna. Samkvæmt fjárfestingaráætlun Símans fyrir árið í ár átti að ráðast í stóraukna fjárfestingu vegna sjónvarpsrekstrar. Uppfæra átti ADSLdreifikerfið fyrir um milljarð króna til þess að flytja gagnvirkt sjónvarp. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefði hvort eð er þurft að uppfæra það kerfi. Með því að bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum flutningskerfið, eins og Enska boltann, fengist meira út úr þeirri fjárfestingu. Viðskiptaáætlanir Símans sýna, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu SkjásEins um síðustu áramót, að veltan vegna sjónvarpsreksturs verði 907 milljónir króna á þessu ári. Árið 2003 var velta SkjásEins 596 milljónir króna. Veltan á síðan að aukast ár frá ári og verða 1.300 milljónir árið 2007 og um tveir milljarðar árið 2009. Búið var að taka allar þessar ákvarðanir varðandi rekstur SkjásEins áður en Síminn var seldur og var enn í eigu ríkisins. Heimildir Markaðarins herma að erfitt sé að vinda ofan af þessari þróun eftir einkavæðinguna. Forsvarsmenn núverandi eigenda hafa sagt opinberlega að ekki standi til að breyta þessum áætlunum. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nú er ljóst að Síminn ræður yfir nánast öllu hlutafé Íslenska sjónvarpsfélagsins hf., sem rekur SkjáEinn. Í fyrra keypti Síminn allt hlutafé í Íslensku sjónvarpi ehf. fyrir 94 milljónir króna, en það félag átti um helming hlutafjár í Skjá- Einum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs keypti Síminn í öðru félagi sem átti í SkjáEinum, Fjárfestingarfélaginu Bröttubrú, og í SkjáEinum sjálfum fyrir 89 milljónir króna. Þessi félög voru svo sameinuð SkjáEinum, sem er nú hluti af samstæðureikningi Símans. Síminn getur notað uppsafnað skattalegt tap SkjásEins að upphæð 1,7 milljarðar króna samkvæmt efnahagsreikningi í lok síðasta árs. Skuldir SkjásEins námu þá samtals 1,5 milljörðum króna. Þar af voru um 230 milljónir langtímaskuldir. Eigið fé var neikvætt um 290 milljónir króna. Heildarhlutafé var 642 milljónir króna. Samkvæmt fjárfestingaráætlun Símans fyrir árið í ár átti að ráðast í stóraukna fjárfestingu vegna sjónvarpsrekstrar. Uppfæra átti ADSLdreifikerfið fyrir um milljarð króna til þess að flytja gagnvirkt sjónvarp. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefði hvort eð er þurft að uppfæra það kerfi. Með því að bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum flutningskerfið, eins og Enska boltann, fengist meira út úr þeirri fjárfestingu. Viðskiptaáætlanir Símans sýna, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu SkjásEins um síðustu áramót, að veltan vegna sjónvarpsreksturs verði 907 milljónir króna á þessu ári. Árið 2003 var velta SkjásEins 596 milljónir króna. Veltan á síðan að aukast ár frá ári og verða 1.300 milljónir árið 2007 og um tveir milljarðar árið 2009. Búið var að taka allar þessar ákvarðanir varðandi rekstur SkjásEins áður en Síminn var seldur og var enn í eigu ríkisins. Heimildir Markaðarins herma að erfitt sé að vinda ofan af þessari þróun eftir einkavæðinguna. Forsvarsmenn núverandi eigenda hafa sagt opinberlega að ekki standi til að breyta þessum áætlunum.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira