Viðskipti innlent

Seðlabanki hækki stýrivexti

Seðlabankinn mun sennilega hækka stýrivexti sína um 0,5 prósentustig á mánudaginn að að því er greiningardeild Íslandsbanka segir. Verða vextir bankans þá komnir í 10 prósent. Bankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,4 prósentustig á rétt rúmu ári. Verðbólga hefur aukist mikið síðustu tvo mánuði og útlit er fyrir að Seðlabankinn missi hana aftur út fyrir efri þolmörk peningastefnunnar í september. Seðlabankinn sagði samhliða síðustu vaxtahækkun að frekari aðhaldsaðgerða kynni að verða þörf. Kann því að verða svo að stýrivextir fari yfir 10 prósent á næstunni þar sem verðbólguhorfur gætu versnað. Þá segir greiningadeildin verðbólguna einkum knúna áfram af verðhækkun íbúða og eldsneytis sem stýrivextir virðast bíta lítið á eða ekkert. Gengi krónunnar hafi hins vegar haldið aftur af hækkun innflutningsverðs og komið í veg fyrir enn meiri verðbólgu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×