Viðskipti innlent

Hagnaður áttfaldast

Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar skilaði um 2.450 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er nærri áttfalt meiri hagnaður en árið áður. Arðsemi eigin fjár var um 132 prósent. Þessi mikli vöxtur skýrist af aðstæðum á innlendum hlutabréfamarkaði. Söluhagnaður af verðbréfum var um 1,2 milljarðar króna. Stærsta eign Eignarhaldsfélagsins var um þrjátíu prósenta hlutur í VÍS og þriðjungshlutur í Eignarhaldsfélaginu Hesteyri, sem á stóran hlut í VÍS og Skinney-Þinganesi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×