Viðskipti innlent

Sushi-framleiðslu hætt

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á tæp þrjátíu prósent í Sindrabergi, Byggðastofnun 21 prósent og Hvetjandi ehf., sem er að mestu í eigu Ísafjarðarbæjar, 26 prósent. Elías segir stærsta kröfuhafann vera Byggðastofnun, sem seldi Sindrabergi húsnæði undir framleiðsluna. Elías segir Sindraberg hafa verið nýsköpunarfyrirtæki sem stofnað var árið 1999. Helsti markaður fyrirtækisins var sala á sushi til veitingahúsa og neytenda í Þýskalandi. Bretlandsmarkaður reyndist erfiður og innanlandsmarkaður lítill. Reksturinn snerist til betri vegar í fyrra en gengisþróun það sem af er ári kom hart niður á rekstraráætlunum. Samkeppnin ytra jókst, bæði frá Asíu og öðrum Evrópulöndum, og ekki var svigrúm til að lækka verð til að mæta henni. „Við stóðum frammi fyrir því að geta ekki rekið fyrirtækið áfram nema nýtt hlutafé kæmi til eða meira lánsfé. Menn voru einfaldlega ekki tilbúnir að leggja meira fé í fyrirtækið,“ segir Elías. Um tuttugu manns unnu hjá fyrirtækinu í fimmtán stöðugildum, að sögn framkvæmdastjórans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×