Viðskipti innlent

Hagnaður SPRON 1,5 milljarðar

Hagnaður SPRON nam 1572 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er þrettán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var 1912 milljónir króna samanborið við 1.694 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár var 54 prósent og hreinar rekstrartekjur SPRON jukust um 5 prósent á milli ára og námu um 3 milljörðum króna. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir afkomuna vera þá bestu í sögu sjóðsins. Hann segir markaðsaðstæður hafa verið sparisjóðnum afar hagstæðar það sem af er á árinu, einkum á innlendum og erlendum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur rekstur dótturfélaganna Frjálsa fjárfestingarbankans og nb.is-sparisjóðs gengið vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×