Fleiri fréttir

Flug­fé­lagið Flyr gjald­þrota

Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. 

Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“

Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn.

Sér­fræðingar með sau­tján til­lögur að úr­bótum hjá Seðla­bankanum

Þrír erlendir sérfræðingar sem skipuðu úttektarnefnd að beiðni forsætisráðherra hafa skilað sautján tillögum að úrbótum hjá Seðlabanka Íslands er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Nefndin telur ástæðu til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar.

Sögu Irma-verslana í Dan­mörku að ljúka

Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun þegar tilkynnt var að til verslanir Kvickly, SuperBrugsen og Irmu verði sameinaðar undir einu merki. Verslanirnar verða reknar undir merkjum Coop frá og með næsta hausti.

Sidekick segir upp 26 manns

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis.

Sátu al­var­lega fundi um tómat­sósu og guaca­mo­le

Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi.

Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við

Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. 

Verð­bólga mælist 9,9 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan.

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

Flybe aftur farið á hausinn

Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna.

„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau.

Fljótel meðal sýnis­­gripa á ferða­­þjónustu­há­­tíð

Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs.

Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“

Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn.

Nýr staður og djúsí nýjungar hjá Djúsí

N1 opnar nýjan Djúsí -stað á þjónustustöð sinni á Bíldshöfða. Samhliða opnunni kynnir Djúsí nýjungar á matseðli sínum, þannig að viðskiptavinir fái aukið val um að ráða skammtastærð sinni sjálfir.

Bleiki liturinn settur í sviðs­ljósið með nýjum kerrum

Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. 

Kaup KS á Gunnars ógild

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum.

Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindar­hvoli og ríkinu

Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019.

Icelandair hefur áætlunarflug til Krítar

Icelandair tilkynnir í dag Krít á Grikklandi sem nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu. Flogið verður einu sinni í viku, á föstudögum, frá Keflavíkurflugvelli til Chania flugvallar á Krít.

Fiski­kóngurinn harð­orður: Skellir í lás við Höfða­bakka

Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins.

Guð­rún tekur við af Frið­jóni hjá KOM eftir sam­einingu

KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár.

Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný

Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 

Fyrr­verandi for­stjóri Swed­bank sýknaður

Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum.

Vilj­a skipt­a Go­og­le upp vegn­a ein­ok­un­ar­stöð­u

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp.

At­vinnu­leysi dróst saman um 1,3 prósentu­stig

Atvinnuleysi dróst saman um 1,3 prósentustig frá desember 2021 til desember 2022. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er nú í 3,3 prósentum og hefur dregist saman um 5,7 prósentustig frá því að það var sem hæst í apríl árið 2021.

Vand­ræði með net­þjónustur Micros­oft

Bandaríski tæknirisinn Microsoft rannsakar nú bilun sem varð í netþjónustu fyrirtækisins í morgun. Fjölmargir hafa átt í vandræðum með að tengjast þjónustum á borð við Teams og Outlook.

Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata

„Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.

Verð­tryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum hjá bönkunum

Þrátt fyrir útlit sé fyrir að fasteignamarkaðurinn sé að kólna hratt þá er enn tiltölulega hátt hlutfall íbúða að seljast á yfirverði. Þannig seldust 17,4 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði í desember, samanborið við 19,3 prósent í nóvember.

Launa­vísi­tala hækkar um fjögur prósent milli mánaða

Laun hækkuðu að jafnaði um fjögur prósent á milli mánaða í desember 2022 samkvæmt launavísitölu. Bráðabirgðamat gefur til kynna að laun starfsfólks á almennum vinnumarkaði hækkaði um 5,6 prósent milli mánaða. 

Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum

Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði.

Sjá næstu 50 fréttir