Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 12:31 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði lögsóknina gegn Google í gær. Hann fór hörðum orðum um fyrirtækið og sagði einokunarstöðu þess koma niður á öðrum fyrirtækjum, almenningi og hagkerfi Bandaríkjanna í heild. AP/Carolyn Kaster Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp. Auk ráðuneytisins koma Virginía, Kalifornía, Coloradó, Connecticut, New Jersey, New York, Rhode Island og Tennessee að lögsókninni. Í lögsókninni segir að yfirburðir Google á auglýsingamarkaði á netinu skaði auglýsendur, notendur og yfirvöld í Bandaríkjunum. Fyrirtækið beiti yfirburðastöðu sinni gegn samkeppnisaðilum og þvingi auglýsendur til að nota vörur sínar og þjónustu. Farið er fram á að Google verði skipt upp en AP fréttaveitan segir lögsóknina lið í viðleitni yfirvalda við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Ráðamenn í Evrópusambandinu hófu árið 2021 rannsóknir sem beinist að samkeppnisyfirburðum Google og Meta á auglýsingamarkaði. Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði einokunarfyrirtæki ógna hinu frjálsa markaði, sem hagkerfi Bandaríkjanna byggir á. Þau komi niður á nýsköpun, skaði framleiðendur og vinnandi fólks auk þess sem einokunarfyrirtæki auki á kostnað notenda. Talsmaður Google segir að aðgerðir ráðuneytisins myndu hægja á nýsköpun, auka auglýsingakostnað og koma í veg fyrir vöxt smárra fyrirtækja. Dómsmálaráðuneytið segir hins vegar að vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem Google sé í geti fyrirtækið tekið þrjátíu sent af hverjum dollara sem notaður er til að kaupa auglýsingar í gegnum tól fyrirtækisins. Greinendur segja að árið 2022 hafi nærri því 29 prósent allra auglýsinga á netinu í Bandaríkjunum verið á vegum Google. Meta var í öðru sæti með tæp tuttugu prósent og Amazon í því þriðja en markaðshlutdeild Amazon hefur aukist að undanförnu. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Google hafi á einhverjum tímapunkti haft samband við forsvarsmenn Amazon og spurt hvernig hægt væri að fá þá til að hætta fjárfestingum í auglýsingamarkaðinum. Þá eru forsvarsmenn Google sagðir hafa komið að því að ganga frá fyrirtæki sem var að þróa nýja tækni fyrir auglýsingamarkaðinn. Þessi tækni kallaðist „header bidding“ og var henni lýst innan veggja Google sem gífurlegri ógn við fyrirtækið. Starfsmenn Google gerðu breytingar á sölukerfi fyrirtækisins með því markmiði að koma í veg fyrir að auglýsendur leituðu annað og kæfa samkeppnisaðila. Bandaríkin Google Evrópusambandið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Auk ráðuneytisins koma Virginía, Kalifornía, Coloradó, Connecticut, New Jersey, New York, Rhode Island og Tennessee að lögsókninni. Í lögsókninni segir að yfirburðir Google á auglýsingamarkaði á netinu skaði auglýsendur, notendur og yfirvöld í Bandaríkjunum. Fyrirtækið beiti yfirburðastöðu sinni gegn samkeppnisaðilum og þvingi auglýsendur til að nota vörur sínar og þjónustu. Farið er fram á að Google verði skipt upp en AP fréttaveitan segir lögsóknina lið í viðleitni yfirvalda við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Ráðamenn í Evrópusambandinu hófu árið 2021 rannsóknir sem beinist að samkeppnisyfirburðum Google og Meta á auglýsingamarkaði. Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði einokunarfyrirtæki ógna hinu frjálsa markaði, sem hagkerfi Bandaríkjanna byggir á. Þau komi niður á nýsköpun, skaði framleiðendur og vinnandi fólks auk þess sem einokunarfyrirtæki auki á kostnað notenda. Talsmaður Google segir að aðgerðir ráðuneytisins myndu hægja á nýsköpun, auka auglýsingakostnað og koma í veg fyrir vöxt smárra fyrirtækja. Dómsmálaráðuneytið segir hins vegar að vegna þeirrar yfirburðarstöðu sem Google sé í geti fyrirtækið tekið þrjátíu sent af hverjum dollara sem notaður er til að kaupa auglýsingar í gegnum tól fyrirtækisins. Greinendur segja að árið 2022 hafi nærri því 29 prósent allra auglýsinga á netinu í Bandaríkjunum verið á vegum Google. Meta var í öðru sæti með tæp tuttugu prósent og Amazon í því þriðja en markaðshlutdeild Amazon hefur aukist að undanförnu. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Google hafi á einhverjum tímapunkti haft samband við forsvarsmenn Amazon og spurt hvernig hægt væri að fá þá til að hætta fjárfestingum í auglýsingamarkaðinum. Þá eru forsvarsmenn Google sagðir hafa komið að því að ganga frá fyrirtæki sem var að þróa nýja tækni fyrir auglýsingamarkaðinn. Þessi tækni kallaðist „header bidding“ og var henni lýst innan veggja Google sem gífurlegri ógn við fyrirtækið. Starfsmenn Google gerðu breytingar á sölukerfi fyrirtækisins með því markmiði að koma í veg fyrir að auglýsendur leituðu annað og kæfa samkeppnisaðila.
Bandaríkin Google Evrópusambandið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira