Fleiri fréttir

Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna

Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna.

Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði

Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn.

Algengast að vinnustaðir vilji auka ánægju starfsfólks og bæta þjónustu

„Það var ánægjulegt að sjá áherslu svarenda á ánægju starfsmanna, bæði sem helstu stefnumarkandi áskorun vinnustaða og helsta markmið hvað varðar starfsþróun,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi um niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal stjórnenda í mars síðastliðnum. Niðurstöðurnar sýna að mikil vitundavakning hefur orðið á vinnumarkaði um mikilvægi þess að bæta andlega líðan og heilsu starfsfólks og stuðla þannig að vaxandi árangri vinnustaða.

Bankarnir hækkuðu allir vexti hús­næðis­lána í dag

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag.

Stofnandi World Class skóla færir sig um set

Magnea Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastýra Key of Marketing. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2018, hjálpar fyrirtækjum að fanga viðskiptavini með sjálfvirkni í markaðssetningu og efnissköpun.

Guðjón keyrir stafrænu málin áfram hjá Póstinum

Guðjón Ingi Ágústsson hefur tekið við sem forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum en hann hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Her­dís og Daði til Orku náttúrunnar

Herdís Skúladóttir og Daði Hafþórsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Herdís hefur starfsheitið fararstjóri stafrænnar forystu og Daði er forstöðumaður virkjanareksturs ON.

Vinnualkar og helstu einkenni þeirra

Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu.

Fast­eigna­mat hækkar um 7,4 prósent á árinu

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu.

Gylfi Þór fjárfestir í glænýjum bát

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur ásamt fjölskyldu sinni fjárfest í glænýjum bát, Huldu GK 17, sem smíðuð var í Hafnarfirði í bátasmiðjunni Trefjum. Báturinn er allur hinn glæsilegasti, um 29,5 brúttótonn, tæpir tólf metrar á lengd og er breiðasti bátur í öllu krókaaflamarkskerfinu.

Perla kveður Landsbankann

Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

FlyOver Iceland, bensínstöðvarnar og KFC vinsæl meðal ferðagjafahafa

FlyOver Iceland var það fyrirtæki sem hagnaðist mest á ferðagjöfinni svokölluðu en KFC reyndist vinsælasti matsölustaðurinn meðal ferðagjafareigenda. Frestur til að nýta ferðagjöf ársins 2020 rennur út á morgun en þá fá landsmenn nýja ferðagjöf sem gildir út ágúst.

Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði

„Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó.

Tekur við stöðu mann­auðs­stjóra Heilsu­verndar

Elín Hjálmsdóttir hefur tekið við starfi mannauðsstjóra hjá Heilsuvernd. Hún mun starfa þvert á öll félög Heilsuverndar, leiða þar mannauðsmál og vinna að frekari uppbyggingu og þróun bæði í innri og ytri starfsemi.

Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög

Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára.

Helmings­af­­sláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til

Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum.

Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum.

Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna

Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum.

Andrea nýr formaður UAK

Andrea Gunnarsdóttir var kjörin formaður Ungra athafnakvenna (UAK) á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Þar var sömuleiðis ný stjórn kjörin.

Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus

Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum.

Ákvað að gera breytingar á lífi sínu þegar tveir vinir kvöddu skyndilega

Þegar tveir fjölskylduvinir kvöddu skyndilega með stuttu millibili var Snæfríður Ingadóttir staðráðin í því að gera breytingar á lífi sínu. Í upphafi ársins 2013 hafði hún sagt starfi sínu lausu sem fréttamaður á RÚV og vildi huga að bókaskrifum og stofnun nýsköpunarfyrirtækis.

„Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“

„Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. 

Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár

Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019.

Breki tekur við samskiptasviði OR

Breki Logason hefur tekið við sem forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk þess er að sjá um samskipta- og markaðsmál OR og dótturfyrirtækjanna Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix.

Verðbólga lækkar milli mánaða

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%.

Fjögur ráðin til Pipar\TBWA

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið þau Sölku Þorsteinsdóttur, Kristján Gauta Karlsson, Önnu Bergmann og Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur til starfa.

Sjá næstu 50 fréttir