Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 15:11 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. vísir Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans. Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar er forsaga málsins rakin. Haustið 2022 hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gert vettvangsathugun sem lyti að vörnum Íslandsbanka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ítrekuð brot „Í kjölfar hennar tilgreindi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands bankanum um tiltekna annmarka á vörnum bankans. Íslandsbanki greindi frá þessu í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung 2023. Þá kom fram að bankinn hefði ekki andmælt niðurstöðu fjármálaeftirlitsins, og að málinu gæti lokið með sátt og greiðslu sektar. Í ársuppgjöri 2023 tilkynnti bankinn að hann hefði fært til gjalda ótilgreinda skuldbindingu í tengslum við málið,“ segir í tilkynningu. Stjórn bankans hafi tekið ákvörðun um að þiggja sáttarboð fjármálaeftirlitsins vegna málsins sem barst bankanum síðdegis í dag. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.vísir/vilhelm „Með sáttinni fellst bankinn á það mat fjármálaeftirlitsins að brotin hafi verið mörg og varðað marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvættisvörnum. Þá teljist brotin alvarleg og nokkur brot ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2021. Jafnframt skuldbindur bankinn sig til þess að gera viðeigandi úrbætur.“ Umfangsmiklar úrbætur Brot bankans varða meðal annars áhættumat hans á starfsemi sinni vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og og framkvæmd áreiðanleikakannana. „Á öðrum ársfjórðungi 2024 mun Íslandsbanki gjaldfæra 470 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 100 milljónir króna vegna málsins í ársuppgjöri 2023. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun birta sáttina í heild sinni á vefsíðu sinni. Bankinn kveðst einnig hafa ráðist í „umfangsmiklar úrbætur í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki“ þar sem stjórnskipan og verklag bankans hafi verið endurbætt. „Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar í innviðum og tæknilausnum, auk þess sem aukin áhersla hefur verið lögð á málaflokkinn hjá stjórnendum bankans. Íslandsbanki mun halda áfram að þróa og styrkja peningaþvættisvarnir bankans.
Íslandsbanki Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55 Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Barbara Inga ráðin regluvörður Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Regluvörslu Íslandsbanka. 27. október 2023 09:55
Íslandsbanki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt. 30. október 2023 11:25