Viðskipti innlent

Guðjón keyrir stafrænu málin áfram hjá Póstinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Ingi Ágústsson hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra Póstsins.
Guðjón Ingi Ágústsson hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra Póstsins. Aðsend

Guðjón Ingi Ágústsson hefur tekið við sem forstöðumaður Stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum en hann hefur áður sinnt stöðu tæknirekstrarstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Með breytingunni kemur hann inn í teymi lykilstjórnenda hjá Póstinum og mun hann leiða þróun stafrænna lausna og rekstur upplýsingatæknikerfa Póstsins.Guðjón er með víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og hefur meðal annars leitt teymi öryggislausna- og ráðgjafateyma, starfað sem verkefnastjóri, vörueigandi og vörustjóri í hugbúnaðargerð, auk þess að sinna ráðgjöf í öryggismálum svo eitthvað sé nefnt.Guðjón er með M.Sc. gráðu í upplýsingatækni og viðskiptum frá IT University of Copenhagen.

„Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki á þessum spennandi tímum hjá Póstinum. Við erum á fleygiferð í þróun stafrænna lausna og erum stöðugt að leita nýrra leiða til að þjónusta viðskiptavini á nýjan og ferskan hátt. Hjá fyrirtækinu starfar þéttur hópur sérfræðinga á sviði upplýsingatækni sem vinnur hörðum höndum að því að bæta upplifun viðskiptavina og hjálpa þeim að vera við stýrið þegar kemur að viðskiptum við Póstinn. Við settum nýlega í loftið nýtt app þar sem viðskiptavinir hafa þjónustulausnir Póstsins í vasanum. Það verður gaman að leiða frekari þróun á þessu sviði, “ segir Guðjón Ingi í tilkynningunni.

„Það er frábært að fá Guðjón inn í lykilstjórnendateymið okkar. Hann hefur sinnt mikilvægu hlutverki innan Póstsins og það verður gaman að fylgjast með honum leiða svið Stafrænna lausna og upplýsingatækni til áframhaldandi framþróunar. Við höfum kynnt ýmsar nýjar lausnir undanfarin misseri sem bæta þjónustu til viðskiptavina okkar og þar leika stafrænar lausnir algjört lykilhlutverk til framtíðar. Guðjón er sterkur leiðtogi sem mun keyra stafrænu málin áfram og byggja enn frekar undir rekstur tæknilausna og þróunar,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,85
14
230.771
SKEL
4,84
2
9.000
ORIGO
1,72
4
14.745
HAGA
1,63
11
198.150
ICESEA
1,17
4
13.994

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-0,44
6
163.353
SVN
-0,29
14
138.035
BRIM
0
2
6.000
REGINN
0
1
10.500
FESTI
0
5
62.599
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.