Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:04 Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir kröfðust alls þriggja milljarða í skaðabóta frá Sýn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 hf. kröfðu áðurnefnda aðila hvert um sig um milljarð króna í skaðabætur, alls þrjá milljarða króna. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Aðdraganda málsins má einmitt rekja til þess að í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2019 kom fram að til stæði að höfða umrætt mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Hjónin byggðu málsókn sína gegn Sýn og stjórnendum fyrirtækisins á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna ummælana er lytu að málsókninni, auk málsóknarinnar sjálfrar sem þau töldu tilhæfulausa. Héraðsdómur taldi dómkröfur Jóns Ásgeirs og Ingibjargar „óljósar og óskýrar“, auk þess sem annmarkar væru á málatilbúnaði þeirra. Ekki verði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Þá var hjónunum gert að greiða stefndu, hverju um sig, 55 þúsund krónur í málskostnað, alls rúma hálfa milljón króna. Búið er að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember í fyrra sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í umræddum árshlutareikningi sem var birtur í maí kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggði á dagsektarákvæðum og nam um 1,7 milljörðum króna auk vaxta, líkt og áður segir. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52 Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00 365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. 13. maí 2020 17:52
Sýn mun stefna Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri og krefst milljarðs Sýn hf. hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, 365 miðlum hf. og Torgi ehf. 26. febrúar 2020 19:00
365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sagt var upp störfum fyrir fjórum árum. 6. febrúar 2020 09:58