Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 19:31 Veitingafólk telur mikilvægt að greiðslur vegna tekjufalls berist sem allra fyrst. Samdrátturinn sé svakalegur. visir/VIlhelm Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Efnahags- og viðskiptanefnd afgreiddi frumvörp um lokunar- og tekjufallsstyrki úr nefnd í morgun. Tekjufallsúrræðið var útvíkkað verulega í meðferð nefndarinnar og miðast ekki lengur einungis við minni fyrirtæki. „Heldur í rauninni öll fyrirtæki sem hafa þurft að horfa upp á gríðarlegt tekjufall vegna þessa faraldurs,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Samkvæmt úrræðinu geta fyrirtæki sem hafa misst 40-70% af tekjum sínum fengið 400 þúsund króna styrk fyrir allt að fimm stöðugildi, en 500 þúsund ef tekjufallið er meira. Hámarkið miðað við sjö mánaða tímabil er því 14 til 17,5 milljónir króna. Áður var áætlað að kostnaður við aðgerðina gæti numið um 14 milljörðum króna. Óli Björn gerir ráð fyrir að sú upphæð hækki nokkuð. Ekki liggi fyrir hversu mörg fyrirtæki falli nú þar undir. „Með þessum breytingum erum við að ná til allra fyrirtækja á Íslandi sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjufalli. Hversu mörg þau eru kann ég ekki svarið við. Ég vona að þau séu færri en fleiri, en óttast að þau séu fleiri.“ Hrefna Björk Sverrisdóttir rekur veitingastaðinn Rok og er í stjórn félags fyrirtækja á veitingamarkaði. Verði frumvarpið samþykkt fyrir lok vikunnar segir Óli Björn að það muni sennilega taka Skattinn nokkrar vikur að vinna úr umsóknum. Margt þurfi að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót. Veitingakona segir brýnt að það gerist þar sem staðan sé mjög erfið. „Samdrátturinn er svakalegur og það er mjög mikilvægt að þetta vinnist hratt, komist fljótt í gegnum þingið og að úrræðin standi til boða um næstu mánaðrmót. Það skiptir öllu máli,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, stjórnarkona í félagi fyrirtækja á veitingamarkaði. Hún segir að jafnaði 800 til 1.000 veitingahús starfandi á hverjum tíma og að staða þeirra sé misjöfn. „Það eru nú þegar einhverjir farnir og það munu fleiri bætast í hópinn, ég held að það sé óhjákvæmilegt, því miður.“ Úrræðið muni nýtast vel og fleyta mörkum yfir erfiðan vetur. Veitingamenn kalla þó eftir meiri fyrirsjáanleika. „Þannig það sé hægt að gera plön með starfsfólki, sagt þeim að þau séu með vinnu milli mánaða og að haldið verði áfram.“ Þá er ákall um fleiri úrræði; að virðisaukaskattur á veitingahúsum verði lækkaður tímabundið og að hlutabótaleiðin verði aðlöguð að þörfum veitingageirans þannig að krafa um starfshlutfall verði lækkuð. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlasón, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir aðgerðina gríðarlega mikilvæga. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hún harmonerar með viðspyrnustyrkjunum,“ segir hann. Fyrir helgi boðaði ríkisstjórnin viðspyrnustyrki og er unnið að því frumvarpi. Þeir verða háðir sams konar skilyrðum og tekjufallsstyrkir og veittir með reglulegum greiðslum fram á mitt næsta ár, að því er sagði í kynningu. Úrræðinu er þannig ætlað að tryggja að fyrirtæki, sem orðið hafa fyrir tekjufalli geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir. Jóhannes Þór telur þó að skynsamlegt hefði verið að útvíkka úrræðið enn frekar. Að tekjufallsstyrkurinn miðaði við níu starfsmenn og væri þar með hærri. „Það er talið að til skemmri tíma, eða næstu tveggja til þriggja ára sé það fyrst og fremst ferðaþjónustan sem getur leitt viðspurnu landsins upp úr þessum öldudal. Því þurfa atvinnutækin að vera til og betri stuðningur getur gert það að verkum að við náum hraðari viðspyrnu,“ segir Jóhannes. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Efnahags- og viðskiptanefnd afgreiddi frumvörp um lokunar- og tekjufallsstyrki úr nefnd í morgun. Tekjufallsúrræðið var útvíkkað verulega í meðferð nefndarinnar og miðast ekki lengur einungis við minni fyrirtæki. „Heldur í rauninni öll fyrirtæki sem hafa þurft að horfa upp á gríðarlegt tekjufall vegna þessa faraldurs,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Samkvæmt úrræðinu geta fyrirtæki sem hafa misst 40-70% af tekjum sínum fengið 400 þúsund króna styrk fyrir allt að fimm stöðugildi, en 500 þúsund ef tekjufallið er meira. Hámarkið miðað við sjö mánaða tímabil er því 14 til 17,5 milljónir króna. Áður var áætlað að kostnaður við aðgerðina gæti numið um 14 milljörðum króna. Óli Björn gerir ráð fyrir að sú upphæð hækki nokkuð. Ekki liggi fyrir hversu mörg fyrirtæki falli nú þar undir. „Með þessum breytingum erum við að ná til allra fyrirtækja á Íslandi sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjufalli. Hversu mörg þau eru kann ég ekki svarið við. Ég vona að þau séu færri en fleiri, en óttast að þau séu fleiri.“ Hrefna Björk Sverrisdóttir rekur veitingastaðinn Rok og er í stjórn félags fyrirtækja á veitingamarkaði. Verði frumvarpið samþykkt fyrir lok vikunnar segir Óli Björn að það muni sennilega taka Skattinn nokkrar vikur að vinna úr umsóknum. Margt þurfi að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót. Veitingakona segir brýnt að það gerist þar sem staðan sé mjög erfið. „Samdrátturinn er svakalegur og það er mjög mikilvægt að þetta vinnist hratt, komist fljótt í gegnum þingið og að úrræðin standi til boða um næstu mánaðrmót. Það skiptir öllu máli,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, stjórnarkona í félagi fyrirtækja á veitingamarkaði. Hún segir að jafnaði 800 til 1.000 veitingahús starfandi á hverjum tíma og að staða þeirra sé misjöfn. „Það eru nú þegar einhverjir farnir og það munu fleiri bætast í hópinn, ég held að það sé óhjákvæmilegt, því miður.“ Úrræðið muni nýtast vel og fleyta mörkum yfir erfiðan vetur. Veitingamenn kalla þó eftir meiri fyrirsjáanleika. „Þannig það sé hægt að gera plön með starfsfólki, sagt þeim að þau séu með vinnu milli mánaða og að haldið verði áfram.“ Þá er ákall um fleiri úrræði; að virðisaukaskattur á veitingahúsum verði lækkaður tímabundið og að hlutabótaleiðin verði aðlöguð að þörfum veitingageirans þannig að krafa um starfshlutfall verði lækkuð. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlasón, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir aðgerðina gríðarlega mikilvæga. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hún harmonerar með viðspyrnustyrkjunum,“ segir hann. Fyrir helgi boðaði ríkisstjórnin viðspyrnustyrki og er unnið að því frumvarpi. Þeir verða háðir sams konar skilyrðum og tekjufallsstyrkir og veittir með reglulegum greiðslum fram á mitt næsta ár, að því er sagði í kynningu. Úrræðinu er þannig ætlað að tryggja að fyrirtæki, sem orðið hafa fyrir tekjufalli geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir. Jóhannes Þór telur þó að skynsamlegt hefði verið að útvíkka úrræðið enn frekar. Að tekjufallsstyrkurinn miðaði við níu starfsmenn og væri þar með hærri. „Það er talið að til skemmri tíma, eða næstu tveggja til þriggja ára sé það fyrst og fremst ferðaþjónustan sem getur leitt viðspurnu landsins upp úr þessum öldudal. Því þurfa atvinnutækin að vera til og betri stuðningur getur gert það að verkum að við náum hraðari viðspyrnu,“ segir Jóhannes.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira