Viðskipti innlent

Frá Össuri til Alvotech

Atli Ísleifsson skrifar
Rakel Óttarsdóttir.
Rakel Óttarsdóttir. Alvogen

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur ráðið Rakel Óttarsdóttur sem framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.

Í tilkynningu segir að hún muni bera ábyrgð á upplýsingatæknimálum fyrirtækisins og verði hluti af framkvæmdastjórnarteymi Alvotech.

„Rakel kemur frá Össuri en þar starfaði hún sem yfirmaður upplýsingatæknimála. Áður starfaði Rakel hjá Arion banka í um 14 ár, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs.

Rakel tekur við starfinu af Guðmundi Óskarssyni framkvæmdastjóra upplýsingatæknisvið Alvotech og Alvogen, sem nú kveður eftir árangursríkt og skilvirkt uppbyggingarstarf undanfarinna sjö ára hjá félögunum,“ segir í tilkynningunni. 

Þá kemur fram að Rakel sé með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla íslands (1997) og MBA gráðu frá Duke University (2002). Hún sé gift Gísla Óttarssyni verkfræðingi og meðal áhugamála Rakelar séu ferðalög, veiði og skíði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×