Fleiri fréttir

Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum

Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári.

Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“

Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg.

Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins

Hluti af risavöxnum neyðaraðgerðapakka Bandaríkjastjórnar vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti verið beinar peningagreiðslur til almennings. Pakkinn er sagður geta orðið sá stærsti frá því í kreppunni miklu.

Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum

Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska.

Laura Ashley á leið í þrot

Breska húsgagna- og heimilisvörukeðjan Laura Ashley virðist ætla að verða fyrsta stóra smásölukeðja Bretlands sem fer í þrot á tímum útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þjóðnýta flugfélagið Alitalia

Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram.

Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun

Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Leiðrétta misskilning sem spratt upp vegna merkinga á spritti

Sprittbrúsar sem nú eru seldir í verslunum hér á landi hafa vakið athygli fyrir umbúðir sem taldar eru geta valdið misskilningi um að um drykk sé að ræða. Framleiðendur sprittsins hafa ráðist í breytingar til að eyða slíkum misskilningi.

Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19.

Bankarnir bregðast við á­standinu

Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir