Ný rannsókn: 40% segja skammdegið hafa mikil áhrif á líðan Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. mars 2020 15:00 Vonandi mun bæði brúnin á landsmönnum og róðurinn í rekstri og vinnu léttast með hækkandi sól. Vísir/Vilhelm Í öllu því raski og óróa sem víðast ríkir nú í kjölfar kórónuveirunnar glöddust margir þegar sagt var frá því um liðna helgi að lóan væri komin. Margir tala líka um hversu góð tilfinning það er að nú sé þó farið að birta og segja að það eitt og sér hjálpi til. Ný rannsókn Maskínu styður þetta því samkvæmt niðurstöðum segjast tæplega 41% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Konur fremur en karlar telja áhrifin mikil eða 48% kvenna til samanburðar við 33,7% karla. Yngra fólk finnur hins vegar mikinn mun því í aldurshópnum 18-29 ára segjast rúmlega 63% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Í aldurshópnum 60 ára og eldri segjast aðeins um 23% að skammdegið hafi mikil áhrif. Niðurstöður rannsóknar sem Maskína gerði á dögunum.Vísir/Maskína Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi sögðust tveir þriðju aðspurðra telja að þeir væru ekki eins skilvirkir í vinnu yfir vetrarmánuðina í samanburði við bjartari árstíma. Þannig sögðust 69% ekki vera eins hugmyndaríkir og vera almennt orkulausari. Þá sögðust tveir þriðju aðspurðra vera líklegri til að detta í meiri óhollustu á veturnar og sækja þá meira í sætindi sem boðið er upp á í vinnunni, svo sem nammibita eða kex. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Í öllu því raski og óróa sem víðast ríkir nú í kjölfar kórónuveirunnar glöddust margir þegar sagt var frá því um liðna helgi að lóan væri komin. Margir tala líka um hversu góð tilfinning það er að nú sé þó farið að birta og segja að það eitt og sér hjálpi til. Ný rannsókn Maskínu styður þetta því samkvæmt niðurstöðum segjast tæplega 41% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Konur fremur en karlar telja áhrifin mikil eða 48% kvenna til samanburðar við 33,7% karla. Yngra fólk finnur hins vegar mikinn mun því í aldurshópnum 18-29 ára segjast rúmlega 63% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Í aldurshópnum 60 ára og eldri segjast aðeins um 23% að skammdegið hafi mikil áhrif. Niðurstöður rannsóknar sem Maskína gerði á dögunum.Vísir/Maskína Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi sögðust tveir þriðju aðspurðra telja að þeir væru ekki eins skilvirkir í vinnu yfir vetrarmánuðina í samanburði við bjartari árstíma. Þannig sögðust 69% ekki vera eins hugmyndaríkir og vera almennt orkulausari. Þá sögðust tveir þriðju aðspurðra vera líklegri til að detta í meiri óhollustu á veturnar og sækja þá meira í sætindi sem boðið er upp á í vinnunni, svo sem nammibita eða kex.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira