Leiðrétta misskilning sem spratt upp vegna merkinga á spritti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 21:33 Sprittbrúsarnir sem um ræðir. Aðsend/Eyrún Arnardóttir Sprittbrúsar sem nú eru seldir í verslunum hér á landi hafa vakið athygli fyrir umbúðir sem taldar eru geta valdið misskilningi um að um drykk sé að ræða. Merkingar brúsanna þóttu ekki gefa nógu sterklega til kynna að um handspritt væri að ræða. Eins þykja tappar á brúsunum gefa til kynna að um drykk sé að ræða. Framleiðandi sprittsins segir að búið sé að finna lausn á vandanum. Um er að ræða brúsa af spritti sem framleiddir eru af íslenska áfengisframleiðandanum Volcanic Drinks. Eyrún Arnardóttir hjúkrunarfræðingur er meðal þeirra sem vakti athygli á málinu. Hún segist sjálf hafa meðhöndlað fullorðna einstaklinga sem hafi innbyrt skaðleg efni í þeirri trú að um drykk væri að ræða. Hún viti því hve miklu máli skilmerkilegar merkingar geta skipt og bendir sérstaklega á að gott væri ef merking brúsans væri á fleiri tungumálum, til að mynda ensku og pólsku. „Við lifum þá tíma þar sem við þurfum handspritt, en það þarf að passa upp á hvernig umbúðir það er sett í,“ segir Eyrún í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa haft samband við framleiðendur og komið ábendingu um umbúðirnar á framfæri. „Það er auðvitað mjög sniðugt að þau noti sína aðstöðu til að framleiða handspritt. Það er mikil eftirspurn eftir því og það hefur sárlega vantað það í landið. Nema kannski það að velja þessar umbúðir. Ég sagði þeim hvað væri svona varhugavert við þessar flöskur og þau sögðust ætla að skoða málið,“ segir Eyrún. Hún bætir þá við að ábendingunni hafi verið komið á framfæri síðastliðinn laugardag, en síðan þá hafi hún ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Vinna að því að taka af allan vafa um innihald Vísir hafði samband við Alfreð Pálsson, einn eigenda Volcanic Drinks, og spurðist fyrir um málið. Alfreð segir að unnið hafi verið úr ábendingum um merkingar á brúsunum og að nýir miðar séu á leið í prentun á næstunni. „Aðalmálið er að við erum að láta endurhanna miðana upp á nýtt. Hins vegar viljum við hafa þessa tappa áfram, en Umhverfisstofnun er búin að leggja blessun sína á þá. Það eru hvergi til pumpur, það er allt upp urið í Evrópu og hvar sem er. Þess vegna þykja þessir svokölluðu sporttappar hentugir til að skammta úr flöskunni,“ segir Alfreð. Ljóst er að pumpuskorturinn er ekki úr lausu lofti gripinn, en fyrir stuttu beindu Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis, að höfðu samráði við framleiðendur sótthreinsivara, þeim tilmælum til almennings, fyrirtækja og stofnana að henda ekki handpumpum af handsprittbrúsum, sápum eða öðrum sótthreinsivörum heldur endurnýta þær í ljósi þess að skortur er á slíkum pumpum í heiminum og fyrirsjáanlegt að framleiðendur geti einungis framleitt handspritt í áfyllingarbrúsum án pumpu. Sjá einnig: Fólk beðið að endurnýta pumpur af sótthreinsivörum Alfreð segist þá skilja að miðinn hafi valdið misskilningi, en nú sé verið að vinna bót á því. „Við látum fylgja með í hverjum kassa miða sem eru límdir aftan á kassana. Þeir eru bæði á pólsku og ensku og við breytum miðanum þannig að hann líti ekki út eins og um drykk sé að ræða, eða hvaða annar misskilningur sem gæti orðið. Það er markmiðið með breytingunni.“ Eins segir Alfreð að þess hafi verið farið á leit við verslanir sem selja sprittið, að uppstilling á vörunni verði með þeim hætti að ekki líti út fyrir að um drykk sé að ræða. „Þetta er það sem við erum að gera. Við erum í raun bara að svara eftirspurn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Sprittbrúsar sem nú eru seldir í verslunum hér á landi hafa vakið athygli fyrir umbúðir sem taldar eru geta valdið misskilningi um að um drykk sé að ræða. Merkingar brúsanna þóttu ekki gefa nógu sterklega til kynna að um handspritt væri að ræða. Eins þykja tappar á brúsunum gefa til kynna að um drykk sé að ræða. Framleiðandi sprittsins segir að búið sé að finna lausn á vandanum. Um er að ræða brúsa af spritti sem framleiddir eru af íslenska áfengisframleiðandanum Volcanic Drinks. Eyrún Arnardóttir hjúkrunarfræðingur er meðal þeirra sem vakti athygli á málinu. Hún segist sjálf hafa meðhöndlað fullorðna einstaklinga sem hafi innbyrt skaðleg efni í þeirri trú að um drykk væri að ræða. Hún viti því hve miklu máli skilmerkilegar merkingar geta skipt og bendir sérstaklega á að gott væri ef merking brúsans væri á fleiri tungumálum, til að mynda ensku og pólsku. „Við lifum þá tíma þar sem við þurfum handspritt, en það þarf að passa upp á hvernig umbúðir það er sett í,“ segir Eyrún í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa haft samband við framleiðendur og komið ábendingu um umbúðirnar á framfæri. „Það er auðvitað mjög sniðugt að þau noti sína aðstöðu til að framleiða handspritt. Það er mikil eftirspurn eftir því og það hefur sárlega vantað það í landið. Nema kannski það að velja þessar umbúðir. Ég sagði þeim hvað væri svona varhugavert við þessar flöskur og þau sögðust ætla að skoða málið,“ segir Eyrún. Hún bætir þá við að ábendingunni hafi verið komið á framfæri síðastliðinn laugardag, en síðan þá hafi hún ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Vinna að því að taka af allan vafa um innihald Vísir hafði samband við Alfreð Pálsson, einn eigenda Volcanic Drinks, og spurðist fyrir um málið. Alfreð segir að unnið hafi verið úr ábendingum um merkingar á brúsunum og að nýir miðar séu á leið í prentun á næstunni. „Aðalmálið er að við erum að láta endurhanna miðana upp á nýtt. Hins vegar viljum við hafa þessa tappa áfram, en Umhverfisstofnun er búin að leggja blessun sína á þá. Það eru hvergi til pumpur, það er allt upp urið í Evrópu og hvar sem er. Þess vegna þykja þessir svokölluðu sporttappar hentugir til að skammta úr flöskunni,“ segir Alfreð. Ljóst er að pumpuskorturinn er ekki úr lausu lofti gripinn, en fyrir stuttu beindu Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis, að höfðu samráði við framleiðendur sótthreinsivara, þeim tilmælum til almennings, fyrirtækja og stofnana að henda ekki handpumpum af handsprittbrúsum, sápum eða öðrum sótthreinsivörum heldur endurnýta þær í ljósi þess að skortur er á slíkum pumpum í heiminum og fyrirsjáanlegt að framleiðendur geti einungis framleitt handspritt í áfyllingarbrúsum án pumpu. Sjá einnig: Fólk beðið að endurnýta pumpur af sótthreinsivörum Alfreð segist þá skilja að miðinn hafi valdið misskilningi, en nú sé verið að vinna bót á því. „Við látum fylgja með í hverjum kassa miða sem eru límdir aftan á kassana. Þeir eru bæði á pólsku og ensku og við breytum miðanum þannig að hann líti ekki út eins og um drykk sé að ræða, eða hvaða annar misskilningur sem gæti orðið. Það er markmiðið með breytingunni.“ Eins segir Alfreð að þess hafi verið farið á leit við verslanir sem selja sprittið, að uppstilling á vörunni verði með þeim hætti að ekki líti út fyrir að um drykk sé að ræða. „Þetta er það sem við erum að gera. Við erum í raun bara að svara eftirspurn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun