Viðskipti innlent

Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liturinn í Kauphöllinni er svipaður og hann var oftast nær í síðustu viku. Rauður.
Liturinn í Kauphöllinni er svipaður og hann var oftast nær í síðustu viku. Rauður. Vísir/Vilhelm

Íslenska úrvalsvísitalan hefur þegar lækkað um sex prósent eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréf í íslensku Kauphöllinni í morgun. Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um tæp 14 prósent en aðeins hafa verið viðskipti fyrir átta milljónir króna þegar þetta er skrifað.

Hlutabréf í Iceland Seafood hafa lækkað um tæp tólf prósent og bréf í Skeljungi um tæp ellefu. Bréf í Arion banka hafa lækkað um sjö prósent eins og hjá Origo, Reginn, TM og VÍS.

Hrun er í kauphöllum um allan heim það sem af er degi. F.T.S.E. vísitalan sem reiknuð er af hundrað verðmætustu fyrirtækjunum í London lækkaði um rúm sex prósent í morgun. Þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um yfir sjö prósent og Nikkei vísitalan í Japan um á þriðja prósent.

Þá hefur vísitalan í Ástralíu fallið um tæp tíu prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×