Viðskipti innlent

Bein útsending: Önnur stýrivaxtalækkunin á einni viku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Seðlabanki Íslands, þar sem fundurinn fer fram.
Seðlabanki Íslands, þar sem fundurinn fer fram.

Seðlabanki Íslands verður með beina útsendingu úr húsakynnum sínum klukkan 10 þar sem stýrivaxtalækkun morgunsins verður til umræðu. Peningastefnunefnd bankans ákvað í morgun að lækka vextina enn frekar; um aðrar 0,5 prósentur eftir sambærilega lækkun í síðustu viku. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,75 prósent.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, Þórarins G. Péturssonar, framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu og Hauks C. Benediktssonar, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs.

Samhliða stýrivaxtalækkuninni ákvað fjármálastöðugleikanefnd bankans að aflétta 2 prósent kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki, sem verður þá 0 prósent. Í liðinni viku var jafnframt tekin ákvörðun um að að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1 prósenti niður í 0.

Vefútsendingu seðlabankans má sjá hér að neðan og rökstuðninginn fyrir stýrivaxtalækkun morgunsins má nálgast með því að smella hér. Útsendingin hefst sem fyrr segir klukkan 10.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
4,29
1
1.530
TM
2,78
9
116.163
EIM
2,69
1
53
SIMINN
2,23
7
199.376
ARION
2,13
56
753.180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,54
34
383.766
ICEAIR
-0,44
47
17.225
BRIM
-0,25
2
20.403
HAGA
0
5
57.105
SKEL
0
2
34.482
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.