IKEA skiptir versluninni í sex hólf vegna samkomubannsins Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 11:08 Starfsfólk IKEA mun tryggja að ekki séu fleiri en hundrað manns í hverju hólfi á hverjum tíma. Vísir/Vilhelm Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira