Fleiri fréttir

Tuttugu og fjögur prósent hækkun frá uppgjöri

Hlutabréf í Marel hækkuðu um 3,63 prósent í dag í 421 miljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa stendur nú í 128,5 og hefur hækkað um tæp 24 prósent frá því á miðvikudag, þegar uppgjör þriðja fjórðungs var kynnt.

Vísir mælist stærri en Mbl.is

Í nýjum vikulista Samræmdrar vefmælingar náði Vísir toppsætinu af Mbl.is í fyrsta skipti í tæp níu ár.

Linda ráðin fjármálastjóri Marel

Linda Jónsdóttur hefur verið ráðinn sem nýr fjármálastjóri Marel og mun hún taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Linda hefur verið yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla frá árinu 2009.

Tuttugu og fimm féllu á álagsprófinu

Þrettán af 130 stærstu bönkum Evrópu eru vanbúnir til að standast áfall á fjármálamörkuðum. Seðlabanki Evrópu birti í gær könnun á stöðu stærstu fjármálastofnana. Í sambærilegum prófum 2011 og 2010 fengu græna ljósið bankar sem síðar þurftu fjárhagsaðstoð

Svipmynd Markaðarins: Vann um tíma sem flugfreyja hjá Atlanta

Þorgerður Þráinsdóttir var nýverið ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Hún er fædd og uppalin á Húsavík, lærði sálfræði við Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Lyfju frá 2003. Ætlar að dusta rykið af golfkylfunum.

Easyjet bætir við flugleiðum

Breska flugfélagið EasyJet ætlar að bæta tveimur flugleiðum við áætlunarkerfi félagsins til og frá Íslandi næstkomandi mánudag og bjóða þá flug til Gatwick-flugvallar í London og Genfar.

Nýherji hagnast um 12 milljónir

Finnur Oddsson, forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins, segir afkomuna á þriðja ársfjórðungi undir væntingum.

Nýr iPad bognar auðveldlega

Apple varð fyrir mikilli gagnrýni nýverið vegna þess hve auðveldlega nýir símar fyrirtækisins bognuðu.

Century Aluminum kaupir Mt. Holly

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, tilkynnti í gær að eitt af dótturfélögum þess hefði keypt 50,3 prósent hlut í Mt. Holly álverinu í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Hluturinn var í eigu Alcoa. Um 600 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan er um 229 þúsund tonn af áli. Eftir viðskiptin á Century Aluminum 100 prósent hlut í Mt. Holly.

CNOOC sagt íhuga leit á landgrunni Noregs

Bloomberg-fréttastofan segir að kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kanni nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði í Barentshafi.

Hagnaður Össurar eykst um ríflega fjórðung

Hagnaður Össurar jókst um 26% á þriðja fjórðungi miðað við sama tímabil árið á undan. Hagnaðurinn nam 16 milljónum Bandaríkjadala eða 13% af sölu, samanborið við 13 milljónir Bandaríkjadala og 12% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

Hafa lokað tæplega 40 útibúum

Viðskiptabankarnir þrír hafa lokað tæplega 40 útibúum á undanförnum árum. Einu útibúi á Suðurnesjum var lokað þar í síðustu viku og í gær tilkynnti Arionbanki um þá ákvörðun að loka afgreiðslu bankans á Hólmavík. Bankastjóri Arionbanka segir að þjónustan sé að mörgu leyti að færast yfir á netið.

Hagnaður Marel jókst um 63 prósent

Hagnaður Marel á þriðja ársfjórðungi nam 9,8 milljónum evra (um 1,5 milljarðar króna), en var 6 milljónir evra (918) milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn hefur því aukist um 63% á milli ára.

Vill verða formaður LÍÚ og SF

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til formanns sameinaðs félags Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva.

Sjá næstu 50 fréttir