Tískuveldið NTC stefnir að opnun nýrrar netverslunar Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. október 2014 07:00 Svava Johansen Mynd/Nína Björk Hlöðversdóttir Fataverslanakeðjan NTC, sem rekur meðal annars Gallerí 17, stefnir á opnun netverslunar á næstunni og vinnur nú að uppfærslu síðunnar. „Við erum að reyna að setja hana í gang fyrir jól þannig að hún verði vonandi tilbúin um miðjan nóvember,“ segir Svava Johansen, eigandi verslunarinnar. Á síðunni verða seld merki sem ekki eru seld í verslununum. Stefnan verður að selja tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir herra og dömur, en einnig að það verði umfjöllun og blogg um klæðnað og tísku. „Við viljum gera þarna skemmtilega og líflega síðu og að fólk geti bara farið þarna inn á og verslað eins og á vefsíðum erlendis. Þetta er bara enn einn valkosturinn,“ segir hún. Svava segir að sala í versluninni hafi alls ekki dregist saman. „En maður veit aldrei hvort það hefði verið enn meiri aukning ef það væri ekki samkeppni við netverslun almennt,“ segir hún. Svava býst ekki við því að með tilkomu netverslunarinnar muni þeim fækka sem komi í verslanir hennar, til dæmis í Kringlunni og Smáralind. „Ég á von á aukningu,“ segir hún og bætir því við að flestir sem séu í verslunarrekstri og opni síðan netverslanir samhliða séu sammála því að sýnileiki verslananna verði meiri. „Að þetta verði bara stór búðargluggi fyrir fólk sem kemst ekki og þetta verði þannig að mestu leyti viðbót.“ Netverslunin verði vonandi til þess að þjónusta landsbyggðina og líka til að þjónusta fólk sem er ekki mikið fyrir að fara í verslanir og þá sem hafa ekki tíma til að fara í verslanir. Þá segist Svava hafa fengið margar fyrirspurnir að utan varðandi vörur sem NTC framleiðir sjálft. Hvort og hvar fólk geti keypt þær vörur sem NTC framleiðir. „Við erum að framleiða undir þremur vörumerkjum. Það er nú kannski það skemmtilegasta ef við gætum farið að selja út fyrir landsteinana í gegnum netverslunina. En við erum ekki þannig fyrirtæki að við séum númer eitt í framleiðslu og að koma því út heldur varð þetta viðbót sem hefur gengið vel. Við framleiðum sjálf fimmtán prósent af öllum vörum sem við seljum,“ segir Svava. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Fataverslanakeðjan NTC, sem rekur meðal annars Gallerí 17, stefnir á opnun netverslunar á næstunni og vinnur nú að uppfærslu síðunnar. „Við erum að reyna að setja hana í gang fyrir jól þannig að hún verði vonandi tilbúin um miðjan nóvember,“ segir Svava Johansen, eigandi verslunarinnar. Á síðunni verða seld merki sem ekki eru seld í verslununum. Stefnan verður að selja tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir herra og dömur, en einnig að það verði umfjöllun og blogg um klæðnað og tísku. „Við viljum gera þarna skemmtilega og líflega síðu og að fólk geti bara farið þarna inn á og verslað eins og á vefsíðum erlendis. Þetta er bara enn einn valkosturinn,“ segir hún. Svava segir að sala í versluninni hafi alls ekki dregist saman. „En maður veit aldrei hvort það hefði verið enn meiri aukning ef það væri ekki samkeppni við netverslun almennt,“ segir hún. Svava býst ekki við því að með tilkomu netverslunarinnar muni þeim fækka sem komi í verslanir hennar, til dæmis í Kringlunni og Smáralind. „Ég á von á aukningu,“ segir hún og bætir því við að flestir sem séu í verslunarrekstri og opni síðan netverslanir samhliða séu sammála því að sýnileiki verslananna verði meiri. „Að þetta verði bara stór búðargluggi fyrir fólk sem kemst ekki og þetta verði þannig að mestu leyti viðbót.“ Netverslunin verði vonandi til þess að þjónusta landsbyggðina og líka til að þjónusta fólk sem er ekki mikið fyrir að fara í verslanir og þá sem hafa ekki tíma til að fara í verslanir. Þá segist Svava hafa fengið margar fyrirspurnir að utan varðandi vörur sem NTC framleiðir sjálft. Hvort og hvar fólk geti keypt þær vörur sem NTC framleiðir. „Við erum að framleiða undir þremur vörumerkjum. Það er nú kannski það skemmtilegasta ef við gætum farið að selja út fyrir landsteinana í gegnum netverslunina. En við erum ekki þannig fyrirtæki að við séum númer eitt í framleiðslu og að koma því út heldur varð þetta viðbót sem hefur gengið vel. Við framleiðum sjálf fimmtán prósent af öllum vörum sem við seljum,“ segir Svava.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent