Fleiri fréttir

Afkoma bankanna skiptir ríkið miklu

Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja er í grófum dráttum í samræmi við ávöxtunarkröfu ríkisins. Íslenska ríkið á hlutfallslega meira undir gengi bankaeigna sinna en Bretar og Hollendingar. Óvissuþættir lita umhverfi banka hér.

Helga og Þóranna í stjórn Íslandsbanka

Helga Valfells og Þóranna Jónsdóttir hafa tekið sæti í aðalstjórn Íslandsbanka eftir hluthafafund. Þóranna var áður varamaður í stjórn bankans og tekur Gunnar Fjalar Helgason sæti hennar.

Allir sammála um stýrivexti

Eining var innan peningastefnunefndar fyrir síðasta vaxtaákvörðunarfund um að stýrivextir Seðlabankans ættu að vera óbreyttir.

Færri keyptu eignir en í júlí

Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 14,8 prósent milli mánaða í ágúst og velta minnkaði um 24,3 prósent. Þinglýstir samningar voru samt fleiri en í ágúst í fyrra.

Taka höndum saman um flugumferðarstjórn

Flugvélaframleiðandinn Airbus og Flugumferðarstjórn Kína hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf við að nútímavæða flugumferðarstjórn í Kína

Maórar draga lærdóm af reynslu Íslendinga

Frumbyggjar á Nýja Sjálandi huga að endurskipulagningu fiskiðnaðar að íslenskri fyrirmynd. Umgjörð sjávarútvegs er þar svipuð og hér, en vinnslan líkari því sem hér var fyrir rúmum 20 árum. Sóttu Íslending til að flytja erindi á ráðstefnu í Waitangi.

Ein hópuppsögn í verslunarrekstri

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í ágústmánuði. Fram kemur á vef stofnunarinnar að 27 manns hafi verið sagt upp störfum í verslunarrekstri. Um var að ræða um helming starfsfólks Intersport.

Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.

Fyrsti afgangurinn síðan 2009

Hrein undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins er sögð svipuð nú og hún var árið 2004. Á öðrum ársfjórðungi var afgangur á undirliggjandi viðskiptajöfnuði við útlönd.

Helmingur vinnuafls er kvenfólk

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, telur lífeyrissjóðina síst of góða til að fylgja reglum um kynjakvóta í stjórnum sjóðanna.

Microsoft eignast Nokia

Tölvurisinn Microsoft hefur keypt farsímahluta finnska fyrirtækisins Nokia, fyrir 5,4 milljarða evra, eða um 860 milljarða íslenskra króna.

14 þúsund tonna aukning í þorski á milli fiskveiðiára

Fiskistofa úthlutaði 381.431 þorskígildistonni á nýju fiskveiðiári samanborið við 348.553 tonn í fyrra. Aflamark slægðs þorsks er 171 þúsund tonn og hækkar um 14 þúsund tonn. Skip með heimahöfn í Reykjavík fá mest.

Safnar á netinu til að fjármagna framleiðslu á þrívíddargræju

Íris Ólafsdóttir hannaði þrívíddarmyndabúnað sem kallast Kúla Deeper sem festur er á myndavélalinsur. Búnaðurinn hefur vakið mikla athygli og nú hyggst Íris taka skrefið til fulls og hefja framleiðslu. Til þess hefur hún hafið söfnun á netinu.

Veltan eykst í Kauphöllinni

Töluverð veltuaukning er á hlutabréfamarkaði samkvæmt nýbirtum tölum Kauphallar Íslands. Í ágúst nam velta á dag 896 milljónum króna. Milli mánaða er aukningin 70 prósent, en 348 prósent frá fyrra ári.

Eyrir tapar á fyrri helmingi árs

Allnokkur viðsnúningur er í hálfsársuppgjöri fjárfestingarfélagsins Eyris Invest á milli ára. Tap félagsins fyrst sex mánuði ársins nemur 25,4 milljónum evra (um fjórum milljörðum króna), miðað við 18,3 milljóna evra (2,9 milljarða króna) hagnað á fyrri helmingi 2012.

Íslandsmet í niðurhali

Útappið er mest sótta smáforrit á Íslandi. Um 50 þúsund manns hafa sótt sér forritið á App Store og vistað í síma sína og spjaldtölvur. Ágúst Héðinsson segir viðtökurnar framar björtustu vonum.

Kaupmáttur hefur lítið breyst þótt laun hafi hækkað

Þrátt fyrir að regluleg laun á íslenskum vinnumarkaði hafi hækkað um 74,6 prósent frá ársbyrjun 2005 til ársbyrjunar 2013 jókst kaupmáttur á tímabilinu bara um 2,8 prósent. Hjá opinberum starfsmönnum dróst kaupmáttur saman á tímabilinu.

20 milljarðar inn í þjóðarbúið með hærra aflamarki

Hækkun aflaheimilda gæti þýtt tuttugu milljarða fyrir þjóðarbúið eða eins prósents hækkun á landsframleiðslu, segir framkvæmdastjóri SA. Útvegsmaður segir verðlækkun síðasta árs vega upp á móti hækkuninni.

Tíu hleðslustöðvar bætast við

Forsvarsmenn BL, Nissan í Evrópu og Orkuveitu Reykjavíkur undirrituðu fyrir helgi samning um uppsetningu tíu nýrra hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla.

Sjá næstu 50 fréttir