Viðskipti innlent

Allir sammála um stýrivexti

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í fundargerð peningastefnunefndar segir að leiði kjarasamningar til enn meiri hækkana en reiknað er með í spá gæti nefndin þurft að bregðast við af „enn meiri festu“ en spáin gerir ráð fyrir.
Í fundargerð peningastefnunefndar segir að leiði kjarasamningar til enn meiri hækkana en reiknað er með í spá gæti nefndin þurft að bregðast við af „enn meiri festu“ en spáin gerir ráð fyrir. Fréttablaðið/Pjetur
Eining var innan peningastefnunefndar fyrir síðasta vaxtaákvörðunarfund um að stýrivextir Seðlabankans ættu að vera óbreyttir.

Fundargerð nefndarinnar var birt síðdegis í dag, hálfum mánuði eftir vaxtaákvörðun.

Þá voru nefndarmenn sammála um að einn helsti óvissuþáttur verðbólguspárinnar væru kjarasamningarnir fram undan. Launaforsendur í spánni væru umfram það sem samrýmdist verðbólgumarkmiði.

„Verðbólga hjaðnar engu að síður í markmið í spánni þar sem aðrir þættir vega á móti verðbólguþrýstingi þeirra launahækkana sem gert er ráð fyrir í spánni,“ segir í fundargerðinni.

Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast í heild á vef Seðlabanka Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×