Kaupin á Nokia önnur stærstu fyrirtækjakaup Microsoft Haraldur Guðmundsson. skrifar 3. september 2013 17:48 Steven A. Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, fjallaði um kaupin á blaðamannafundi í Finnlandi í morgun. MYND/AFP Kaup bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft á tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans Nokia fyrir 7,2 milljarða dala, um 870 milljarða króna, eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu fyrirtækisins. Stærstu kaup fyrirtækisins voru þegar það keypti netsímafyrirtækið Skype fyrir 8,5 milljarða dala, um eitt þúsund milljarða króna, árið 2011. Kaupin eru einnig merkileg í ljósi þess að farsímafyrirtækin Nokia, Motorola og Ericsson, upprunalegu brautryðjendurnir á farsímamarkaðinum, hafa nú öll hætt sjálfstæðri framleiðslu á farsímum. Þau marka nýja tíma hjá Microsoft sem ætlar nú að bæta framleiðslu á farsímum við sölu á stýrikerfum fyrir farsíma. Nokia var áður risi á farsímamarkaðinum en hefur undanfarin ár dregist aftur úr í kjölfar aukinnar samkeppni í sölu á snjallsímum frá fyrirtækjum eins og Samsung og Apple. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, segir fréttir um sölu Nokia hafa komið sér nokkuð á óvart þar sem fyrirtækið hafi að hans sögn aukið við sig markaðshlutdeild að undanförnu, en bætir því við að hann hafi lengi heyrt orðróm þess efnis að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækjanna. Hann segir breytingarnar að öllum líkindum eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á stöðu íslenska umboðsaðilans. „Þarna eru tvö öflug fyrirtæki að fara undir merki Microsoft og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta efli vöruþróun og vöruframboð Microsoft. Við höfum fengið þær upplýsingar að Microsoft ætli sér að nýta áfram söluleiðir Nokia og á ég því ekki von á að þetta raski okkar starfsemi.“ Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kaup bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft á tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans Nokia fyrir 7,2 milljarða dala, um 870 milljarða króna, eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu fyrirtækisins. Stærstu kaup fyrirtækisins voru þegar það keypti netsímafyrirtækið Skype fyrir 8,5 milljarða dala, um eitt þúsund milljarða króna, árið 2011. Kaupin eru einnig merkileg í ljósi þess að farsímafyrirtækin Nokia, Motorola og Ericsson, upprunalegu brautryðjendurnir á farsímamarkaðinum, hafa nú öll hætt sjálfstæðri framleiðslu á farsímum. Þau marka nýja tíma hjá Microsoft sem ætlar nú að bæta framleiðslu á farsímum við sölu á stýrikerfum fyrir farsíma. Nokia var áður risi á farsímamarkaðinum en hefur undanfarin ár dregist aftur úr í kjölfar aukinnar samkeppni í sölu á snjallsímum frá fyrirtækjum eins og Samsung og Apple. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, segir fréttir um sölu Nokia hafa komið sér nokkuð á óvart þar sem fyrirtækið hafi að hans sögn aukið við sig markaðshlutdeild að undanförnu, en bætir því við að hann hafi lengi heyrt orðróm þess efnis að viðræður væru í gangi á milli fyrirtækjanna. Hann segir breytingarnar að öllum líkindum eiga eftir að hafa jákvæð áhrif á stöðu íslenska umboðsaðilans. „Þarna eru tvö öflug fyrirtæki að fara undir merki Microsoft og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta efli vöruþróun og vöruframboð Microsoft. Við höfum fengið þær upplýsingar að Microsoft ætli sér að nýta áfram söluleiðir Nokia og á ég því ekki von á að þetta raski okkar starfsemi.“
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent