Viðskipti innlent

Færri keyptu eignir en í júlí

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fleiri keyptu fasteignir og fyrir hærri upphæðir í nýliðnum mánuði en ári fyrr.
Fleiri keyptu fasteignir og fyrir hærri upphæðir í nýliðnum mánuði en ári fyrr. Fréttablaðið/GVA
Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 14,8 prósent milli mánaða í ágúst og velta minnkaði um 24,3 prósent. Miðað við ágúst í fyrra fjölgaði þeim hins vegar um 9,4 prósent og velta jókst um 16,9 prósent.

Í nýbirtum tölum Þjóðskrár kemur fram að í ágústmánuði hafi þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu verið 476 talsins. „Heildarvelta nam 14,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 30,9 milljónir króna.“



Þá kemur fram í tölum Þjóðskrár að fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri hafi í ágúst verið 53. "Heildarveltan var 1.196 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna."

Á sama tíma var 23 samningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Heildarvelta var 488 milljónirog meðalupphæð á samning 21,2 milljónir.

Í ágúst var einnig þinglýst 17 samningum þinglýst á Akranesi. Veltan var 435 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,6 milljónir.

Og í Reykjanesbæ var 22 samningum þinglýst. "Heildarveltan var 402 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,3 milljónir króna," segir á vef Þjóðskrár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×