Fleiri fréttir

Dráttarvextir óbreyttir

Dráttarvextir haldast óbreyttir í 12,75% fyrir ágústmánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu um vaxtabreytingar á vefsíðu Seðlabankans.

Bretum býðst Tilboð aldarinnar um næstu helgi

Hamborgarabúllan er farin í útrás og mun opna í London öðru hvoru megin við næstu helgi. Þá mun Bretum loks bjóðast Tilboð aldarinnar (e. Offer of the century) að hætti Tomma fyrir 8,9 pund, sem nemur tæpum 1700 krónum.

Síðustu stóru bakreikningarnir komnir í hús

Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa borist, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra. Hún gerir niðurstöður ríkisreiknings, sem birtar voru í síðustu viku, að umræðuefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Eins og fram hefur komið var rösklega 40 milljarða halli á ríkisreikningi umfram það sem búist hafði verið við. Ástæðan er einkum rakin til ríkisábyrgðar á innistæðum í SpKef.

Kjarnfóðurframleiðendur hækka verðskrána

Síðastliðinn mánuð hafa kjarnfóðursframleiðendur hækkað verðlista sína. Verðið er nú hærra en það hefur verið nokkurn tíma áður, miðað við upplýsingar frá Landssambandi kúabænda. Frá árinu 2010 hefur kjarnfóður hækkað í verði um rúm 37%.

Eignir í skattaskjólum mynda „risastórt svarthol“

Efnaðir einstaklingar og fjölskyldur þeirra geyma allt að 32 þúsund milljarða bandaríkjadala (næstum fjóra milljón milljarða króna) í skattaskjólum. Fyrir vikið tapast skattagreiðslur upp á 280 milljarða dala (næstum 35 þúsund milljarða króna).

Niðursveifla á mörkuðum, olíuverðið lækkar

Töluverð niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Samhliða þessu hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um helgina sem og gengi evrunnar en það hefur ekki verið lægra gagnvart dollaranum í tvö ár.

Enn hækkar metaneldsneytið

Verð fyrir rúmmetra af metaneldsneyti á bíla var hækkað um 19 krónur fyrir helgi og kostar hann nú 149 krónur.

ECB endurheimtir 600 milljarða frá íslensku bönkunum

Evrópski seðlabankinn, ECB, hefur nú endurheimt að fullu lán að fjárhæð fjórir milljarðar evra, eða rúmlega 600 milljarða króna sem veittir höfðu verið dótturfélögum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í Lúxemburg í október 2008.

Styttist í uppgjör Facebook

Samskiptamiðillinn Facebook mun kynna fyrstu ársfjórðungstölur sínar í vikunni. Verður þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins síðan það var skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöllinni í New York fyrir nokkrum vikum.

Forstjóri Lenovo gefur bónusgreiðslu til starfsmanna

Forstjóri Lenovo vakti athygli á dögunum þegar hann gaf bónusgreiðslu sína til starfsmanna fyrirtækisins. Aðeins lægra settir starfsmenn fengu hluta af greiðslunni en heildarupphæðin nam rúmlega 370 milljónum króna.

Fá utanaðkomandi stjórnarformann

Ákveðið hefur verið að utanaðkomandi aðili verði næsti stjórnarformaður breska bankans Barclays, eftir því sem Financial Times fullyrðir.

Hættur daglegum afskiptum af rekstri dagblaða

Rupert Murdoch er hættur daglegum afskiptum af rekstri dagblaða sem eru í eigu fyrirtækis hans, News Corporation. Fyrirtækið er umsvifamikið í rekstri dagblaðaútgáfu, bókaútgáfu, á sjónvarpsmarkaði og kvikmyndamarkaði. Til stendur að skipta fyrirtækinu upp í tveinnt, annars vegar í fyrirtæki í rekstri dagblaða- og bókaútgáfu en hins vegar fyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöðvar og kvikmyndahús. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að búist sé við því að Murdoch gegni stjórnarformennsku í báðum fyrirtækjum en verði einungis forstjóri í sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækinu.

Spánverjar fá 100 milljarða evra

Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í dag að lána allt að veita spænska ríkinu allt að 100 milljarða evra, eða jafngildi 15.200 milljarða króna, lán svo hægt verði að endurfjármagna bankana. Samkvæmt frétt BBC mun nákvæm lánsfjárhæð þó ekki liggja fyrir fyrr en í september þegar spænska ríkið mun fá endurskoðaða reikninga bankanna í sínar hendur. Spánverjar munu þurfa að þróa og bæta reglugerðarumhverfi bankanna. Markaðurinn hefur ekki tekið vel í tíðindin og féllu hlutabréf um 5% vegna þeirra.

Kaupmáttur launa rýrnar

Vísitala kaupmáttar launa í júní er 111,0 stig og lækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%.

Fyrsta tapið hjá Microsoft síðan árið 1986

Hugbúnaðarrisinn Microsoft greindi frá því í gærkvöldi að hann hefði tapað tæplega 500 milljónum dollara, eða um 62 milljörðum kr. á öðrum ársfjórðungi ársins.

Olíuverðið hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka þrátt fyrir nýjar efnahagstölur frá Bandaríkjunum um að ekkert dragi úr atvinnuleysinu þar í landi.

Segir að forstjóri AGS valdi alls ekki starfi sínu

Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu.

Byggingakostnaður lækkar

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2012 er 115,1 stig sem er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8%, sem skýrir lækkun vísitölunnar.

Aflaverðmætið jókst um 25,5% á fyrrihluta ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 58,5 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2012 samanborið við 46,6 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11,9 milljarða eða 25,5% á milli ára.

Íbúðaverð í borginni hækkar áfram

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 341,3 stig í júní og hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði.

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast myndarlega þessa daganna. Gengisvísitalan er komin niður í tæp 215 stig og styrktist gengið því um tæpt prósent í gærdag.

Lyfjaverksmiðja gæti risið á Ásbrú

Til greina kemur að byggja upp lyfjaverksmiðju lyfjafyrirtækisins Alvogen í gamla sjúkrahúsi varnarliðsins á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, nú Ásbrú. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins, en áformin fengust ekki staðfest hjá Alvogen.

Velgengni Google heldur áfram

Ársfjórðungsuppgjör tæknirisans Google var kynnt í dag. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður sem og sölutekjur jukust þó nokkuð á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Skemmdarverk gagnvart íslensku atvinnulífi

Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, segir það skemmdarverk gagnvart íslensku atvinnulífi að Steingrímur J. Sigfússon, sjávar- og landbúnaðarráðherra, hafi neitað grænlensku skipi að landa markílfarmi sem veiddist í lögsögunni við Grænland.

Engar áhyggjur af offramleiðslu mjólkur á Íslandi

Á Íslandi er mjólkurframleiðsla ákveðin fyrirfram af ríkinu. Það sem framleitt er umfram áætlanir er selt úr landi. Því hafa íslenskir framleiðendur ekki áhyggjur af offramboði á mjólk, en fregnir hafa borist af offramleiðslu erlendis.

Lögreglurannsókn á máli Ármanns og Guðna fellur niður

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, hefur látið rannsókn á máli þeirra Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings Singer & Friedlander, og Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, niður falla. Málið tengist rannsókn bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna Roberts og Vincent Tchenguz við hinn fallna Kaupþing banka. Singer & Friedlander var sem kunnugt er breskt dótturfyrirtæki Kaupþings.

Aukaútgjöld ríkissjóðs skila sér ekki í sköttum

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir að fjörutíu og þriggja milljarða aukaútgjöld ríkissjóðs vegna meðal annars Spkef og tapreksturs Byggðastofnunar muni ekki skila sér í hærri sköttum og frekari niðurskurði á næsta ári. Ríkið mun taka lán vegna Spkef en vaxtakostnaður nemur fimm milljörðum króna.

Ársverðbólga niður í 4,7%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbóga muni lækka úr 5,4% í 4,7%, en Hagstofa Íslands birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs á morgun. Í fyrradag birtist spá greiningardeildar Arion banka, sem gerir ráð fyrir að ársverðbólga fari niður í 4,6%.

Ríkið eyddi tæpum 50 milljörðum umfram fjárlög

Þegar ríkisreikningur fyrir árið í fyrra er skoðaður kemur í ljós að gjöld ríkissjóðs eru tæplega 50 milljörðum kr. umfram bæði fjárlög og aukafjárlög. Samkvæmt lögum getur ríkissjóður ekki notað fé sitt nema fyrir slíku sé heimild í lögum.

Of mikið af mjólk í heiminum

Framboð á mjólk á heimsmarkaði er núna langt umfram eftirspurn. Það hefur leitt til verðlækkunar á mjólkurvörum, svo sem ostum, smjöri og mjólkurdufti.

Birgitta Haukdal í stjórn Leirlæks

Birgitta Haukdal söngkona er í varastjórn félagsins Leirlæk, sem P126 einkahlutafélag Benedikts Einarssonar, eiginmanns hennar, stofnaði á dögunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að tilgangur félagsins sé eignaumsýsla hvers konar, þar með talin kaup, sala og leiga fasteigna og lóða. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Benedikt ekki tjá sig um málið en félagið ku vera tíunda félagið sem skráð er á heimili þeirra í Garðabæ. Hin félögin eru ýmist skráð á Einar eða börn hans, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

Gengi krónunnar styrkist verulega

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega undanfarna daga og er greinilegt að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðamönnum eru að ná hámarki þessa dagana.

Ekkert lát á verðhækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er tunnan af Brent olíunni komin í tæpa 106 dollara og hefur hækkað um 2 dollara síðan í gærdag. Samsvarandi hækkanir hafa orðið á bandarísku léttolíunni sem nú er komin aftur yfir 90 dollara á tunnuna.

Notendum Facebook fækkar

Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments.

Sjá næstu 50 fréttir