Fleiri fréttir Sikiley rambar á barmi gjaldþrots Ítalska eyjan Sikiley rambar nú á barmi gjaldþrots. Ef stjórnvöld á Ítalíu grípa ekki inn í og reyna að koma skikki á gerspillt og lítt virkt stjórnkerfi Sikileyjar lendir eyjan í greiðslustöðvun í náinni framtíð. 18.7.2012 09:36 Olíuverðið fer aftur hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi aftur og hefur ekki verið hærra síðustu sjö vikur. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104 dollara og tunnan af bandarísku létttolíunni er komin í tæpa 90 dollara. 18.7.2012 09:16 Enn eitt gott uppgjör hjá Nordea Stórbankinn Nordea er sá banki á Norðurlöndunum sem hvað best hefur siglt í gegnum fjármálakreppuna. 18.7.2012 07:06 Óvissa um þróun atvinnuleysis í haust Hagfræðideild Landsbankans býst við því að þær atvinnuleysistölur sem eiga eftir að koma í sumar verði í samræmi við seinustu tölur. 18.7.2012 06:51 Office 2013 opinberað Nýjasta útgáfa Office hugbúnaðarpakkans verður sérsniðin að spjaldtölvum og snertiskjám. Loks verður hægt að vinna með PDF-skjöl að einhverju ráði en útlit og notendaviðmót uppfærslunnar tekur mið af Windows 8, væntanlegu stýrikerfi Microsoft. 17.7.2012 21:00 Þróttur í atvinnulífinu en hagvöxtur þyrfti að vera meiri Mun meiri þróttur virðist vera í atvinnulífinu en spár gerðu ráð fyrir, segir Hagfræðideild Landsbanka Íslands sem gerir atvinnuleysistölur að umræðuefni í daglegum pistli. Atvinnuleysi í júní mældist 4,8% en 6,7% í júní í fyrra. 17.7.2012 16:30 Spá verulegri lækkun verðbólgunnar Greiningardeild spáir 0,7% lækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan lækka og verða 4,6% í júlí, samanborið við 5,4% í júní. Samkvæmt spánni eru það fyrst og fremst útsöluáhrif fata- og skóverslunar sem hafa mikil áhrif á spána, en áhrifin munu svo ganga til baka að öllu leyti í ágúst og september. 17.7.2012 15:24 Býst við niðurstöðu með haustinu "Málið er í eðlilegum farvegi og við getum búist við niðurstöðu með haustinu," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um fréttir þess efnis að samkomulag um leigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo um leigu á landi að Grímsstöðum á Fjöllum sé í höfn. Nubo sagði í samtali við Bloomberg að samkomulagið yrði undirritað fyrir október. 17.7.2012 12:58 Nubo segir samkomulag í höfn um leigu Grímstaða á Fjöllum Kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo segir að hann hafi náð samkomulagi um leiguna á Grímsstöðum á Fjöllum og að formlega verði samkomulagið undirritað í síðasta lagi fyrir október n.k. 17.7.2012 08:03 Miklar hækkanir á verði fiskimjöls það sem af er ári Hátt verð á korni, sojabaunum og hveiti hefur valdið miklum hækkunum á verði á fiskimjöli þannig að góð loðnuvertíð gæti orðið íslenska þjóðarbúinu mikil búbót á komandi vetri. 17.7.2012 07:12 Hlutabréf í Facebook aftur í frjálsu falli Ekkert lát er á hremmingum eigenda Facebook hlutabréfa en þau voru nánast í frjálsu falli á Nasdag markaðinum í New York í gærkvöldi. 17.7.2012 06:49 Stærsti banki Evrópu í peningaþvætti fyrir fíkniefnagengi í Mexíkó HSBC stærsti banki Evrópu stundaði peningaþvætti um allan heiminn og þar á meðal fyrir stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó. 17.7.2012 06:31 Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaga námu rúmum 159 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 900 milljónir kr. milli mánaða. 17.7.2012 10:28 Heildaraflinn minnkaði um 25,7% milli ára í júní Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 25,7% minni en í júní í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 18,5% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði. 17.7.2012 09:43 Manchester United ennþá verðmætasta lið heimsins Þrátt fyrir magurt tímabil á síðasta vetri er enska fótboltaliðið Manchester United enn verðmætasta íþróttalið heimsins. 17.7.2012 06:51 Nýr forstjóri Yahoo! Enn á ný hafa orðið mannabreytingar í stjórn tæknifyrirtækisins Yahoo! Nýjasti forstjóri fyrirtækisins er Marissa Mayer en hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google, helsta samkeppnisaðila Yahoo! 16.7.2012 23:52 Nexus 7 fær glimrandi viðtökur Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean. 16.7.2012 20:00 Íslensku flugfélögin stundvís Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli héldu áætlun á fyrri hluta júlímánaðar og sömu sögu er að segja með komutíma sem standast nær alltaf áætlun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir að Icelandair hafi farið tæplega 900 ferðir til og frá landinu á síðustu tveimur vikum og hafi 90 prósent af þeim verið á réttum tíma. Tafirnar í mínútum talið voru fáar, segir á síðunni. Iceland Express flaug tæplega 160 sinnum og hélt áætlun félagsins í 94 prósent tilvika. Þá flaug WOW air 80 sinnum til og frá landinu og héldu áætlun í 96 prósent tilvika. 16.7.2012 15:45 Fasteignabóla ógnar norska hagkerfinu Vaxandi fasteignabóla er orðin ógn við efnahagsstöðugleikann í Noregi. Norðmenn hafa ekki tekið fleiri lán til íbúðakaupa síðan árið 2008. 16.7.2012 09:16 Telja svindlað með olíuverðið svipað og Libor vextina Alþjóðasamtök fjármálaeftirlita (IOSCO) telja að svipað svindl sé í gangi með heimsmarkaðsverð á olíu og átt hefur sér stað með Libor vextina. 16.7.2012 08:43 Danir borða hollari mat í kreppunni Kreppan hefur gert það að verkum að Danir borða nú mun hollari mat en þeir gerðu áður en kreppan skall á árið 2008. 16.7.2012 06:35 Kortanotkun landsmanna heldur áfram að aukast Töluverð aukning varð á notkun bæði debet og kreditkorta landsmanna í júní s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. 16.7.2012 06:13 Milljarða hagræðing í bígerð hjá ríkinu Gerð verður krafa um fimm til tíu milljarða króna hagræðingu í rekstri ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vinna við það er nú á lokastigi. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins í dag. 15.7.2012 20:05 Ákærur vegna Libor-hneykslisins í farvatninu Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að undirbúa málaferli gegn fjármálastofnunum og starfsmönnum þeirra vegna LIBOR-hneykslisins. Meira en 10 stórir bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi eru í skotlínunni. Frá þessu er greint í fréttum The New York Times. 15.7.2012 18:09 Tap á rekstri safna Milljóna tap varð á rekstri Héraðsskjalasafns Austurlands og Minjasafns Austurlands á síðasta ári. Þetta kemur frá fréttavefnum Austurglugginn. Héraðsskjalasafnið tapaði rúmum fimm milljónum króna en í fundargerð stjórnar segir að hallareksturinn sé meðal annars tilkominn vegna launhækkana. Hallarekstur Minjasafnins nam þemur og hálfri milljón króna. 15.7.2012 12:51 Telur fjármál sveitarfélaga þokast í rétta átt Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir telur fjármál sveitarfélaganna vera að þokast í rétta átt þó erfið mál hafi komið upp hjá sumum þeirra. Eftirlitsnefnd vill endurskoða fjármál um þriðjungs þeirra. 15.7.2012 12:43 BlackBerry í andarslitrunum BlackBerry snjallsímarnir mega muna sinn fífil fegurri en fyrir um fjórum árum voru þeir heitasta græjan á markaði. Í dag eru þeir "á dánarbeðinu" að mati fjárfesta. 15.7.2012 10:26 Íslandsbanki afskrifar skuldir Árvakurs í annað sinn á þremur árum Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. 14.7.2012 19:26 Kannski rétt að takmarka veiðar á ýsu Ef dregið hefði verið meira úr ýsuveiðum síðastliðin ár hefði verið hægt að nýta sterka stofna betur. Þetta segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar sem vill skoða hvort rétt sé að takmarka veiðar á ákveðnum svæðum til að vernda stofninn. 14.7.2012 19:36 Fjölmörg sveitarfélög með slæma skuldastöðu Fjármál hátt í þrjátíu sveitarfélaga þarfnast skoðunar annað hvort vegna slæmrar skuldastöðu eða rekstrarhalla. Öll hafa þau fengið sent bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna þessa. 14.7.2012 18:34 Kaupin eru gleðitíðindi fyrir Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segist fagna kaupum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á hlut í fyrirtækinu. Unnið er að skráningu félagsins í Kauphöllina en miðað við kaup lífeyrissjóðsins er verðmæti félagsins 36 milljarðar króna. Bandaríkjamenn sem keyptu hlutabréf í Eimskip eftir hrun hafa hagnast vel á fjárfestingu sinni. 14.7.2012 12:34 Alvarlegt ástand á ýsustofninum Ástand ýsustofnsins er alvarlegt að mati formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann telur að það geta haft veruleg áhrif á útgerðirnar að minnka þurfi ýsukvótann og valdið erfiðleikum í stýringu á veiðunum. 14.7.2012 12:27 Leigumarkaður á Vestfjörðum glæðist Þinglýstum leigusamningum á Vestfjörðum fjölgar milli ára. Samkvæmt mánaðarlegri samantekt Þjóðskrár Íslands var sjö leigusamningum þinglýst í fjórðungnum í júní. Það er þremur fleiri en á sama tíma í fyrra og nemur hækkunin því sjötíuogfimm prósentum. 14.7.2012 10:36 Skattrannsóknarstjóri rannsakar sjómenn Um tuttugu íslenskir sjómenn sem eiga lögheimili utan landsteinanna eru nú til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Einstaklingarnir starfa allir fyrir sömu fyrirtækjasamstæðu. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, en ekki kemur fram um hvaða fyrirtæki er að ræða. Þónokkur íslensk útvegsfyrirtæki eru með starfsemi erlendis, þeirra umsvifamest er Samherji. Sjómennirnir sem um ræðir starfa ekki á Íslandi en til rannsóknar er hvort þeim beri engu að síður að greiða tekjuskatt hér, en slíkt á við um þá sem eru samtals 183 daga hér á landi á hverju 12 mánaða tímabili. 14.7.2012 10:10 Gylfi: Nauðsynlegt að halda áfram Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. "Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram,“ segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. 13.7.2012 22:18 Selja 7% hlut hvor Stjórnendur Eimskips staðfestu í kvöld frétt Stöðvar 2 og Vísis að stærstu hluthafar félagsins, gamli Landsbankinn og Yucaipa, hyggjast selja 14% hlut í félaginu. Kaupverðið er 5,7 milljarðar króna. Hvor aðili um sig selur 14 milljónir bréfa en kaupandinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna. 13.7.2012 21:08 Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskip af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. 13.7.2012 19:10 Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar. 13.7.2012 15:43 Prentrisi kaupir Plastprent Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf. hafa skrifað undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti ehf., sem er að fullu í eigu Framtakssjóðsins. Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki gildi fyrr en að lokinni umfjöllun þess. 13.7.2012 13:17 Atvinnuleysið komið undir 5% Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig. 13.7.2012 12:57 Segja Heiðar Má fara með rangt mál Tveir hagfræðingar á rannsókna- og spádeild Seðlabankans segja að Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir fari með rangt mál þegar hann fullyrði að kaupmáttur hér sé á pari við það sem hann var árið 1993. Þeir segja Heiðar tvíreikna gengisáhrifin inn í útreikninga sína. 13.7.2012 12:15 Margrét Guðmundsdóttir kjörin formaður stjórnar N1 Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins. Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár. 13.7.2012 10:17 Gammel Dansk er komið í norska eigu Hinn þekkti danski snaps Gammel Dansk er kominn í norska eigu. Eins og raunar aðrir danskir eðalsnapsar eins og Álaborgar ákavíti og Bröndum. 13.7.2012 10:15 Hættir störfum hjá Austurbrú eftir um þriggja mánaða starf Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl sl. og hefur hann unnið að stofnun Austurbrúar og þeim breytingum sem fylgja sameiningu þeirra stoðstofnana sem nú mynda Austurbrú ses. 13.7.2012 09:42 Digg seld keppinauti sínum Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna. 13.7.2012 09:33 Sjá næstu 50 fréttir
Sikiley rambar á barmi gjaldþrots Ítalska eyjan Sikiley rambar nú á barmi gjaldþrots. Ef stjórnvöld á Ítalíu grípa ekki inn í og reyna að koma skikki á gerspillt og lítt virkt stjórnkerfi Sikileyjar lendir eyjan í greiðslustöðvun í náinni framtíð. 18.7.2012 09:36
Olíuverðið fer aftur hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi aftur og hefur ekki verið hærra síðustu sjö vikur. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104 dollara og tunnan af bandarísku létttolíunni er komin í tæpa 90 dollara. 18.7.2012 09:16
Enn eitt gott uppgjör hjá Nordea Stórbankinn Nordea er sá banki á Norðurlöndunum sem hvað best hefur siglt í gegnum fjármálakreppuna. 18.7.2012 07:06
Óvissa um þróun atvinnuleysis í haust Hagfræðideild Landsbankans býst við því að þær atvinnuleysistölur sem eiga eftir að koma í sumar verði í samræmi við seinustu tölur. 18.7.2012 06:51
Office 2013 opinberað Nýjasta útgáfa Office hugbúnaðarpakkans verður sérsniðin að spjaldtölvum og snertiskjám. Loks verður hægt að vinna með PDF-skjöl að einhverju ráði en útlit og notendaviðmót uppfærslunnar tekur mið af Windows 8, væntanlegu stýrikerfi Microsoft. 17.7.2012 21:00
Þróttur í atvinnulífinu en hagvöxtur þyrfti að vera meiri Mun meiri þróttur virðist vera í atvinnulífinu en spár gerðu ráð fyrir, segir Hagfræðideild Landsbanka Íslands sem gerir atvinnuleysistölur að umræðuefni í daglegum pistli. Atvinnuleysi í júní mældist 4,8% en 6,7% í júní í fyrra. 17.7.2012 16:30
Spá verulegri lækkun verðbólgunnar Greiningardeild spáir 0,7% lækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan lækka og verða 4,6% í júlí, samanborið við 5,4% í júní. Samkvæmt spánni eru það fyrst og fremst útsöluáhrif fata- og skóverslunar sem hafa mikil áhrif á spána, en áhrifin munu svo ganga til baka að öllu leyti í ágúst og september. 17.7.2012 15:24
Býst við niðurstöðu með haustinu "Málið er í eðlilegum farvegi og við getum búist við niðurstöðu með haustinu," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um fréttir þess efnis að samkomulag um leigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo um leigu á landi að Grímsstöðum á Fjöllum sé í höfn. Nubo sagði í samtali við Bloomberg að samkomulagið yrði undirritað fyrir október. 17.7.2012 12:58
Nubo segir samkomulag í höfn um leigu Grímstaða á Fjöllum Kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo segir að hann hafi náð samkomulagi um leiguna á Grímsstöðum á Fjöllum og að formlega verði samkomulagið undirritað í síðasta lagi fyrir október n.k. 17.7.2012 08:03
Miklar hækkanir á verði fiskimjöls það sem af er ári Hátt verð á korni, sojabaunum og hveiti hefur valdið miklum hækkunum á verði á fiskimjöli þannig að góð loðnuvertíð gæti orðið íslenska þjóðarbúinu mikil búbót á komandi vetri. 17.7.2012 07:12
Hlutabréf í Facebook aftur í frjálsu falli Ekkert lát er á hremmingum eigenda Facebook hlutabréfa en þau voru nánast í frjálsu falli á Nasdag markaðinum í New York í gærkvöldi. 17.7.2012 06:49
Stærsti banki Evrópu í peningaþvætti fyrir fíkniefnagengi í Mexíkó HSBC stærsti banki Evrópu stundaði peningaþvætti um allan heiminn og þar á meðal fyrir stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó. 17.7.2012 06:31
Eignir tryggingarfélaga lækka Heildareignir tryggingarfélaga námu rúmum 159 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 900 milljónir kr. milli mánaða. 17.7.2012 10:28
Heildaraflinn minnkaði um 25,7% milli ára í júní Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 25,7% minni en í júní í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 18,5% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði. 17.7.2012 09:43
Manchester United ennþá verðmætasta lið heimsins Þrátt fyrir magurt tímabil á síðasta vetri er enska fótboltaliðið Manchester United enn verðmætasta íþróttalið heimsins. 17.7.2012 06:51
Nýr forstjóri Yahoo! Enn á ný hafa orðið mannabreytingar í stjórn tæknifyrirtækisins Yahoo! Nýjasti forstjóri fyrirtækisins er Marissa Mayer en hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google, helsta samkeppnisaðila Yahoo! 16.7.2012 23:52
Nexus 7 fær glimrandi viðtökur Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean. 16.7.2012 20:00
Íslensku flugfélögin stundvís Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli héldu áætlun á fyrri hluta júlímánaðar og sömu sögu er að segja með komutíma sem standast nær alltaf áætlun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir að Icelandair hafi farið tæplega 900 ferðir til og frá landinu á síðustu tveimur vikum og hafi 90 prósent af þeim verið á réttum tíma. Tafirnar í mínútum talið voru fáar, segir á síðunni. Iceland Express flaug tæplega 160 sinnum og hélt áætlun félagsins í 94 prósent tilvika. Þá flaug WOW air 80 sinnum til og frá landinu og héldu áætlun í 96 prósent tilvika. 16.7.2012 15:45
Fasteignabóla ógnar norska hagkerfinu Vaxandi fasteignabóla er orðin ógn við efnahagsstöðugleikann í Noregi. Norðmenn hafa ekki tekið fleiri lán til íbúðakaupa síðan árið 2008. 16.7.2012 09:16
Telja svindlað með olíuverðið svipað og Libor vextina Alþjóðasamtök fjármálaeftirlita (IOSCO) telja að svipað svindl sé í gangi með heimsmarkaðsverð á olíu og átt hefur sér stað með Libor vextina. 16.7.2012 08:43
Danir borða hollari mat í kreppunni Kreppan hefur gert það að verkum að Danir borða nú mun hollari mat en þeir gerðu áður en kreppan skall á árið 2008. 16.7.2012 06:35
Kortanotkun landsmanna heldur áfram að aukast Töluverð aukning varð á notkun bæði debet og kreditkorta landsmanna í júní s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. 16.7.2012 06:13
Milljarða hagræðing í bígerð hjá ríkinu Gerð verður krafa um fimm til tíu milljarða króna hagræðingu í rekstri ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vinna við það er nú á lokastigi. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins í dag. 15.7.2012 20:05
Ákærur vegna Libor-hneykslisins í farvatninu Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að undirbúa málaferli gegn fjármálastofnunum og starfsmönnum þeirra vegna LIBOR-hneykslisins. Meira en 10 stórir bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi eru í skotlínunni. Frá þessu er greint í fréttum The New York Times. 15.7.2012 18:09
Tap á rekstri safna Milljóna tap varð á rekstri Héraðsskjalasafns Austurlands og Minjasafns Austurlands á síðasta ári. Þetta kemur frá fréttavefnum Austurglugginn. Héraðsskjalasafnið tapaði rúmum fimm milljónum króna en í fundargerð stjórnar segir að hallareksturinn sé meðal annars tilkominn vegna launhækkana. Hallarekstur Minjasafnins nam þemur og hálfri milljón króna. 15.7.2012 12:51
Telur fjármál sveitarfélaga þokast í rétta átt Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir telur fjármál sveitarfélaganna vera að þokast í rétta átt þó erfið mál hafi komið upp hjá sumum þeirra. Eftirlitsnefnd vill endurskoða fjármál um þriðjungs þeirra. 15.7.2012 12:43
BlackBerry í andarslitrunum BlackBerry snjallsímarnir mega muna sinn fífil fegurri en fyrir um fjórum árum voru þeir heitasta græjan á markaði. Í dag eru þeir "á dánarbeðinu" að mati fjárfesta. 15.7.2012 10:26
Íslandsbanki afskrifar skuldir Árvakurs í annað sinn á þremur árum Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. 14.7.2012 19:26
Kannski rétt að takmarka veiðar á ýsu Ef dregið hefði verið meira úr ýsuveiðum síðastliðin ár hefði verið hægt að nýta sterka stofna betur. Þetta segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar sem vill skoða hvort rétt sé að takmarka veiðar á ákveðnum svæðum til að vernda stofninn. 14.7.2012 19:36
Fjölmörg sveitarfélög með slæma skuldastöðu Fjármál hátt í þrjátíu sveitarfélaga þarfnast skoðunar annað hvort vegna slæmrar skuldastöðu eða rekstrarhalla. Öll hafa þau fengið sent bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna þessa. 14.7.2012 18:34
Kaupin eru gleðitíðindi fyrir Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segist fagna kaupum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á hlut í fyrirtækinu. Unnið er að skráningu félagsins í Kauphöllina en miðað við kaup lífeyrissjóðsins er verðmæti félagsins 36 milljarðar króna. Bandaríkjamenn sem keyptu hlutabréf í Eimskip eftir hrun hafa hagnast vel á fjárfestingu sinni. 14.7.2012 12:34
Alvarlegt ástand á ýsustofninum Ástand ýsustofnsins er alvarlegt að mati formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann telur að það geta haft veruleg áhrif á útgerðirnar að minnka þurfi ýsukvótann og valdið erfiðleikum í stýringu á veiðunum. 14.7.2012 12:27
Leigumarkaður á Vestfjörðum glæðist Þinglýstum leigusamningum á Vestfjörðum fjölgar milli ára. Samkvæmt mánaðarlegri samantekt Þjóðskrár Íslands var sjö leigusamningum þinglýst í fjórðungnum í júní. Það er þremur fleiri en á sama tíma í fyrra og nemur hækkunin því sjötíuogfimm prósentum. 14.7.2012 10:36
Skattrannsóknarstjóri rannsakar sjómenn Um tuttugu íslenskir sjómenn sem eiga lögheimili utan landsteinanna eru nú til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Einstaklingarnir starfa allir fyrir sömu fyrirtækjasamstæðu. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, en ekki kemur fram um hvaða fyrirtæki er að ræða. Þónokkur íslensk útvegsfyrirtæki eru með starfsemi erlendis, þeirra umsvifamest er Samherji. Sjómennirnir sem um ræðir starfa ekki á Íslandi en til rannsóknar er hvort þeim beri engu að síður að greiða tekjuskatt hér, en slíkt á við um þá sem eru samtals 183 daga hér á landi á hverju 12 mánaða tímabili. 14.7.2012 10:10
Gylfi: Nauðsynlegt að halda áfram Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. "Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram,“ segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga. 13.7.2012 22:18
Selja 7% hlut hvor Stjórnendur Eimskips staðfestu í kvöld frétt Stöðvar 2 og Vísis að stærstu hluthafar félagsins, gamli Landsbankinn og Yucaipa, hyggjast selja 14% hlut í félaginu. Kaupverðið er 5,7 milljarðar króna. Hvor aðili um sig selur 14 milljónir bréfa en kaupandinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna. 13.7.2012 21:08
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskip af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. 13.7.2012 19:10
Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar. 13.7.2012 15:43
Prentrisi kaupir Plastprent Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf. hafa skrifað undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti ehf., sem er að fullu í eigu Framtakssjóðsins. Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki gildi fyrr en að lokinni umfjöllun þess. 13.7.2012 13:17
Atvinnuleysið komið undir 5% Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig. 13.7.2012 12:57
Segja Heiðar Má fara með rangt mál Tveir hagfræðingar á rannsókna- og spádeild Seðlabankans segja að Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir fari með rangt mál þegar hann fullyrði að kaupmáttur hér sé á pari við það sem hann var árið 1993. Þeir segja Heiðar tvíreikna gengisáhrifin inn í útreikninga sína. 13.7.2012 12:15
Margrét Guðmundsdóttir kjörin formaður stjórnar N1 Margrét Guðmundsdóttir var í gær kjörin formaður stjórnar N1 í kjölfar stjórnarkjörs á hluthafafundi félagsins. Margrét hefur setið í stjórn N1 í eitt ár. 13.7.2012 10:17
Gammel Dansk er komið í norska eigu Hinn þekkti danski snaps Gammel Dansk er kominn í norska eigu. Eins og raunar aðrir danskir eðalsnapsar eins og Álaborgar ákavíti og Bröndum. 13.7.2012 10:15
Hættir störfum hjá Austurbrú eftir um þriggja mánaða starf Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl sl. og hefur hann unnið að stofnun Austurbrúar og þeim breytingum sem fylgja sameiningu þeirra stoðstofnana sem nú mynda Austurbrú ses. 13.7.2012 09:42
Digg seld keppinauti sínum Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna. 13.7.2012 09:33