Telja svindlað með olíuverðið svipað og Libor vextina 16. júlí 2012 08:43 Alþjóðasamtök fjármálaeftirlita (IOSCO) telja að svipað svindl sé í gangi með heimsmarkaðsverð á olíu og átt hefur sér stað með Libor vextina. Þetta kemur fram í skýrslu sem samtökin hafa gert fyrir G20 ríkin. Samtökin segja að kerfi það sem sett hefur verið upp til að ákveða heimsmarkaðsverð á olíu hverju sinni sé álíka varnarlaust fyrir samráði og svindli seljenda olíunnar og kerfið sem sett var upp til að ákveða Libor vextina. Fjallað er um málið í blaðinu Telegraph og þar segir að nefndin sem upplýsti um Libor svindlið hafi áhuga á að rannsaka aðra markaði sem eru svipaðir að uppbyggingu Libor vextirnir. Fram kemur í Telegraph að olíuverðið sé ákveðið á grundvelli upplýsinga og gagna sem olíufélögin, bankar og aðrir sem versla með olíu gefa upp, Þetta segir IOSCO að opni fyrir margvíslega möguleika á svindli með verðið. Það eru samtökin Platts og Argus sem setja fram heimsmarkaðsverð á olíu í samræmi við fyrrgreind gögn og upplýsingar. Þar á bæ verjast menn þessum ásökunum með því að segja að þeir hafi blaðamenn að störfum sem rannsaki hvort upplýsingar sem berast frá olíufélögunum og bönkunum séu réttar. Á móti segir í skýrslu IOSCO að kerfið sé þar með mjög háð reynslu og þekkingu viðkomandi blaðamanna. Þar að auki séu Platts og Argus háð þeim greiðslum sem samtökin fá frá viðkomandi olíufélögum og bönkum og því séu þau kannski ekki hlutlausir aðilar í ferlinu. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alþjóðasamtök fjármálaeftirlita (IOSCO) telja að svipað svindl sé í gangi með heimsmarkaðsverð á olíu og átt hefur sér stað með Libor vextina. Þetta kemur fram í skýrslu sem samtökin hafa gert fyrir G20 ríkin. Samtökin segja að kerfi það sem sett hefur verið upp til að ákveða heimsmarkaðsverð á olíu hverju sinni sé álíka varnarlaust fyrir samráði og svindli seljenda olíunnar og kerfið sem sett var upp til að ákveða Libor vextina. Fjallað er um málið í blaðinu Telegraph og þar segir að nefndin sem upplýsti um Libor svindlið hafi áhuga á að rannsaka aðra markaði sem eru svipaðir að uppbyggingu Libor vextirnir. Fram kemur í Telegraph að olíuverðið sé ákveðið á grundvelli upplýsinga og gagna sem olíufélögin, bankar og aðrir sem versla með olíu gefa upp, Þetta segir IOSCO að opni fyrir margvíslega möguleika á svindli með verðið. Það eru samtökin Platts og Argus sem setja fram heimsmarkaðsverð á olíu í samræmi við fyrrgreind gögn og upplýsingar. Þar á bæ verjast menn þessum ásökunum með því að segja að þeir hafi blaðamenn að störfum sem rannsaki hvort upplýsingar sem berast frá olíufélögunum og bönkunum séu réttar. Á móti segir í skýrslu IOSCO að kerfið sé þar með mjög háð reynslu og þekkingu viðkomandi blaðamanna. Þar að auki séu Platts og Argus háð þeim greiðslum sem samtökin fá frá viðkomandi olíufélögum og bönkum og því séu þau kannski ekki hlutlausir aðilar í ferlinu.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira