Viðskipti innlent

5.200 tonn flutt frá Vopnafirði

Vertíðin er nú í hámarki.
Vertíðin er nú í hámarki. fréttablaðið/óskar
Góðir markaðir eru fyrir loðnuafurðir um þessar mundir. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að 5.200 tonn af loðnuafurðum hafa verið flutt út frá áramótum á Vopnafirði. Áætlað er að skipa út 13 þúsund tonnum af mjöli og lýsi á fyrsta ársfjórðungi.

Svavar Svavarsson, markaðsstjóri HB Granda, segir vinnslu ganga vel enda loðnan stór og góð. Afskipanir eru hraðar og birgðir litlar. Það er mikilvægt nú þegar loðnuvertíðin er að komast á fullan skrið, eftir að loðnan tók að ganga upp á grunnið við suðaustanvert landið. Miklu skiptir að afskipun séu í samræmi við framleiðsluna, að sögn Svavars. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×