Gólfefni sem henta jafnt í bílskúra og snyrtingar sem í virkjanir 14. febrúar 2012 11:00 Gólflagnir hafa verið leiðandi í lagningu iðnaðargólfa og við höfum rutt brautina fyrir nýjungar,“ segir Níels Steinar Jónsson, einn þriggja eigenda Gólflagna. Ásamt honum eiga Anna María Clausen og Magnús Valdimarsson fyrirtækið og starfa þau þar öll þrjú. Gólflagnir bjóða upp á gólfefni sem einu nafni eru kölluð fjölliðunargólfefni. "Það þýðir í stuttu máli að efnin eru tveggja og þriggja þátta og blönduð á staðnum,“ útskýrir Níels og heldur áfram: "Þetta eru epoxy- eða polyurethan-bundin fylliefni sem aftur eru af ýmsum gerðum.“ Iðnaðargólfin eru af ýmsum toga og henta við mjög fjölbreyttar aðstæður. "Gólfin eru jafnan kölluð kvartsgólf, steinteppi eða epoxygólf,“ segir Níels en öll hráefni sem notuð eru í gólfin koma frá fyrirtækinu Vesla Coating í Danmörku og innflutt fylliefni frá Dansk Kvarts. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki Níels segir hóp viðskiptavina afar breiðan. "Við leggjum til dæmis gólfefni á bílskúra, þvottahús og jafnvel á heilu íbúðirnar hjá einstaklingum, ásamt því að leggja gólfefni í frystihús og virkjanir og allt þar á milli,“ segir Níels. Gólflagnir hafa einnig starfað utan landsteinanna til dæmis í Noregi, Færeyjum, Grænlandi og víða í Evrópu. "Við erum um þessar mundir að klára lagningu á samtals fimm þúsund fermetrum af gólfefnum í Norður-Noregi fyrir Aker Seafoods og Nergård AS,“ upplýsir hann og bætir við að fyrirhuguð séu verkefni í Færeyjum, Noregi, Grænlandi og Möltu á árinu. Hvers vegna epoxygólf? Níels segir iðnaðargólfin frá Gólflögnum hafa mjög marga kosti. "Þau eru samskeytalaus og því auðveld í þrifum. Þá eru þau efnaþolin og þannig kjörin þar sem fram fer matvælavinnsla,“ segir Níels og áréttar að epoxygólfin henti jafnt í fjósum, gripahúsum og sláturhúsum upp í mjólkurstöðvar, fiskvinnslur, eldhús og verslanir. Vinsæl steinteppi Steinteppi er vel þekkt gólfefni í dag og hafa Gólflagnir lagt sitt af mörkum til að koma þessu gólfefni á markað. "Við höfum verið brautryðjendur í að kynna steinteppi auk þess sem við höfum staðið fyrir kynningum og nýjungum,“ segir Níels en stoltastur er hann af eigin framleiðslu Gólflagna. "Það er Stokksnesperla sem ber það heiti þar sem hráefnið á uppruna sinn úr fjörunni við Stokksnes. Steinninn er sjávarsorfinn og blanda af ýmsum steintegundum sem gerir þetta gólfefni einstaklega fallegt bæði sem steinteppi og epoxy-terrazzo,“ segir Níels en efnið í steinteppið er unnið í samstarfi við Litlahorn. "Frá hruni höfum við varla lagt aðra gerð af steinteppum en Stokksnesperlu og eru það orðnir um 16 þúsund fermetrar í dag. Veita ráðgjöf Níels segir mikilvægt fyrir þá sem hugi að lagningu gólfefna að huga að því í tíma. "Við förum vítt og breitt og skoðum verkefni, gefum ráðleggingar, gerum kostnaðaráætlanir og tilboð kúnnum okkar að kostnaðarlausu,“ segir hann og leggur áherslu á að þetta sé mikilvægur þáttur í þjónustu Gólflagna. Enda telji hann mikilvægt að viðskiptavinurinn viti strax frá upphafi hvað verkið muni kosta. Nánari upplýsingar má fá á www.golflagnir.is eða á skrifstofu Gólflagna í síma 564 1740. Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Gólflagnir hafa verið leiðandi í lagningu iðnaðargólfa og við höfum rutt brautina fyrir nýjungar,“ segir Níels Steinar Jónsson, einn þriggja eigenda Gólflagna. Ásamt honum eiga Anna María Clausen og Magnús Valdimarsson fyrirtækið og starfa þau þar öll þrjú. Gólflagnir bjóða upp á gólfefni sem einu nafni eru kölluð fjölliðunargólfefni. "Það þýðir í stuttu máli að efnin eru tveggja og þriggja þátta og blönduð á staðnum,“ útskýrir Níels og heldur áfram: "Þetta eru epoxy- eða polyurethan-bundin fylliefni sem aftur eru af ýmsum gerðum.“ Iðnaðargólfin eru af ýmsum toga og henta við mjög fjölbreyttar aðstæður. "Gólfin eru jafnan kölluð kvartsgólf, steinteppi eða epoxygólf,“ segir Níels en öll hráefni sem notuð eru í gólfin koma frá fyrirtækinu Vesla Coating í Danmörku og innflutt fylliefni frá Dansk Kvarts. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki Níels segir hóp viðskiptavina afar breiðan. "Við leggjum til dæmis gólfefni á bílskúra, þvottahús og jafnvel á heilu íbúðirnar hjá einstaklingum, ásamt því að leggja gólfefni í frystihús og virkjanir og allt þar á milli,“ segir Níels. Gólflagnir hafa einnig starfað utan landsteinanna til dæmis í Noregi, Færeyjum, Grænlandi og víða í Evrópu. "Við erum um þessar mundir að klára lagningu á samtals fimm þúsund fermetrum af gólfefnum í Norður-Noregi fyrir Aker Seafoods og Nergård AS,“ upplýsir hann og bætir við að fyrirhuguð séu verkefni í Færeyjum, Noregi, Grænlandi og Möltu á árinu. Hvers vegna epoxygólf? Níels segir iðnaðargólfin frá Gólflögnum hafa mjög marga kosti. "Þau eru samskeytalaus og því auðveld í þrifum. Þá eru þau efnaþolin og þannig kjörin þar sem fram fer matvælavinnsla,“ segir Níels og áréttar að epoxygólfin henti jafnt í fjósum, gripahúsum og sláturhúsum upp í mjólkurstöðvar, fiskvinnslur, eldhús og verslanir. Vinsæl steinteppi Steinteppi er vel þekkt gólfefni í dag og hafa Gólflagnir lagt sitt af mörkum til að koma þessu gólfefni á markað. "Við höfum verið brautryðjendur í að kynna steinteppi auk þess sem við höfum staðið fyrir kynningum og nýjungum,“ segir Níels en stoltastur er hann af eigin framleiðslu Gólflagna. "Það er Stokksnesperla sem ber það heiti þar sem hráefnið á uppruna sinn úr fjörunni við Stokksnes. Steinninn er sjávarsorfinn og blanda af ýmsum steintegundum sem gerir þetta gólfefni einstaklega fallegt bæði sem steinteppi og epoxy-terrazzo,“ segir Níels en efnið í steinteppið er unnið í samstarfi við Litlahorn. "Frá hruni höfum við varla lagt aðra gerð af steinteppum en Stokksnesperlu og eru það orðnir um 16 þúsund fermetrar í dag. Veita ráðgjöf Níels segir mikilvægt fyrir þá sem hugi að lagningu gólfefna að huga að því í tíma. "Við förum vítt og breitt og skoðum verkefni, gefum ráðleggingar, gerum kostnaðaráætlanir og tilboð kúnnum okkar að kostnaðarlausu,“ segir hann og leggur áherslu á að þetta sé mikilvægur þáttur í þjónustu Gólflagna. Enda telji hann mikilvægt að viðskiptavinurinn viti strax frá upphafi hvað verkið muni kosta. Nánari upplýsingar má fá á www.golflagnir.is eða á skrifstofu Gólflagna í síma 564 1740.
Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira