Fleiri fréttir

Uppfærsla gerir út um símavandamál skeggjaðra

Skeggjaðir menn hafa lent í vandræðum með snertiskjásímana sína sem lýsir sér þannig að skeggið skellir á viðmælendur. Fyrir suma ætti að vera einfalt mál að leysa vandann.

Helga Björk Eiríksdóttir ráðin til Marel

Helga Björk Eiríksdóttir hefur verið ráðin fjárfesta- og almannatengill hjá Marel hf. og tekur við starfinu af Jóni Inga Herbertssyni, sem nú hefur látið af störfum.

Papademos varar við efnahagshamförum ef neyðarlán fást ekki

Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fimm ráðherrar í ríkisstjórn Lucas Papademos forsætisráðherra sögðu af sér í dag vegna ágreinings um nýja ríkisfjármálaáætlun landsins, en viðræður vegna hennar hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði.

Lánshæfi 34 ítalskra banka lækkað

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfi 34 ítalskra banka vegna slæmra framtíðarhorfa í landinu. Einkunnin lækkaði í janúar sl. um tvo flokka, úr A í BBB+ og því hefur einkunnin lækkað um þrjá flokka á skömmum tíma.

Söluferli Iceland Foods framlengt

Félögin tvö sem sögð eru hafa átt hæsta boð í Iceland verslunarkeðjuna hafa bæði farið fram á fresti til þess að gera frekari áreiðanleikönnun á fyrirtækinu. Því mun dragast að gefið verði út hver átti hæsta boðið í keðjuna.

Skammtímareddingar með lánum úr styrktarsjóðum

Í bókhaldi Baugs Group eru færð lán frá Hugverkasjóði, Sólarsjóði og Styrktarsjóði í árslok 2008 og í ársbyrjun 2009, samkvæmt upplýsingum frá Erlendi Gíslasyni, skiptastjóra Þrotabús Baugs. Fjallað er um lánveitingarnar í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þrotabús Baugs gegn þrotabúi SPRON til riftunar á 100 milljóna króna greiðslu Baugs til SPRON á árinu 2008. Krafan um riftun er gerð á þeirri forsendu að Baugur hafi verið orðinn ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi.

Flogið til þriggja nýrra áfangastaða

Iceland Express verður með áætlunarflug til þriggja nýrra áfangastaða og höfuðborga næsta sumar en það eru Prag í Tékklandi, Vilnius í Litháen og Edinborg í Skotlandi. Í heildina verður því flogið til sextán áfangastaða í Evrópu á komandi sumri og er þetta ein viðamesta sumaráætlun í sögu félagsins.

Gengisfall krónunnar hefur stöðvast

Eftir umtalsverða veikingu á gengi krónunnar í janúarmánuði hefur lítil breyting verið á því það sem af er febrúar. Má því segja að í heild að gengi hennar hafi verið nokkuð stöðugt, og raunar hafa gengissveiflur krónu ekki verið jafn litlar á tveggja vikna tímabili og undanfarnar vikur síðan í kring um mánaðamótin nóvember/desember á síðasta ári.

Yfir 23.500 einstaklingar á bannskránni

Alls eru 23.510 einstaklingar nú á svokallaðri bannskrá Þjóðskrár Íslands. Séu menn skráðir á bannskrá eiga þeir hvorki að fá sendan markpóst, sem sendur er eftir úrtaki úr þjóðskrá, né lenda í úrtaki skoðanakannana.

Hóta Arion banka sektum

Breyti Arion banki ekki verklagi sínu við skráningu kennitalna við gjaldeyrisviðskipti hyggst Persónuvernd beita bankann dagsektum.

Forstjóri Pimco gefur lítið fyrir áætlun Grikkja

Mohamed El-Erian forstjóri Pimco stærsta skuldabréfasjóðs heimsins og einn af helstu þungaviktarmönnunum í alþjóðlegum fjármálum gefur lítið fyrir samkomulagið sem grísku stjórnarflokkarnar lögðu fyrir fund fjármálaráðherra evrusvæðisins í gærkvöldi.

Auglýsingatekjur RÚV minnka um 200 milljónir

Í drögum að frumvarpi um starfsemi RÚV eru lagðar ýmiss konar takmarkanir á þátttöku fyrirtækisins á samkeppnismarkaði. Tekjur vegna sjónvarpstekna skerðast um hátt í 200 milljónir og RÚV verður gert að birta gjaldskrá á vef sínum. Fyrirtækið verður undir

Skýrsla FBI um Steve Jobs opinberuð

Skýrsla Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum um Steve Jobs hefur nú verið opinberuð. Í vitnisburði trúnaðarvina Jobs kemur fram að tækni frömuðurinn hafi verið ósvífinn og svikull.

Fólk vill nálgast gögnin óháð stað og stund

Gert er ráð fyrir að um 300 milljónir spjaldtölva seljist árið 2015 og á sama tíma er gert ráð fyrir að um 1,1 milljarður snjallsíma seljist. Slíkar spár eru í takt við breytt landslag innan fyrirtækja. Notendur vilja velja sjálfir þau tæki sem þeir nota til þess að vinna og miðla upplýsingum og gögnum.

Samkomulag um afskriftir fasteignaskulda í höfn

Samkomulag sem snertir meira en milljón íbúa í Bandaríkjunum, sem eru eigendur fasteigna, hefur náðst á milli ríkja, lánastofnanna og yfirvalda um sátt vegna vandamála er tengist fasteignaskuldum.

100 milljóna króna kröfu Baugs í SPRON hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað 109 milljóna króna kröfu sem þrotabú Baugs Group lýsti í þrotabú SPRON. Krafan var gerð vegna riftunar á 100 milljóna króna greiðslu Baugs Group hf. sem innborgun á víxilskuld þann 22. desember 2008. Krafðist þrotabú Baugs þess að peningurinn yrði greiddur til baka auk vaxta. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ekki væru fyrir hendi skilyrði til riftunar á greiðslunni og því er kröfu þrotabús Baugs í þrotabú SPRON hafnað.

Dótturfyrirtæki Actavis stóð sig best

Medis ehf, sem er dótturfyrirtæki Actavis, er það fyrirtæki sem sýndi hvað mesta árangur í rekstri fyrirtækja á Íslandi á síðasta ári að mati fyrirtækisins CreditInfo. CreiditInfo veitti í dag viðurkenningu til þeirra fyrirtækja sem sýndu framúrskarandi árangur í rekstri á síðasta ári og stóðust styrk og stöðugleikamat félagsins. Niðurstöðurnar byggja á ítarlegri greiningu sem Creditinfo vann að og veitir viðurkenningar til sigurvegara ár hvert.

Samkomulag um niðurskurð í Grikklandi

Grískir stjórnmálamenn hafa náð samkomulagi um niðurskurðaraðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í til þess að landið geti fengið lánafyrirgreiðslu.

10-11 gerir samning við Advania

Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. hefur samið við Advania um heildarlausn í hugbúnaði, rekstri og þjónustu við upplýsingatækniumhverfi sitt. Í tilkynningu frá Advania segir að þar á meðal sé verslunarkerfið LS Retail og fjárhagslausnin Microsoft Dynamics NAV. "Við undirbúning samstarfsins var lögð mikil áhersla á áreiðanleika, hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna."

Arion banka hótað dagssektum

Arion banki hefur frest til morgundagsins til þess að breyta skráningu á kennitölum við gjaldeyrisviðskipti ef fjárhæð þeirra er undir 1000 evrum. Bregðist bankinn ekki við þessu mun Persónuvernd leggja dagsektir á bankann vegna málsins. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var í dag.

Rauðar tölur á íslenska hlutabréfamarkaðnum

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group, Marel og Össuri hefur lækkað skarplega í viðskiptum dagsins í íslensku kauphöllinni. Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað um 2,5 prósent og er gengið, þegar þetta er skrifað, 5,45.

Fimmtíu milljörðum punda varið í að örva hagvöxt

Breski seðlabankinn hefur ákveðið að verja fimmtíu milljörðum punda í að örva efnahagslífið og styðja við hagvöxt. Að þessu meðtöldu hefur bankinn þá sett um 325 milljarða punda inn í breskt efnahagslíf til þess að örva vöxt.

Aðalhagfræðingur: Grikkir munu svíkja gefin loforð

Grikkir munu ekki standa við neitt af þeim loforðum sem gefin verða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Um leið og þeir hafa fengið nýjasta neyðarlán sitt munu Grikkir steingleyma öllu sem þeir lofuðu um niðurskurð og sparnað í rekstri hins opinbera þar í landi.

Hagnaður Danske Bank undir væntingum

Hagnaður Danske Bank nam 1,7 milljörðum danskra króna, eða um 37 milljarðar króna eftir skatta á síðasta ári. Þetta er töluvert minni hagnaður en sérfræðingar áttu von á.

Allt í hnút í Grikklandi

Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, tókst ekki að ná samkomulagi við forystumenn grískra stjórnmálaafla um aðgerðir í ríkisfjármálum, til þess að geta fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fundi í kvöld lauk án niðurstöðu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Pétur Einarsson: Offramboð af viðskiptabankastarfsemi

Pétur Einarsson, forstjóri Straums sem er í viðtali í nýjasta þætti Klinksins á viðskiptavef Vísis, segir offramboð vera fyrir hendi á viðskiptabankastarfsemi hér á landi. Rekstrarkostnaður sé of mikill.

Pétur Einarsson: Mikilvægt að koma meiru fé í vinnu

Pétur Einarsson, forstjóri Straums, eina sérhæfða fjárfestingarbankans á Íslandi, segir að þrátt fyrir breyttar aðstæður frá því sem áður var séu næg verkefni fyrir hendi við að "koma fjármagninu í arðbæra vinnu“. Þar geti Straumur gegnt mikilvægu hlutverki.

Yfir 8 þúsund miðar hafa selst

Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet ætlar að fljúga til og frá Íslandi allan ársins hring. Yfir 8000 miðar hafa selst frá því að félagið opnaði fyrir sölu hingað til lands í nóvember síðastliðnum.

Gagnaverið Verne Global opnar í dag

Gagnaver Verne Global opnar í dag að Ásbrú í Reykjanesbæ. Það eru nú liðin tæp fjögur ár síðan fyrirtækið Verne Global keypti stórar byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar.

Búast við stýrivaxtahækkun næst

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti sína á öðrum fjórðungi þessa árs um 0,25 prósentur. Nefndin muni samhliða því jafnframt gefa til kynna að fleiri vaxtahækkanir séu í pípunum. Nefndin hélt stýrivöxtum óbreyttum við ákvörðun sem tilkynnt var í morgun. Greining Íslandsbanka telur að verðbólguþróunin næsta kastið verði óhagstæðari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir, meðal annars vegna gengisþróunar krónunnar og hugsanlega vegna meiri launaþrýstings en felst í spá bankans. Þetta muni knýja fram vaxtahækkunina að okkar mati.

Einn stjórnenda IBM heldur fyrirlestur í HR

Einn af leiðtogum IBM, Sandy Carter, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur í hádeginu í dag. Hún er hér á landi á vegum Nýherja og mun fjalla um það hvers vegna samfélagsmiðlar eru mikilvægir til framtíðar.

Fréttaviðtal: Greina orsakir til að læra af þeim

Danski hagfræðingurinn Jesper Rangvid var staddur hér á landi nýverið þar sem hann var gestaprófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Rangvid, sem er prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar, var nýverið skipaður formaður yfir rannsóknarnefnd sem mun freista þess að skýra hvort, og þá með hvaða hætti, innlendir áhrifaþættir höfðu áhrif á yfirstandandi erfiðleika fjámálalífsins þar í landi. Þó að ástandið í Danmörku sé langt í frá eins alvarlegt eða víðtækt eins og verið hefur hér á Íslandi, hafa fjármálastofnanir átt í miklum erfiðleikum. Eins og stendur hafa ellefu bankar orðið gjaldþrota frá hruninu haustið 2008.

Gæti falið í sér milljarða ávinning fyrir sjóðina

Lífeyrissjóðirnir munu fara fram á að dómskvaddir matsmenn verði fengnir til að leggja mat á það hvort gögn sem lögð voru fram í umdeildu skuldabréfaútboði Glitnis í mars 2008 hafi endurspeglað raunverulega stöðu bankans. Sjóðirnir vilja meina að þeir hafi verið blekktir til að kaupa víkjandi skuldabréf í útboðinu fyrir samtals 10,7 milljarða króna og hafa stefnt slitastjórn Glitnis vegna þessa. Undirbúningur að málarekstrinum hefur staðið yfir mánuðum saman.

Óformlegar viðræður um fjármögnun og verð

Formlegar söluviðræður við einn af bjóðendum í 77% hlut þrotabúa Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods gætu hafist eftir viku til tíu daga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í hlutinn rann út um síðustu mánaðamót. Reuters-fréttastofan hefur fullyrt að tveir fjárfestingasjóðir, Bain Capital og BC Partners, hafi skilað inn tilboðum.

Gamla Sjóvá skilar litlu til kröfuhafa

Kröfuhafar SJ Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, hafa samþykkt nauðasamning félagsins. Í honum felst í raun að þeir fá um 7% af um 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. Kröfuhafarnir, sem eru skilanefnd Glitnis, Landsbankinn, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) höfðu hins vegar af því áhyggjur að sú háa tekjufærsla sem myndi myndast við gerð nauðasamningsins gæti haft í för með sér skattskuldbindingu sem félagið myndi ekki ráða við að greiða. Því gæti nauðasamningurinn í raun kallað gjaldþrot yfir gamla Sjóvá með tilheyrandi skiptakostnaði. Á því höfðu kröfuhafarnir fjórir ekki áhuga.

Mikil gróska í bjórframleiðslu á Íslandi

Bjórmenning á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Fjöldi og fjölbreytileiki íslensks bjórs hefur aukist mikið og þá hafa árstíðabundnar bjórtegundir orðið æ vinsælli. Um þessar mundir eru um 50 tegundir af íslenskum bjór í boði í Vínbúðum en voru ekki nema helmingur þess fyrir fáum árum. Þróunina má ekki síst rekja til tilkomu minni

Sjá næstu 50 fréttir