Ákveðið í ár hvar verður byrjað 14. febrúar 2012 11:00 Páll Gunnar Pálsson segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvaða samkeppnismarkaður verði rannsakaður fyrst. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun taka ákvörðun um það á þessu ári hvaða markaður verður fyrst tekinn fyrir í svokallaðri markaðsrannsókn. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Markaðsrannsókn er nýtt form rannsókna hjá SE sem kafar mun dýpra ofan í hagræna þætti markaða. Hún á að vera undanfari beitingar ákvæðis sem gerir eftirlitinu meðal annars kleift að skipta upp fyrirtækjum án þess að samkeppnislagabrot hafi verið framin. SE gaf út umræðuskjal í byrjun febrúar og óskaði í kjölfarið eftir sjónarmiðum markaðsaðila sem gætu nýst við ákvörðun um fyrstu markaðsrannsókn. Að sögn Páls Gunnars hafa engin sjónarmið borist enn sem komið er. Frestur til að koma þeim á framfæri er til 15. mars. Í umræðuskjalinu er sérstaklega minnst á að á liðnum misserum hafi mestur hluti ráðstöfunartíma SE farið í: Matvöru-/dagvörumarkað, fjármálamarkað, fjarskiptamarkað og flutningsmarkað. Páll Gunnar segir SE ekki hafa tekið ákvörðun um hvaða markaður verði fyrst rannsakaður. „Við höfum óskað eftir sjónarmiðum um málið og hagsmunaaðilum á ýmsum mörkuðum gefst nú kostur á að hafa skoðun á því. Það er mjög mikilvægt að vanda valið. Við höfum takmarkað fjármagn til að ráðstafa í þessar rannsóknir auk þess sem þær eru mjög ýtarlegar og taka talsverðan tíma. Menn geta þó vænst þess að þær taki ekki meira en tvö ár. Þess vegna skiptir máli að nýta þann tíma eins vel og hægt er og velja réttan markað til að rannsaka. Svona rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Bretlandi og við horfum á þá framkvæmd í þessum efnum. Þar er skipulagið svipað og við erum að leggja til að verði tekið upp hérna." Samkvæmt lagaheimild sem lögfest var í fyrra mun SE verða gert kleift að skipta upp fyrirtækjum sem eftirlitið telur að hamli samkeppni án þess að þau hafi framið samkeppnislagabrot. Undanfari beitingar slíkrar heimildar verður þó að vera ýtarleg markaðsrannsókn. Páll Gunnar segir þessum heimildum fylgja eðlileg krafa um sönnunarbyrði. „Til að geta beitt svona úrræðum er lögð talsverð sönnunarbyrði á samkeppnisyfirvöld og þessar rannsóknir eru aðferðin sem við hyggjumst beita til að kalla fram nægjanlegar upplýsingar til að geta hugsanlega fært fram sönnur fyrir samkeppnishamlandi aðstæðum." - þsj Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun taka ákvörðun um það á þessu ári hvaða markaður verður fyrst tekinn fyrir í svokallaðri markaðsrannsókn. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Markaðsrannsókn er nýtt form rannsókna hjá SE sem kafar mun dýpra ofan í hagræna þætti markaða. Hún á að vera undanfari beitingar ákvæðis sem gerir eftirlitinu meðal annars kleift að skipta upp fyrirtækjum án þess að samkeppnislagabrot hafi verið framin. SE gaf út umræðuskjal í byrjun febrúar og óskaði í kjölfarið eftir sjónarmiðum markaðsaðila sem gætu nýst við ákvörðun um fyrstu markaðsrannsókn. Að sögn Páls Gunnars hafa engin sjónarmið borist enn sem komið er. Frestur til að koma þeim á framfæri er til 15. mars. Í umræðuskjalinu er sérstaklega minnst á að á liðnum misserum hafi mestur hluti ráðstöfunartíma SE farið í: Matvöru-/dagvörumarkað, fjármálamarkað, fjarskiptamarkað og flutningsmarkað. Páll Gunnar segir SE ekki hafa tekið ákvörðun um hvaða markaður verði fyrst rannsakaður. „Við höfum óskað eftir sjónarmiðum um málið og hagsmunaaðilum á ýmsum mörkuðum gefst nú kostur á að hafa skoðun á því. Það er mjög mikilvægt að vanda valið. Við höfum takmarkað fjármagn til að ráðstafa í þessar rannsóknir auk þess sem þær eru mjög ýtarlegar og taka talsverðan tíma. Menn geta þó vænst þess að þær taki ekki meira en tvö ár. Þess vegna skiptir máli að nýta þann tíma eins vel og hægt er og velja réttan markað til að rannsaka. Svona rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Bretlandi og við horfum á þá framkvæmd í þessum efnum. Þar er skipulagið svipað og við erum að leggja til að verði tekið upp hérna." Samkvæmt lagaheimild sem lögfest var í fyrra mun SE verða gert kleift að skipta upp fyrirtækjum sem eftirlitið telur að hamli samkeppni án þess að þau hafi framið samkeppnislagabrot. Undanfari beitingar slíkrar heimildar verður þó að vera ýtarleg markaðsrannsókn. Páll Gunnar segir þessum heimildum fylgja eðlileg krafa um sönnunarbyrði. „Til að geta beitt svona úrræðum er lögð talsverð sönnunarbyrði á samkeppnisyfirvöld og þessar rannsóknir eru aðferðin sem við hyggjumst beita til að kalla fram nægjanlegar upplýsingar til að geta hugsanlega fært fram sönnur fyrir samkeppnishamlandi aðstæðum." - þsj
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira