Viðskipti innlent

Verulega dregur úr langtímaatvinnuleysi

Verulega dró úr fjölda þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi í janúar miðað við fyrra mánuð.

Atvinnuleysi mældist 7,2% í janúar og minnkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Á vefsíðu Vinnumálastofnunnar kemur fram að þeim sem verið höfðu atvinnulausir lengur en í sex mánuði fækkaði um tæplega 1.200 milli mánaða og eru nú tæplega 5.500 talsins en þessi hópur telur 45% af öllum atvinnulausum.

Þeim sem verið höfðu atvinnulausir í meir en eitt ár fækkað um rúmlega 800 manns og eru nú tæplega 3.700 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×