Viðskipti innlent

Segir Ísland vera á rangri braut - spáir hruni 2016

Heiðar Már Guðjónsson
Heiðar Már Guðjónsson
„Ég var að reyna að búa til mynd af framtíðinni," segir Heiðar Már Guðjónsson en hann sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Heiðar skrifaði grein í Fréttablaðinu í dag sem kallast „Hrunið 2016." Þar viðrar Heiðar hugmyndir sínar um væntalegt hrun íslenska fjármálakerfisins árið 2016.

„Ofangreind lýsing er ein af þeim sviðsmyndum sem Ísland getur stefnt inn í við núverandi kerfi, stefnu ríkisstjórnar og Seðlabanka," skrifar Heiðar. „Það er því miður óskhyggja að treysta á að innganga í Evrópusambandið bjargi Íslendingum. Óháð þeirri umsókn verður að breyta frá rangri stefnu er getur enn á ný byggt upp ójafnvægi sem á endanum leiðir til skelfilegra afleiðinga fyrir hagkerfið eins og við höfum því miður áður reynt. Til þess að koma í veg fyrir að sú sviðsmynd sem hér er lýst gangi eftir þurfum við að horfast í augu við staðreyndir og marka nýja stefnu."

„Ég er ekki að segja að þetta muni endilega gerast með þessum hætti," sagði Heiðar í Reykjavík síðdegis. „Það eru þó yfirgnæfandi líkur á að Ísland sé ekki á þeirri braut sem við viljum."

Hægt er að hlusta á Heiðar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér að ofan. Einnig er hægt að lesa grein Heiðars hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×