Fleiri fréttir

Mitt Romney kominn í bæinn

Mitt Romney, sem líklegur er sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember, er umdeildur í Bandaríkjunum. Ekki síst eru það afskipti hans af fjárfestingaverkefnum í gegnum félagið Bain Capital þar sem hann er enn meðal hluthafa.

Í höndum stjórnar OR að veita umboð

Aðkoma lífeyrissjóðanna að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar kemur til af því að Orkuveitan ræður ekki við verkefnið. Heildarkostnaður er talinn 29 milljarðar króna. Formlegar viðræður bíða þess að forstjóri OR fái til þess umboð stjórnar.

Mikil fjölgun á árásum tölvuþrjóta í Danmörku

Árásum tölvuþrjóta á tölvur og tölvukerfi í Danmörku fjölgaði um 25% í fyrra miðað við árið á undan. Þessir glæpamenn eru einkum á höttunum eftir persónulegum upplýsingum sem þeir geta notað til að stela fé af kreditkortum eða bankareikningum.

Icelandair hækkaði um tæp 3 prósent

Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði um 2,83 prósent í dag og stendur gengið nú í 5,45. Eftir að fjárhagur Icelandair Group var endurskipulagður, og félagið skráð, þá var gengi bréfa 2,5. Markaðsvirði félagsins hefur því meira en tvöfaldast frá þeim tíma.

AGS hvetur Kínverja til aðgerða

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvetur Kínverja til þess að bregðast við merkjum um mögulegan efnahagssamdrátt í landinu á næstu mánuðum og árum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal í dag.

Tap lífeyrissjóðanna nærri meðaltali

Tap íslensku lífeyrissjóðanna er nálægt meðaltali þess sem varð hjá lífeyrissjóðum OECD-ríkja, segir í yfirlýsingu sem Landssamtök lífeyrissjóða birtu á vefsíðu sinni í dag. Það hafi því ekki einungis verið íslensku lífeyrissjóðirnir sem urðu fyrir áfalli í kreppunni.

Iceland Express í samstarf við Hinsegin daga

Iceland Express og Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride undirrituðu í dag samstarfssamning sem felur í sér stuðning Iceland Express við Hinsegin daga fyrir hátíð þeirra í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Búast við 20 milljarða tekjum hjá Icelandair Group

Greiningardeild Arion banka býst við því að tekjur Icelandair Group á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verði 20 milljarðar króna og EBITDA verði um 400 milljónir króna. Ársfjórðungsuppgjör verður birt í þessari viku. Í Markaðspunktum Arion segir að fyrsti og fjórði ársfjórðungur séu vallt lökustu fjórðungarnir hjá félaginu bæði hvað veltu og afkomu varðar. Miðað við flutningstölur félagsins megi gera ráð fyrir töluverðum tekjuvexti frá fyrra ári. Samkvæmt afkomuspá stjórnenda Icelandair Group frá nóvember síðastliðnum er gert ráð fyrir að EBITDA félagsins á fjórða ársfjórðungi verði lítil sem engin eða neikvæð um allt að 500 milljónir króna.

Ingvar Helgason horfinn

Erna Gísladóttir og Jón Þór Gunnarsson, sem um síðustu áramót tóku við rekstri bílaumboðsins Ingvars Helgasonar og B&L hafa frá og með deginum í dag breytt nafni félagsins í BL. Ingvar Helgason er því horfinn úr nafninu. Þar með líkur endanlega sameiningarferli þessara gamalgrónu bílafyrirtækja sem hvort um sig hófu starfsemi sína um og eftir miðja síðustu öld, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Hjá BL starfa 128 manns auk fjölda samstarfs- og umboðsaðila um allt land en félagið er með söluumboð fyrir BMW, Hyundai, Isuzu, Land Rover, Nissan, Opel, Renault og Subaru.

Högnuðust um 472 milljarða á móti 480 milljarða tapi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að þrátt fyrir um 480 milljarða tap lífeyrissjóðanna vegna hrunsins þá sé útkoman ekki svo slæm þegar hagnaður sjóðanna af öðrum eignum sé tekinn með í reikninginn, en hann var 472 milljarðar. Þetta kemur fram í pistli Gylfa á vefnum Pressan.is þar sem hann fer yfir skýrslu rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun.

Allt á fullu í Indónesíu

Hagvöxtur í Indónesíu mældist 6,5 prósent samkvæmt tölum sem hagstofa landsins birti í morgun. Þetta er mesti hagvöxtur í landinu síðan 1996, eða í fimmtán ár, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Áfram dauft yfir fasteignamarkaðinum í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 70. Þetta eru töluvert færri samningar en nemur meðaltalinu síðustu þrjá mánuði sem er 90 samningar á viku.

Um 94% landsmanna telja fyrirtæki skapa góð lífskjör

Ný skoðanakönnun sýnir að 94% landsmanna telja íslensk fyrirtæki skipta öllu eða miklu máli þegar kemur að því að skapa góð lífskjör á Íslandi Capacent Gallup vann þessa könnun fyrir Viðskiptaráð Íslands.

Icelandair selur SmartLynx í Lettlandi

Fyrir síðustu áramót gekk Icelandair frá samningi við stjórnendur SmartLynx um kaup á öllu hlutafé félagsins. Í samningnum voru nokkrir fyrirvarar sem nú hafa verið uppfylltir.

Suður-Ameríku ríkið Chile vex og vex

Hagkerfið í Suður-Ameríku ríkinu Chile hefur vaxið mikið undanfarin áratug. Landið byggir hag sinn á utanríkisviðskiptum og sértækum tvíhliða fríverslunarsamningum við stór ríki.

Gjaldþrot Grikklands virðist óumflýjanlegt

Gjaldþrot Grikklands virðist óumflýjanlegt en stjórnarflokkar landsins náðu ekki samkomulag um helgina um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að landið fái nýtt neyðarlán upp á 130 milljarða evra frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Evran tíu ára

Þann fyrsta janúar 2002 var ráðist í stærstu peningalegu aðgerð veraldarsögunnar. Þá var gjaldmiðlum tólf aðildarríkja Evrópusambandsins skipt út fyrir evruseðla og -myntir, og á aðeins örfáum dögum gjörbreyttist lífið í löndunum.

Lífeyrissjóðirnir lánuðu Glitni 11 milljarða

Þrettán lífeyrissjóðir veittu Glitni nærri ellefu milljarða króna lán í mars 2008 þegar viðvörunarmerki voru farin að blikka á íslenskum fjármálamarkaði. Engar tryggingar voru fyrir láninu og enginn gjalddagi. Milljarðarnir töpuðust nokkrum mánuðum síðar þegar bankinn féll.

LV hafnar vangaveltum um lögbrot

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafnar afdráttarlaust þeim vangaveltum sem fram koma í skýrslu Rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna um að sjóðurinn hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008.

Kynning rannsóknarnefndar aðgengileg á Vísi

Inn á viðskiptavef Vísis er nú hægt að sjá kynningu rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun í heild sinni. Rannsóknarnefndina skipuðu Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari, Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekiprófessor, og Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur.

Besti dagur á markaði í marga mánuði

Hlutabréf í Bandaríkjunum náðu methæðum í dag þegar nýjar tölur um atvinnuleysi voru birtar. Tölurnar voru miklu hagstæðari en menn áttu von á.

Töpuðu 1,5 milljónum á hvert mannsbarn

Lífeyrissjóðirnir töpuðu 480 milljörðum króna á bankahruninu. Rúmlega helmingur er vegna fjárfestinga í tveimur félagasamstæðum og tengdum aðilum, en skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna var kynnt í dag.

Líf þitt á Facebook verður að kvikmynd

Hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá mun Facebook skikka þig til að breyta síðunni þinni í svokallaða tímalínusíðu á næstu dögum eða vikum. Lítið hefur verið kvartað undan tímalínunni sem virðist nokkuð kærkomin viðbót við þetta stærsta samskiptanet allra tíma.

Taka skýrsluna til ítarlegrar skoðunar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna segist ætla að taka skýrslu Hrafnsnefndarinnar, um stöðu starfsemi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta segir í tilkynningu sem stjórn sjóðsins sendi frá sér í dag.

Ríflega þriðjungshlutur í Íslenskum verðbréfum til sölu

Eigendur að 36% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. hafa falið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Íslandsbanka hf., Hildu hf. og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Bankarnir réðu oft fjárfestingum lífeyrissjóðanna

Bankarnir réðu ferðinni oft á tíðum í fjárfestingum lífeyrissjóðanna fyrir hrun að sögn Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Þetta kom fram í erindi hans á fundi um starfsemi lífeyrissjóðina fyrir hrun.

Töpuðu hátt í 250 milljörðum á Baugi og Exista og félögum tengdum þeim

Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group hf., sem nú er í slitameðferð, er áætlað 4,8 milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sem haldinn er á Grand Hóteli. Ef Baugur og tengd félög eru tekin með er tapið um 77 milljarðar króna.

Hvaða vítamín hentar þér? Allt í einni töflu

Allir geta fundið vítamín við sitt hæfi innan Vitabiotics-línunnar. Vítamínin eru hugsuð á þann veg að fólk geti tekið eina vítamíntöflu sem inniheldur allt sem viðkomandi þarf á að halda. Allar töflurnar eru með sama steinefna- og fjölvítamíngrunninn, þannig að allir fá nauðsynleg grunnvítamín sem líkaminn þarfnast, en hver og ein tegund inniheldur svo alls kyns aukavítamín og bætiefni sem henta þörfum markhópsins hverju sinni. Til dæmis eru til töflur fyrir konur og karla á öllum aldri, heilann og minnið, íþróttafólk, ófrískar konur, börn, konur á breytingaskeiði og svo mætti lengi telja. Vitabiotics-vítamínin eru þau mest seldu á Bretlandi. Þá hefur fyrirtækið tvisvar sinnum hlotið konunglegu verðlaunin "The Queen“s Awards for Enterprise“ í Bretlandi. Einstök vítamín frá Vitabiotics hafa einnig hlotið ýmis verðlaun, til dæmis frá Boots-keðjunni í Bretlandi. Vitabiotics-vítamínin fást í flestum apótekum sem og völdum dagvöruverslunum eins og Krónunni, Hagkaupum og Fjarðarkaupum.

Bono meðal stórra hluthafa í Facebook

Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi upplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemur 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn af rekstrinum nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna.

Aldrei fleiri ferðamenn til landsins í janúar

Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri og í ár, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð fyrir áratug. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.900 fleiri brottfarir en á árinu 2011. Erlendum gestum fjölgaði því um 17,5% í janúarmánuði á milli ára.

Vöruskiptin hagstæð um 12 milljarða í janúar

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2012 var útflutningur tæpir 49,3 milljarðar króna og innflutningur fob 37,2 milljarðar króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 12,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Sjá næstu 50 fréttir