Lífeyrissjóðirnir töpuðu 74 milljörðum vegna fyrirtækja Björgólfsfeðga Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. febrúar 2012 19:07 Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu alls 74 milljörðum króna vegna félaga í eigu Björgólfsfeðga, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna. Skýrsla rannsóknarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða var kynnt á föstudag. Á kynningu í upphaf fundarins var dregið saman tap lífeyrissjóðanna á einstökum félagasamstæðum. Það sem var hins vegar ekki dregið saman sérstaklega á glærukynningunni á föstudag er tap vegna fjárfestinga sem tengjast Björgólfsfeðgum og tengdum félögum, en samkvæmt töflu í fyrsta bindi skýrslunnar kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi samtals tapað um 8,6 milljörðum króna vegna fjárfestinga í skuldabréfum Landsbankans og 21,7 milljörðum króna á hlutabréfum bankans, samtals um 30 milljörðum króna. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 18,7 milljörðum króna á skuldabréfum Straums og 6,8 milljörðum á hlutabréfum bankans. Þá töpuðu lífeyrissjóðirnir 9,3 milljörðum króna á skuldabréfum Samsonar og 8,7 milljörðum á skuldabréfum Eimskips. Samtals nemur þetta rúmlega 74 milljörðum króna. Björgólfsfeðgar og tengd félög voru ráðandi hluthafar í öllum þessum fyrirtækjum. Fram kom á kynningunni á föstudag að Landsbankinn hefði ekki nema að litlu leyti fjármagnað sig hjá lífeyrissjóðunum með útgáfu skuldabréfa. Einn nefndarmanna, Héðinn Eyjólfsson, taldi skýringuna liggja í því að bankinn hefði fjármagnað sig að svo miklu leyti með Icesave að hann hefði ekki þurft á aðstoð lífeyrissjóðanna að halda, en tók fram að hann hefði í raun ekkert fast í hendi til að styðja þessa tilgátu sína. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, sagði í samtali við fréttastofu að hann vildi ekki tjá sig um efni skýrslunnar að svo stöddu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu alls 74 milljörðum króna vegna félaga í eigu Björgólfsfeðga, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna. Skýrsla rannsóknarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða var kynnt á föstudag. Á kynningu í upphaf fundarins var dregið saman tap lífeyrissjóðanna á einstökum félagasamstæðum. Það sem var hins vegar ekki dregið saman sérstaklega á glærukynningunni á föstudag er tap vegna fjárfestinga sem tengjast Björgólfsfeðgum og tengdum félögum, en samkvæmt töflu í fyrsta bindi skýrslunnar kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi samtals tapað um 8,6 milljörðum króna vegna fjárfestinga í skuldabréfum Landsbankans og 21,7 milljörðum króna á hlutabréfum bankans, samtals um 30 milljörðum króna. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 18,7 milljörðum króna á skuldabréfum Straums og 6,8 milljörðum á hlutabréfum bankans. Þá töpuðu lífeyrissjóðirnir 9,3 milljörðum króna á skuldabréfum Samsonar og 8,7 milljörðum á skuldabréfum Eimskips. Samtals nemur þetta rúmlega 74 milljörðum króna. Björgólfsfeðgar og tengd félög voru ráðandi hluthafar í öllum þessum fyrirtækjum. Fram kom á kynningunni á föstudag að Landsbankinn hefði ekki nema að litlu leyti fjármagnað sig hjá lífeyrissjóðunum með útgáfu skuldabréfa. Einn nefndarmanna, Héðinn Eyjólfsson, taldi skýringuna liggja í því að bankinn hefði fjármagnað sig að svo miklu leyti með Icesave að hann hefði ekki þurft á aðstoð lífeyrissjóðanna að halda, en tók fram að hann hefði í raun ekkert fast í hendi til að styðja þessa tilgátu sína. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, sagði í samtali við fréttastofu að hann vildi ekki tjá sig um efni skýrslunnar að svo stöddu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute Sjá meira