Fleiri fréttir Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkaði um 1,9% í maí Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 308,9 stig í maí 2010 og hækkar um 1,9% frá fyrra mánuði. 16.6.2010 07:44 Milljónasamningur í höfn Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. 16.6.2010 06:00 Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. 16.6.2010 04:15 LV kaupir í Icelandair fyrir milljarð Í dag gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna bindandi samkomulag við Icelandair Group hf. um að sjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 1 milljarð króna og eignast með því 12% hlut í félaginu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna mun skrá sig fyrir 400 milljónum nýrra hluta á genginu 2,5 – alls fyrir 1 milljarð króna, segir í tilkynningu. 15.6.2010 16:42 Meðaldagur á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 9,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 7,3 milljarða kr. viðskiptum. 15.6.2010 16:14 Mál Dekabank gegn íslenska ríkinu fær dómsmeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð héraðsdóms og dæmt að þýski bankinn Dekabank eigi að fá efnismeðferð í héraðsdómi í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað að málinu bæri að vísa frá dómi. 15.6.2010 16:06 Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. 15.6.2010 15:35 Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. 15.6.2010 14:23 Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. 15.6.2010 13:30 Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. 15.6.2010 13:08 Guðmundur segir nýtt mat S&P ekki koma á óvart Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir nýtt lánshæfismat Standard & Poors (S&P) ekki koma á óvart. 15.6.2010 12:10 Spáir meiri samdrætti þjóðarútgjalda en aðrir Hagstofan gerir ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast saman um 3,3% á árinu sem er nokkuð meira en sá samdráttur sem bæði Seðlabankinn (SÍ) sem og ASÍ reikna með. Þannig hljóðar spá SÍ upp á 1,9% samdrátt í þjóðarútgjöldum en ASÍ upp á 1,5% samdrátt. 15.6.2010 11:52 Erlend kortavelta í maí langt yfir meðaltali ársins Glögglega má sjá af tölum um úttektir erlendra debet- og kreditkorta hér á landi í maí að farfuglarnir eru komnir til landsins og ferðamannatímabilið er hafið. Þannig nam heildarúttekt erlendra korta hér á landi 3,1 milljörðum kr. í maí sem er langt yfir meðaltali síðustu mánaða, en fyrstu fjóra mánuði ársins nam erlend kortavelta hér á landi 2,4 milljarði kr. á mánuði. 15.6.2010 11:25 Hagstofan spáir 4% verðbólgu í lok ársins Hagstofan spáir því að verðbólga verði 6,0% að meðaltali í ár en komin í um 4,0% í lok ársins. Spáð er áframhaldandi hjöðnun verðbólgu árið 2011 og að hún verði á verðbólgumarkmiði (2,5% innsk. blm.) að meðaltali árið 2012. 15.6.2010 11:14 Hagstofan spáir miklum samdrætti í samneyslunni Hagstofan áætlar að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að samneysla hins opinbera dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% á milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Samdrátturinn er bæði hjá ríki og sveitarfélögum. 15.6.2010 11:06 Yfir 50% útlána Byggðastofnunnar eru gengistryggð lán Nú eru 53% lántakenda Byggðastofnunar með erlend lán eða 268 af 509 lántakendum. Gengistryggð útlán Byggðastofnunar stóðu í 9,9 milljörðum kr. 30. júní 2008 en voru komin í 16,1 milljarð kr. í árslok 2008. Að mati Byggðastofnunar var staðan svipuð í árslok 2009. 15.6.2010 10:27 Eigið fé Íbúðalánasjóðs rýrnar áfram að mati S&P Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) reiknar með því að eigið fé Íbúðalánasjóðs muni rýrna enn frekar á þessu ári og næsta. Þetta liggur meðal annars til grundvallar ákvörðun S&P að lækka lánshæfiseinkunn sjóðsins niður í ruslflokk. 15.6.2010 10:12 S&P setur lánshæfiseinkunn ÍLS í ruslflokk Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í svokallaðann ruslflokk. 15.6.2010 09:42 Þjóðhagsspá Hagstofunnar svipuð og Seðlabankans Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í morgun er á svipuðum línum og þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í síðasta mánuði í tengslum við útgáfu bankans á ritinu Fjármálastöðugleiki. 15.6.2010 09:33 Heildaraflinn hefur dregist saman um 11,7% Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 5,5% minni en í maí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 15.6.2010 09:14 Mikill munur á þróun launakostnaðar milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman um 3,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fyrri ársfjórðungi í atvinnugreininni samgöngum og flutningum og um 2,1% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður á greidda stund um 0,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 0,1% í iðnaði. 15.6.2010 09:11 Hagstofan spáir 2,9% samdrætti í landsframleiðslu Útlit er fyrir að árið 2010 dragist landsframleiðsla saman um 2,9%. Hagvöxtur verður hinsvegar jákvæður frá 2011 og út spátímann miðað við að stóriðjuframkvæmdir hefjist þá af fullum krafti og að geta heimilana til einkaneyslu verði ekki fyrir frekari skakkaföllum. 15.6.2010 09:04 Vísbendingar mun minni neyslusamdrátt en óttast var Tölur um heildarveltu kreditkorta í maí gefa til kynna að neyslusamdrátturinn á þessu ári verði talsvert minni en óttast var í upphafi hrunsins haustið 2008. 15.6.2010 08:44 Gaman ef Seðlabankinn hefur fleiri tromp á hendi Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa er fjallað um góðan árangur Seðlabanka Íslands að undanförnu og sagt að gaman væri að sjá á næstu vikum hvort bankinn hafi fleiri tromp á hendi. 15.6.2010 08:17 Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. 15.6.2010 08:09 Kaupir í Icelandair á lægra verði en lánadrottnar „Beinharðir peningar hafa meira vægi en skuldir," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali Vísir.is, um viðskipti sem tilkynnt var í dag. 14.6.2010 17:47 Framtakssjóður kaupir 30% hlut í Icelandair Framtakssjóður Íslands gerði í dag bindandi samkomulag við Icelandair Group um að Framtakssjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 3 milljarða króna. 14.6.2010 16:22 Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). 14.6.2010 14:44 Fjárfestar áhugasamir um ríkisvíxla - stabbinn minnkar Fjárfestar reyndust áhugasamir um ríkisvíxlaútboðið sem haldið var hjá Lánamálum ríkisins síðastliðinn föstudag. Þannig bárust alls 50 gild tilboð í ríkisvíxlaflokkinn RIKV 10 1015 að fjárhæð tæplega 31,3 milljarða kr. að nafnverði. Á morgun mun ríkisvíxlastabbinn minnka um 4,3 milljarða kr. 14.6.2010 10:51 Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. 14.6.2010 10:16 Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. 14.6.2010 09:37 Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast Hrein eign lífeyrissjóða í lok apríl sl. var 1.874 milljarðar kr og hækkaði um 16 milljarða kr í mánuðinum. Þar af hækkuðu útlán og verðbréfaeign um 9,7 milljarða kr. 14.6.2010 08:55 Líf að færast í fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 63. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.715 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,2 milljónir króna. 14.6.2010 08:28 Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. 14.6.2010 07:49 Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. 14.6.2010 07:46 Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. 14.6.2010 07:17 Skilanefndin ætlar að byrja að greiða út í lok næsta árs Skilanefnd Glitnis hyggst byrja að greiða út til kröfuhafa seint á árinu 2011, en nefndin hefur núna 200 milljarða króna í handbæru fé til að greiða út. Skilanefndin hefur hitt forsvarsmenn stærstu kröfuhafa Glitnis, eins og Burlington Loan Management, og eru þeir hlynntir sölu Íslandsbanka þegar rétt verð fæst. 13.6.2010 18:30 BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. 11.6.2010 18:17 Mest verslað með Marel í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,8 prósent í Kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir rúmar 37 milljónir króna. Gengi bréfa Össurar fóru niður um 1,34 prósent í dag. Önnur hlutabréf á aðallista hreyfðust ekki úr stað. 11.6.2010 16:48 Forstjóri Haga sakar Morgunblaðið um óþolandi atvinnuróg og ósannindi Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann segir Morgunblaðið hafa undanfarna mánuði ítrekað hafa birt ósannindi um rekstur Haga og fara vísvitandi með rangt mál. 11.6.2010 16:18 Atvinnuleysi minnkar, mældist 8,3% í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2010 var 8,3% en að meðaltali 13.875 manns voru atvinnulausir í maí og minnkar atvinnuleysi um 5,4% frá apríl, eða um 794 manns að meðaltali. 11.6.2010 12:06 Borgin tapaði 88 milljónum á fyrsta ársfjórðungi Samkvæmt árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er niðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 509 milljónir króna og rekstrarniðurstaða neikvæð um 88 milljónir króna. 11.6.2010 10:38 Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. 11.6.2010 10:03 Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. 11.6.2010 09:32 Góður árangur Dana á HM gæti kostað 25 milljarða Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna. 11.6.2010 07:47 Sjá næstu 50 fréttir
Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkaði um 1,9% í maí Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 308,9 stig í maí 2010 og hækkar um 1,9% frá fyrra mánuði. 16.6.2010 07:44
Milljónasamningur í höfn Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. 16.6.2010 06:00
Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. 16.6.2010 04:15
LV kaupir í Icelandair fyrir milljarð Í dag gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna bindandi samkomulag við Icelandair Group hf. um að sjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 1 milljarð króna og eignast með því 12% hlut í félaginu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna mun skrá sig fyrir 400 milljónum nýrra hluta á genginu 2,5 – alls fyrir 1 milljarð króna, segir í tilkynningu. 15.6.2010 16:42
Meðaldagur á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 9,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 7,3 milljarða kr. viðskiptum. 15.6.2010 16:14
Mál Dekabank gegn íslenska ríkinu fær dómsmeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð héraðsdóms og dæmt að þýski bankinn Dekabank eigi að fá efnismeðferð í héraðsdómi í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað að málinu bæri að vísa frá dómi. 15.6.2010 16:06
Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki. 15.6.2010 15:35
Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. 15.6.2010 14:23
Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist. 15.6.2010 13:30
Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. 15.6.2010 13:08
Guðmundur segir nýtt mat S&P ekki koma á óvart Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir nýtt lánshæfismat Standard & Poors (S&P) ekki koma á óvart. 15.6.2010 12:10
Spáir meiri samdrætti þjóðarútgjalda en aðrir Hagstofan gerir ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast saman um 3,3% á árinu sem er nokkuð meira en sá samdráttur sem bæði Seðlabankinn (SÍ) sem og ASÍ reikna með. Þannig hljóðar spá SÍ upp á 1,9% samdrátt í þjóðarútgjöldum en ASÍ upp á 1,5% samdrátt. 15.6.2010 11:52
Erlend kortavelta í maí langt yfir meðaltali ársins Glögglega má sjá af tölum um úttektir erlendra debet- og kreditkorta hér á landi í maí að farfuglarnir eru komnir til landsins og ferðamannatímabilið er hafið. Þannig nam heildarúttekt erlendra korta hér á landi 3,1 milljörðum kr. í maí sem er langt yfir meðaltali síðustu mánaða, en fyrstu fjóra mánuði ársins nam erlend kortavelta hér á landi 2,4 milljarði kr. á mánuði. 15.6.2010 11:25
Hagstofan spáir 4% verðbólgu í lok ársins Hagstofan spáir því að verðbólga verði 6,0% að meðaltali í ár en komin í um 4,0% í lok ársins. Spáð er áframhaldandi hjöðnun verðbólgu árið 2011 og að hún verði á verðbólgumarkmiði (2,5% innsk. blm.) að meðaltali árið 2012. 15.6.2010 11:14
Hagstofan spáir miklum samdrætti í samneyslunni Hagstofan áætlar að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að samneysla hins opinbera dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% á milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Samdrátturinn er bæði hjá ríki og sveitarfélögum. 15.6.2010 11:06
Yfir 50% útlána Byggðastofnunnar eru gengistryggð lán Nú eru 53% lántakenda Byggðastofnunar með erlend lán eða 268 af 509 lántakendum. Gengistryggð útlán Byggðastofnunar stóðu í 9,9 milljörðum kr. 30. júní 2008 en voru komin í 16,1 milljarð kr. í árslok 2008. Að mati Byggðastofnunar var staðan svipuð í árslok 2009. 15.6.2010 10:27
Eigið fé Íbúðalánasjóðs rýrnar áfram að mati S&P Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) reiknar með því að eigið fé Íbúðalánasjóðs muni rýrna enn frekar á þessu ári og næsta. Þetta liggur meðal annars til grundvallar ákvörðun S&P að lækka lánshæfiseinkunn sjóðsins niður í ruslflokk. 15.6.2010 10:12
S&P setur lánshæfiseinkunn ÍLS í ruslflokk Matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í svokallaðann ruslflokk. 15.6.2010 09:42
Þjóðhagsspá Hagstofunnar svipuð og Seðlabankans Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í morgun er á svipuðum línum og þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í síðasta mánuði í tengslum við útgáfu bankans á ritinu Fjármálastöðugleiki. 15.6.2010 09:33
Heildaraflinn hefur dregist saman um 11,7% Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 5,5% minni en í maí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 15.6.2010 09:14
Mikill munur á þróun launakostnaðar milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman um 3,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fyrri ársfjórðungi í atvinnugreininni samgöngum og flutningum og um 2,1% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður á greidda stund um 0,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 0,1% í iðnaði. 15.6.2010 09:11
Hagstofan spáir 2,9% samdrætti í landsframleiðslu Útlit er fyrir að árið 2010 dragist landsframleiðsla saman um 2,9%. Hagvöxtur verður hinsvegar jákvæður frá 2011 og út spátímann miðað við að stóriðjuframkvæmdir hefjist þá af fullum krafti og að geta heimilana til einkaneyslu verði ekki fyrir frekari skakkaföllum. 15.6.2010 09:04
Vísbendingar mun minni neyslusamdrátt en óttast var Tölur um heildarveltu kreditkorta í maí gefa til kynna að neyslusamdrátturinn á þessu ári verði talsvert minni en óttast var í upphafi hrunsins haustið 2008. 15.6.2010 08:44
Gaman ef Seðlabankinn hefur fleiri tromp á hendi Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa er fjallað um góðan árangur Seðlabanka Íslands að undanförnu og sagt að gaman væri að sjá á næstu vikum hvort bankinn hafi fleiri tromp á hendi. 15.6.2010 08:17
Moody´s setur Grikkland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk. 15.6.2010 08:09
Kaupir í Icelandair á lægra verði en lánadrottnar „Beinharðir peningar hafa meira vægi en skuldir," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali Vísir.is, um viðskipti sem tilkynnt var í dag. 14.6.2010 17:47
Framtakssjóður kaupir 30% hlut í Icelandair Framtakssjóður Íslands gerði í dag bindandi samkomulag við Icelandair Group um að Framtakssjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 3 milljarða króna. 14.6.2010 16:22
Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj). 14.6.2010 14:44
Fjárfestar áhugasamir um ríkisvíxla - stabbinn minnkar Fjárfestar reyndust áhugasamir um ríkisvíxlaútboðið sem haldið var hjá Lánamálum ríkisins síðastliðinn föstudag. Þannig bárust alls 50 gild tilboð í ríkisvíxlaflokkinn RIKV 10 1015 að fjárhæð tæplega 31,3 milljarða kr. að nafnverði. Á morgun mun ríkisvíxlastabbinn minnka um 4,3 milljarða kr. 14.6.2010 10:51
Seðlabankastjóri gagnrýndur fyrir að hundsa viðvaranir Nils Bernstein seðlabankastjóri Danmerkur sem og bankastjórnin í heild mega nú sitja undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa hundsað viðvaranir um eigna- og útþennslubóluna í Danmörku árin 2005 til 2008. Töluverð umræða hefur verið um málið í dönskum fjölmiðlum yfir helgina. 14.6.2010 10:16
Risavaxnar auðlindir finnast í Afganistan Bandaríkjamenn hafa fundið risavaxnar auðlindir í jörðu í Afganistan. Um er að ræða málma af ýmsum tegundum þar á meðal gull, kopar, járn og lithium. 14.6.2010 09:37
Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast Hrein eign lífeyrissjóða í lok apríl sl. var 1.874 milljarðar kr og hækkaði um 16 milljarða kr í mánuðinum. Þar af hækkuðu útlán og verðbréfaeign um 9,7 milljarða kr. 14.6.2010 08:55
Líf að færast í fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 63. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.715 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,2 milljónir króna. 14.6.2010 08:28
Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á 30 milljónir Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna. 14.6.2010 07:49
Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. 14.6.2010 07:46
Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. 14.6.2010 07:17
Skilanefndin ætlar að byrja að greiða út í lok næsta árs Skilanefnd Glitnis hyggst byrja að greiða út til kröfuhafa seint á árinu 2011, en nefndin hefur núna 200 milljarða króna í handbæru fé til að greiða út. Skilanefndin hefur hitt forsvarsmenn stærstu kröfuhafa Glitnis, eins og Burlington Loan Management, og eru þeir hlynntir sölu Íslandsbanka þegar rétt verð fæst. 13.6.2010 18:30
BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. 11.6.2010 18:17
Mest verslað með Marel í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,8 prósent í Kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir rúmar 37 milljónir króna. Gengi bréfa Össurar fóru niður um 1,34 prósent í dag. Önnur hlutabréf á aðallista hreyfðust ekki úr stað. 11.6.2010 16:48
Forstjóri Haga sakar Morgunblaðið um óþolandi atvinnuróg og ósannindi Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann segir Morgunblaðið hafa undanfarna mánuði ítrekað hafa birt ósannindi um rekstur Haga og fara vísvitandi með rangt mál. 11.6.2010 16:18
Atvinnuleysi minnkar, mældist 8,3% í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2010 var 8,3% en að meðaltali 13.875 manns voru atvinnulausir í maí og minnkar atvinnuleysi um 5,4% frá apríl, eða um 794 manns að meðaltali. 11.6.2010 12:06
Borgin tapaði 88 milljónum á fyrsta ársfjórðungi Samkvæmt árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er niðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 509 milljónir króna og rekstrarniðurstaða neikvæð um 88 milljónir króna. 11.6.2010 10:38
Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. 11.6.2010 10:03
Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. 11.6.2010 09:32
Góður árangur Dana á HM gæti kostað 25 milljarða Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna. 11.6.2010 07:47