Fleiri fréttir

Reitir II töpuðu rúmlega 4,4 milljörðum í fyrra

Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2009 nam 4,45 milljörðum króna samanborið við 13,2 milljarða króna tap á árinu 2008. Lækkun á gengi krónunnar og virðisrýrun á eignum félagsins eru stærstu áhrifavaldar í tapi félagsins.

Fer eftir reglum markaðarins

Samþykkt var á hluthafafundi Bakkavarar í gær að óska eftir afskráningu félagsins. Að því loknu verður Bakkavör breytt í einkahlutafélag.

Aðhefst ekki frekar vegna kaupa Ívars á Lýsi

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kaupa fjárfestingarfélagsins Ívars ehf. á 84% hlutafé í Lýsi hf. Fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að Ívar er í óbeinni eigu Fram ehf.

Milljarða skuld Ármanns afskrifuð

Afskrifa þarf líklega um fjögurra milljarða króna skuld félags í eigu Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Singer & Friedlander. Félagið hélt utan um eign Ármanns í Kaupþingi og eru eignir þess nú metnar á núll krónur.

Staða bankastjóra Landsbankans auglýst

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að auglýsa starf bankastjóra laust til umsóknar nú um helgina. Ásmundur Stefánsson hefur gegnt starfinu frá því í mars 2009, en hefur áður tilkynnt að hann sæktist ekki eftir endurráðningu.

Hagnaður Stoða nam 1,2 milljörðum í fyrra

Hagnaður Stoða af reglubundinni starfsemi félagsins á síðasta ári nam 1,2 milljörðum kr. Á aðalfundi Stoða í dag var ársreikningur Stoða fyrir árið 2009 lagður fram. Bókfært verðmæti eigna Stoða þann 31. desember 2009 var 33,5 milljarðar króna og skuldir félagsins, sem allar eru til langs tíma, námu 10 milljörðum króna. Eigið fé Stoða í árslok 2009 nam því 23,5 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall félagsins var 70%.

Gamma hækkaði um 0,1% í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 3,7 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1 milljarðs viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,7 milljarða viðskiptum.

Samkeppniseftirlitið fái nýjar og víðtækar heimildir

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum til þingflokka stjórnarflokkanna og Alþingis. Verði frumvarpið að lögum fær Samkeppniseftirlitið nýjar og víðtækari heimildir til að grípa inn í starfsemi fyrirtækja eða markaði, m.a. með því að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki ef samkeppni er takmörkuð eða hefur verið raskað.

Álverðið nokkuð stöðugt í um 2.200 dollurum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist nokkuð stöðugt í rúmlega 2.200 dollurum á tonnið allan þennan mánuð. Þetta er töluvert hærra verð en spáð hafði verið að verðið yrði að meðaltali í ár.

Alls 57 kaupsamingum þinglýst í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 19. mars til og með 25. mars 2010 var 57. Þar af voru 38 samningar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.565 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,5 milljónir króna.

KEA hagnaðist um 276 milljónir í fyrra

Samkvæmt óendurskoðuðu bráðabirgðauppgjöri KEA fyrir árið 2009 sem kynnt hefur verið fulltrúaráði félagsins nam hagnaður eftir skatta 276 milljónum króna. Hagnaður fyrir reiknaða skatta á sama tímabili nam 300 milljónum króna.

Haukar og dúfur í peningastefnunefnd

„Erlendis er það vinsæl íþrótt að ráða í grundvallarafstöðu einstakra meðlima peningastefnunefnda hinna ýmsu seðlabanka til vaxtastefnu viðkomandi banka. Eru sumir þeirra stimplaðir vaxtahaukar sem ávallt leggist á sveif með meira aðhaldi peningamálastefnu en kollegar þeirra, en aðrir þykja vera vaxtadúfur og þannig hallir undir minna peningalegt aðhald en gengur og gerist í nefndunum. Dæmi um þetta má t.d. finna í peningastefnunefnd Englandsbanka.“

Jeratún skilaði 38 milljóna tapi í fyrra

Jeratún skilaði tapi á árinu 2009 upp á 38 milljónir kr. og í lok þess var eigið fé neikvætt um sem nam 61,5 milljónum kr. samkvæmt ársreikningi. Ástæða fyrir þessu tapi má rekja til mikils fjármagnskostnaðar og of lágrar húsaleigu. Stjórnin mun leggja það til við hluthafafund félagsins að hlutafé verði aukið um 25 milljónir kr.

Stærsta bankahneyksli í sögu Danmerkur afhjúpað

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært tvo af bönkum landsins til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun af stærðargráðunni 300 milljónir danskra kr. eða tæpa 7 milljarða kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten er þetta sagt vera stærsta bankahneyksli í sögu landsins.

Útboð Strætó: Gengið til samninga við lægstbjóðendur

Verðtilboð í akstur strætisvagna fyrir Strætó bs. voru opnuð 10. mars síðastliðinn Alls bárust tilboð frá sjö aðilum og ákvað stjórn Strætó bs. á fundi sínum viku seinna að ganga til samninga við fyrirtækin Hagvagna og Kynnisferðir. Útboðið er til fjögurra ára og hefst akstur í lok ágúst 2010.

Hagnaður Seðlabankans 500 milljónir í fyrra

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður Seðlabanka Íslands í fyrra 500 milljónum króna. Á árinu 2008 varð hins vegar tæplega 184 milljarða króna tap á rekstri bankans fyrir endurheimtur frá ríkissjóði sem endurreistu eigið fé bankans. Þær endurheimtur námu 175 milljörðum króna og að teknu tilliti til þeirra varð endanlegt tap bankans 8,6 milljarðar króna.

Endurskipulagingu Icelandair að ljúka, engar afskriftir

Icelandair Group hf. og stærstu lánveitendur félagsins, Íslandsbanki og Glitnir banki hf., hafa komist að samkomulagi um með hvaða hætti stefnt skuli að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group.

Flókið og erfitt að láta krónuna fljóta

Endurskoða þarf lög um Seðlabankann í tengslum við endurskoðun á peningastefnunni, að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. „En að mínu viti þarf að skoða ýmislegt í þeim lögum hvort sem er,“ sagði hann á ársfundi Seðlabankans sem haldinn var í gær. „Ég tel mjög brýnt að reynt verði að stuðla að eins mikilli þverpólitískri sátt um þá endurskoðun og kostur er.“

Félag stofnað um Hverahlíðavirkjun

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir fjármálafyrirtæki tilbúin að koma að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar með svokallaðri verkefnafjármögnun.

Áætlun um aðstoð við Grikki samþykkt

AP Evruríkin sextán komu sér í gær saman um að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð, ef önnur úrræði duga ekki. Önnur evrulönd, sem eiga í alvarlegum fjárhagsvandræðum, geta fengið aðstoð á sömu forsendum.

Endurskoðun peningastefnu stendur fyrir dyrum

„Það stendur einnig til að endurskoða peningastefnuna. Fyrir því er fyrst sú praktíska ástæða að það þarf að móta þá peningastefnu sem tekur við af efnahagsáætluninni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum því að hún hentar ekki þegar gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt og Ísland er aftur orðið í fullum fjármálalegum tengslum við umheiminn."

Seðlabankinn kaupir skuldabréf fyrir 20 milljarða

Már Guðmundsson seðlabankastjóri skýrði frá því í dag í fyrsta skipti að Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum mánuðum keypt á eftirmarkaði skuldabréf úr þeim flokkum sem koma til gjalddaga veturinn 2011 og 2012. Nema þessi kaup að nafnvirði 116 milljónum evra, eða um 20 milljarða kr. og hafa verið gerð á mjög góðum kjörum.

Gengi bréfa Bakkavarar hækkaði um 3,33 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 3,33 prósent í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 1,28 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,27 prósent.

Gamma lækkaði um 0,2%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 10,2 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 4,2 milljarða viðskiptum.

Bílaleigan Alp sett í opið söluferli

Bevís ehf. hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í Alp ehf., sem rekur eina af stærstu bílaleigum Íslands undir vörumerkjum Avis og Budget.

Björgvin Guðmundsson nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins

Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hann tekur við stjórn blaðsins í dag af Sigurði Má Jónssyni. Björgvin hefur verið aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá því í október í fyrra. Þar áður var hann fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, fréttastjóri á Fréttablaðinu og ritstjóri Markaðarins, vikublaðs Fréttablaðsins um viðskipti.

Hérðasdómur staðfestir nauðasamning Bakkavarar

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag nauðasamning Bakkavarar Group hf. sem samþykktur var með 90% atkvæða (98% af fjárhæð krafna) á fundi með kröfuhöfum þann 4. mars 2010 eins og fram kom í tilkynningu félagsins þann sama dag.

Hernaðarfyrirtækið ECA bauð allt of lága leigu

Hernaðarfyrirtækið ECA Programs bauð allt of lága leigu fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ekki stendur til að niðurgreiða starfsemi félagsins þar af hálfu almennra flugfarþega. Þetta sagði Kristján Möller, samgönguráðherra í svari við fyrirspurn á Alþingi í morgun.

SI óskar þess að frumvarp Ögmundar dagi uppi

Ögmundur Jónasson leggur í fimmta sinn fram tillögu um að skerða samkeppnisstöðu innlendra bjórframleiðenda gagnvart erlendum. "Vonandi fer fyrir frumvarpi Ögmundar á sama veg og í hin skiptin fjögur, segir Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) í tilkynningu frá samtökunum.

Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook

Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.

Auknar efasemdir um evruna í Danmörku

Meirihluti Dana vill gerast aðili að myntbandalagi Evrópu samkvæmt niðurstöum nýrrar könnunar sem Hagstofa Danmerkur og Danske Bank gerðu í mars. Sagt er frá niðurstöðunum á danska vefnu epn.dk.

Kaupþing styður kaup 3i á 20% hlut í Refresco

Kaupþing banki, sem einn af hluthöfum Refresco, hefur stutt ferlið sem leitt hefur til þess að fjárfestingarfélagið 3i hefur keypt 20% hlut í Refresco. Þetta lýsi trausti á stjórn Refresco, stefnu fyrirtækisins og meirihlutaeigendum þess, sem eru íslenskir fjárfestar, en þeir eru auk Kaupþings, Vífilfell og Stoðir sem hafa leitt hópinn.

Alþjóðlegt fjárfestingarfélag kaupir 20% í Refresco

Eigendur Refresco, eins stærsta drykkjarvöruframleiðanda Evrópu, og alþjóðlega fjárfestingafélagið 3i hafa gert samkomulag um að 3i kaupi nýtt hlutafé í Refresco, sem nemur 20% af heildarhlutafé Refresco.

Breytingin á Bakkavör til skoðunar hjá FME

Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á eignarhaldi Bakkavarar og afskráningu félagsins úr Kauphöll, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Einn af lyklum að ríkisframlagi

Byr sparisjóður hefur sett þrettán prósenta hlut sinn í MP banka í söluferli. Það er Arion banki sem sér um söluna. Sparisjóðurinn er annar stærsti einstaki eigandi MP banka á eftir Margeiri Péturssyni stjórnarformanni og tengdum aðilum.

Saga Nordic Partners öll

Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn.

Sjá næstu 50 fréttir