Viðskipti innlent

Reitir II töpuðu rúmlega 4,4 milljörðum í fyrra

Tap Reita II ehf. (áður Landsafls ehf.) á árinu 2009 nam 4,45 milljörðum króna samanborið við 13,2 milljarða króna tap á árinu 2008. Lækkun á gengi krónunnar og virðisrýrun á eignum félagsins eru stærstu áhrifavaldar í tapi félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að tekjur félagsins á liðnu ári námu 1.743 milljónum króna en þær námu 1.643 milljónir króna árið 2008.

Heildareignir Reita II námu 21,2 milljörðum króna í árslok 2009, langtímaskuldir námu 17,1 milljörðum króna og eigið fé nam 3,85 milljörðum króna.

Árið var viðburðaríkt hjá félaginu og einkenndist af fjárhagslegri endurskipulagningu en henni lauk í október 2009 og hefur rekstrargrundvöllur félagsins verið treystur. Horfur í rekstri félagsins fyrir árið 2010 eru ágætar miðað við núverandi markaðsaðstæður.

Reitir II er í 100% eigu Reita fasteignafélags hf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×