Fleiri fréttir

Fá fimmtung til baka

Gangi áætlanir stjórnenda Straums eftir fá lánardrottnar Straums, sem eiga ekki forgangskröfur á bankann, allt frá 21 og upp í 66 prósent af kröfum sínum til baka.

Lýst eftir framtíðarsýn

Útflutningsgreinar þjóðarinnar eru brothættar og svo fáar að setja má kennitölu fyrirtækja á hverja grein. Þetta segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hermann flutti

Bíða enn heimildar bankans

Seðlabankinn hefur enn ekki veitt Landsvirkjun heimild til útgáfu á skuldabréfi í krónum og selja erlendum fjárfestum. Talið er að þeir hafi meiri áhuga á ríkistryggðum skuldabréfum.

Olíuverðið hátt

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir sjötíu dali á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í gær. Það hefur hækkað um sjö dali á tunnu á einni viku og ekki verið hærra í sjö mánuði.

Hannes Smárason selur íbúðina í London

Íbúð Hannesar Smárasonar í Lundúnum er til sölu fyrir um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Íbúðin er skráð á eignarhaldsfélagið Fjölnisvegur 9 ehf. sem er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Íbúðin er í Chelsea, einu dýrasta hverfi borgarinnar.

Lánadrottnar Kaupþings í Lúx samþykkja endurskipulagningu

Helstu lánadrottnar Kaupthing bank í Lúxemborg samþykktu í dag nýja áætlun um endurskipulagningu bankans sem unnin var í samráði við Blackfish Capital Management Limited sem er fjármálafyrirtæki í eigu Rowland fjölskyldunnar í Bretlandi. Samþykktu lánardrottnar sem eiga 98% af útistandandi kröfum samkomulagið og hins vegar 23 af þeim 25 bönkum um ræðir. Í báðum tilvikum þurfti samþykki meirihluta til að samkomulagið öðlaðist gildi.

Rio Tinto og Billington í eina sæng

Námurisinn Rio Tinto, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík, hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðan samning við kínverska fyrirtækið Chinalco og ganga þess í stað til samninga um sameiningu við BHP Billington-námurisann.

Óbreytti vextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í einu prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri.

Skref frá verðtryggingu

Lánasýsla ríkisins býður út nýjan flokk ríkisbréfa næstkomandi föstudag, nefndan RIKB25-0612. Athygli verkur að skuldabréfin eru óvertryggð og segir í greiningu IFS að með útgáfunni sé tekið skref í þá átt að draga úr vægi verðtryggingar.

Spjótin beinast að stjórnvöldum

„Þetta er allt of skammt farið, því miður, og veldur verulegum vonbrigðum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um hundrað punkta lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands í gær.

Efnahagsbrotadeild rannsakar Sterling-hringekjuna

Efnahagsbrotadeild rannsakar nú hvort að Pálmi Haraldsson í Fons og Hannes Smárason hafi grætt milljarða á kostnað hluthafa í FL Group í tengslum við viðskipti á danska flugfélaginu Sterling.

Gengi bréfa Century Aluminum hækkaði í mest í dag

Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, hækkaði um 2,32 prósent í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,84 prósent og Marel Food Systems um 0,54 prósent.

Nauðasamningur Teymis samþykktur

Kröfuhafar Teymis samþykktu á fundi sínum í dag, að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé í Teymi. Með þessum aðgerðum munu kröfuhafar Teymis eignast félagið að fullu ásamt dótturfélögum þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Teymi sendi frá sér í dag.

Vöruskipti hagstæði um 7,3 milljarða í maí

Vöruskipti voru hagstæð um 7,3 milljarða króna í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður neikvæður um tvo og hálfan milljarð og nemur viðsnúningurinn því tæpum tíu milljörðum milli ára.

Sérstakur saksóknari: Vill yfirheyra Al Thani

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sakskóknari, vill yfirheyra Sjeik Al Thani vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi. Grunur leikur á að kaupin hafi verið sýndarviðskipti.

Kauphöllin rólega af stað

Lítil viðskipti hafa verið í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Einungis hafa átt sér stað viðskipti með bréf í Færeyjabanka og Marel.

Efnahagsbrotadeild ekki beðið um gögn frá Fons

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur ekki beðið um bókhaldsgögn frá þrotabúi Fons, sem var eigu Pálma Haraldssonar. Fons lék lykilhlutverk í kaupunum á danska flugfélaginu Sterling. Efnahagsbrotadeildin rannsakar nú þátt Hannesar Smárasonar í kaupunum og framkvæmdi þrjár húsleitir í gær.

Rannsaka risalán FL Group til Hannesar

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar meint ólöglegt lán FL-Group upp á 46 milljónir dollara, eða fimm milljarði króna, til Hannesar Smárasonar sem á að hafa verið notað til kaupanna á Sterling flugfélaginu.

Vilja græða á íslenska bankahruninu

Erlendir vogunarsjóðir vonast til að græða mörg hundruð milljarða á íslenska bankahruninu með því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna á brunaútsölu. Dæmi eru um að bréfin hafi verið seld með allt að 95 prósenta afslætti.

Mikill fjárlagahalli í Bandaríkjunum

Ben S. Bernanke,seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að mikill fjárlagahalli ógni fjármálastöðugleika í landinu og stjórnvöld geti ekki haldið endalaust áfram að fá lánað á þeim kjörum sem nú bjóðast til að fjármagna hallann.

Peningastefnunefndin milli steins og sleggju

Greiningardeild Íslandsbanka segir peningastefnunefnd Seðlabankans vera á milli steins og sleggju þar sem bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins krefjist að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega. Þau segi það vera forsendu fyrir samningum.

Breytingar á framkvæmdastjórn Straums

Stephen Jack, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. hefur látið af störfum. Jakob Ásmundsson hefur tekið við sem framkvæmdarstjóri rekstrar og þar á meðal fjármála en hann var áður framkvæmdarstjóri áhættustýringar Straums.

Lífeyrissjóður kaupir 15% hlut í íslenskum verðbréfum

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur keypt tæplega 15% hlut í Íslenskum verðbréfum. Þar með eiga þrír lífeyrissjóðir tæplega 45% hlutafjár í félaginu, en hinir sjóðirnir eru Stapi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Íslensk verðbréf eru meðal elstu starfandi fjármálafyrirtækja á Íslandi en félagið var stofnað árið 1987.

Hlutabréf Marel Food Systems falla um 11,11 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 11,11 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Níu viðskipti upp á 55 milljónir króna standa á bak við viðskiptin.

Væntingar neytenda aukast í Bretlandi

Bretar hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu síðan í nóvember á síðasta ári. Væntingar Bretar voru mældar í nýliðnummánuði og mældist væntingavísitalan 53 stig samanborið við 51 stig í apríl. Svo háar tölur hafa ekki sést síðan í nóvember í fyrra.

Í ráðgjöf AGS er meiri pólitík en hagfræði

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lýsti því yfir við síðustu ákvörðun sína um stýrivexti í maíbyrjun, þegar vextir voru lækkaðir um 2,5 prósentustig, í 13 prósent, að á næsta ákvörðunardegi yrði haldið áfram á svipaðri braut, með veglegri lækkun. Stefnan sem þar var mörkuð er í samræmi við álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birt var deginum áður.

Rafrænar dagbækur Trackwell í Færeyjum

„Við ætlum að prufukeyra rafrænu afladagbækurnar í fjórum skipum í Færeyjum í sumar en vonumst til að þær verði settar upp í öllum færeyska fiskiskipaflotanum,“ segir Steingrímur Gunnarsson, sölustjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Trackwell.

Ryanair tapar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tapaði 169 milljónum evra, jafnvirði 29 milljarða króna, á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skiptið frá stofnun flugfélagsins fyrir tuttugu árum sem það skilar tapi. Árið áður nam hagnaður 391 milljón evra.

Leitið og þér munið finna?

Netverjar lesa vefsíður með öðrum hætti en ritmál. Þeir skanna síður og meta hvort þar sé að finna umbeðnar upplýsingar. Því þurfa vefstjórar að fanga athygli gesta sinna við komuna og gefa þeim vonir um, að spurningum þeirra verði svarað á viðeigandi undirsíðum.

Gengið gæti styrkst um 30 prósent á einu ári

„Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar,“ segir Baldur Péturs­son, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD).

Litli-Straumur rís úr rústum Straums

Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars.

Höfðu ekki áhuga á SPRON

„Við skoðuðum SPRON en höfðum ekki áhuga á að kaupa netbanka og húsgögn,“ segir Janus Pedersen, forstjóri Føroya Banka. Hann segir fréttaflutning af meintum áhuga bankans á SPRON byggðan á veikum grunni.

Frumlegir Færeyingar

Færeysku fyrirtækin sem skráð eru á markað í Kauphöllina hér héldu fjárfestaþing í gær þar sem þau kynntu starfsemi sína og afkomu upp á síðkastið. Þingið var vel sótt og góður rómur gerður að því.

Íslensk framleiðsla

Hærri álögur hins opinbera á eigendur ökutækja í gegnum bensínskattinn í síðustu viku gætu ýtt undir framleiðslu á innlendu eldsneyti.

Hertar reglur veikja gengið erlendis

Gengi krónunnar hefur veikst á aflandsmarkaði (utan landsteinanna) þótt það hafi styrkst hér innanlands síðustu daga. Þetta kemur fram í Hagsjá, nýju daglegu vefriti hagfræðideildar Landsbankans.

Eigandaskipti Iceland Express hugsanlega ólögleg

Skiptastjóri þrotabús Fons skoðar nú hvort eigendaskipti á Iceland Express undir lok síðasta árs hafi verið ólögleg. Níutíu prósent hlutur í flugfélaginu fluttist á milli tveggja félaga sem bæði voru í eigu Pálma Haraldssonar.

Sjá næstu 50 fréttir