Viðskipti innlent

Mælir ekki með að ríkið kaupi skuldabréf gömlu bankanna á afslætti

Viðskiptaráðherra segist ekki geta mælt með því að íslenska ríkið kaupi skuldabréf gömlu bankanna á afslætti til að selja þau síðar með hagnaði. Erlendir vogunarsjóðir vonast til að græða mörg hundruð milljarða með þessu hætti.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag eru skuldabréf gömlu bankanna nú seld á allt 95 prósenta afslætti á mörkuðum erlendis. Kaupendur eru flestum tilvikum erlendir vogunarsjóðir sem veðja á að meira fáist út úr þrotabúi bankanna en væntingar gera ráð fyrir.

Vonast sjóðirnir til að græða mörg hundruð milljarða á viðskiptunum. Gylfi segist ekki álíta að ríkið geti gert hið sama. „Ég á mjög erfitt með að sjá að íslenska ríkið gæti réttlætt það að hætta fé á þennan hátt. Það getur vel verið að einhverjir sjái þarna hagnaðarvon en það er án efa verulega áhætta líka þannig að þetta er ekki fjárfesting af þeirri tegund sem er eðlilegt að ríkið standi í," segir Gylfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×