Fleiri fréttir Milljarðamæringum Bretlands fækkar Kreppan hefur gengið nokkuð á auðæfi ríkustu manna Bretlands samkvæmt árlegum lista yfir ríka þar í landi sem birt er í sunnudagsútgáfu Lundúnablaðsins Times í morgun. 26.4.2009 10:25 Spáir 11,7% verðbólgu í apríl Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í apríl. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 15,2% í 11,7% og verður hún þá svipuð og fyrir ári síðan. 25.4.2009 20:51 Nýherji skilar hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja segir að afkoma samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2009 hafi batnað umtalsvert frá fjórða ársfjórðungi 2008. Hann segir að þær fjölþættu aðgerðir sem gripið hafi verið til í því markmiði að lækka rekstrarkostnað samstæðunnar. vegna sviptinga og óvissu í íslensku efnahagsumhverfi séu komnar fram að hluta. Í febrúarmánuði hafi til dæmis komið til framkvæmdar 10% launalækkun hjá öllum starfsmönnum Nýherja og dótturfélaga á Íslandi. 25.4.2009 13:33 Decode selur Celera Decode hefur selt bandaríska líftæknifyrirtækinu Celera rétt á notkun á þremur erfðaprófum sem meta líkurnar á áhættuþáttum á borð við hjartasjúkdóma og sykursýki. 25.4.2009 10:06 Byr vill taka yfir greiðslumiðlun sparisjóðanna Byr hefur falast eftir því að taka yfir innlenda og erlenda greiðslumiðlun sparisjóðanna. Greiðslumiðlunin var áður í höndum Sparisjóðabankans en við þrot hans var gert ráð fyrir að sú þjónusta færðist yfir til Seðlabankans. 25.4.2009 10:03 Bréfin ruku upp um 390 prósent „Þetta er afskaplega góður samningur og jafngildir því að erfðaprófin eru komin í hillu í mjög stórri búð," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode en fyrirtækið hefur selt bandaríska líftæknifyrirtækinu Celera rétt á notkun á þremur erfðaprófum sem meta líkurnar á áhættuþáttum á borð við hjartasjúkdóma og sykursýki. 25.4.2009 07:30 Kolsvart ár í bókum Nomura Nomura Holdings, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Japans, tapaði 709,4 milljörðum jena, jafnvirði 950 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Hrun á fjármálamörkuðum og kaup á þrotabúi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndum skömmu eftir þrot bankans í september brenndu gat í bækur fyrirtækisins. 25.4.2009 07:00 Enn djúp kreppa í Bretlandi Breska hagkerfið dróst saman um 1,9 prósent á fyrsta fjórungi ársins, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar. Niðurstaðan er 0,4 prósentustigum svartari en spáð var. Til samanburðar nam samdrátturinn 1,6 prósentum á síðasta fjórðungi í fyrra. 25.4.2009 05:00 Rekstur Icelandair Group jákvæður Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk betur á fyrsta ársfjórðungi 2009 en áætlanir félagsins sögðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Munar þar mestu um að afkoma stærstu félaganna í samstæðunni, Icelandair og Travel Service, var talsvert umframvæntingar og hefur Icelandair ekki skilað jafn góðri rekstrarniðurstöðu á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) frá stofnun félagsins í núverandi mynd eða frá árinu 2002. 24.4.2009 21:01 Erlendir kröfuhafar í mál vegna yfirtöku ríkisins á SPRON Erlendir kröfuhafar SPRON hafa ákveðið að stefna íslenska ríkinu, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og SPRON vegna yfirtöku ríkisins á rekstri bankans. 24.4.2009 18:45 Gengi bréfa Marel Food Systems féll um fimm prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um fimm prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,77 prósent. Hins vegar skaust gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, upp um 11,33 prósent. 24.4.2009 16:35 Lífleg skuldabréfaviðskipti á miðvikudaginn Skuldabréfamarkaður kvaddi viðburðaríkan vetur með líflegum viðskiptum. Alls nam veltan á miðvikudag, síðasta dag vetrar, 13,6 milljörðum króna í ríkisbréfum og íbúðabréfum. Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að kaupáhugi hafi verið töluverður fram eftir degi og krafa flestra markflokka lækkað, en kröfulækkun ríkisbréfa gengið að hluta til baka fyrir dagslok. 24.4.2009 16:14 Ekki tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum ESB Ekki er tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum innan ESB samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þetta eru niðurstöður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem reifaðar eru í svokallaðri Grænbók um sjávarútvegsstefnu sambandsins. Skýrslan var kynnt á miðvikudag. 24.4.2009 15:54 Bankastjóri í 21 dag Sveinn Andri Sveinsson, sem ráðinn var bankastjóri Sparisjóðabankans þegar skilanefnd tók hann yfir um síðustu mánaðarmót, hefur látið af störfum, eftir 21 dag á forstjórastóli. Hann segir að skilanefnd bankans hafi ákveðið að spila stærri rullu í starfssemi bankans áður hafi verið ráð fyrir gert og því hafi reynst þarflaust að vera með bankastjóra. 24.4.2009 15:03 Álver gæti brætt 50% jöklabréfanna Hugmyndir um að leysa töluverðan hluta jöklabréfavandans með því að skipta þeim yfir í skuldabréf í dollurum sem Norðurál (Century Aluminium) myndi gefa út eru komnar lengra á skrið en áður var talið. Hægt væri að losa um 50% útistandandi jöklabréfa ef þessar hugmyndir verða að veruleika. 24.4.2009 10:41 Marel eitt á hreyfingu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems lækkaði um 2,96 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fjögur viðskipti upp á 24,7 milljónir króna standa á bak við lækkunina. 24.4.2009 10:33 Lífeyrisréttindi skert um 10% Samþykkt var í gær að lækka áunnin réttindi lífeyrisþega hjá lífeyrissjóðnum Gildi um 10%. Nafnávöxtun sjóðsins var neikvæð um 14,8% og raunávöxtun neikvæð um 26,7% á árinu 2008. Þetta kom fram þegar afkoma sjóðsins var kynnt á ársfundi í gær. Hrein eign til greiðslu lífeyris var tæpir 209 milljarðar króna í árslok og lækkaði um rúma 29 milljarða eða um 12,3% frá árslokum 2007. 24.4.2009 10:31 Hafa tapað 9 milljörðum á Debenhamshlutum Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens. 24.4.2009 10:00 Kaupmáttur launa jókst í mars Kaupmáttur launa jókst um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar lækkað um 8,4%. Kaupmáttarþróunina má að hluta til skýra með því að samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008 átti 13.500 króna hækkun launataxta að koma til framkvæmda þann 1. mars 2009. Þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins um frestun launahækkana komu þær til framkvæmda hjá hluta þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum atvinnulífsins. 24.4.2009 09:30 Seðlabankinn lækkar dráttarvexti Grunnur dráttarvaxta hefur lækkað um 1,5% frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun úr 17,0% í 15,5%. Dráttavextir lækka því frá 1. maí 2009 um 1,5% verða 22,5% fyrir tímabilið 1. maí - 31. maí 2009. 24.4.2009 09:18 Chrysler hefur viku til að semja um kaup á Fiat Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler hefur nú eina viku til að ná samningum um kaup á ítölsku Fiat-verksmiðjunum til að styrkja stöðu sína. Bandaríkjastjórn hefur veitt frest til mánaðamóta til að ganga frá kaupunum en verði ekki af þeim er hætt við að Chrysler glati opinberum styrkjum sínum sem haldið hafa verksmiðjunum gangandi síðan í fyrra. 24.4.2009 07:25 Bretland ekki í jafnvægi fyrr en 2032 Skuldastaða Bretlands verður ekki komin í eðlilegt horf fyrr en árið 2032, eða eftir 23 ár. Þetta segja hagfræðingar bresku hagfræðistofnunarinnar IFS. 24.4.2009 07:22 Halli á vöruskiptum í Japan Halli var á vöruskiptum Japana í mars, sá fyrsti sem sést hefur þar í landi í 28 ár. Þrátt fyrir þetta voru vöruskipti jákvæð um ellefu milljarða jena í mánuðinum. Það jafngildir 14,6 milljörðum íslenskra króna. 24.4.2009 06:00 Orðrómur um yfirtöku ríkisins á Icelandair rangur Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 23.4.2009 18:07 Efnahagskerfi Rússa dregst saman Rússar neyðast til að draga einkaneyslu og rússnesk stjórnvöld þurfa draga gríðarlega úr útgjöldum vegna rekstrar ríkisins. Þetta segir Alexei Kudrin, fjármálaráðherra landsins. Efnahagskerfi Rússlands dróst saman um 9,5% fyrstu þrjá mánuði ársins. 23.4.2009 17:13 Samdrætti spáð í Þýskalandi Von er á yfir 6% samdrætti í efnahagslífi Þýskalands ef spár helstu sérfræðinga og þýska fjármálaráðuneytisins ná fram að ganga. Talið er að samdrátturinn nái hámarki 2010. Þá er 10% atvinnuleysi spáð á sama tímabili. 23.4.2009 14:15 Ölgerðin varð af stórum samning vegna óstöðugleika krónunnar Ölgerðin Egill Skallagrímsson varð af 200 til 300 milljónum á ári vegna óstöðugleika krónunnar þegar breskt fyrirtæki sem vildi kaupa mikið magn af bjór frá fyrirtækinu hætti við og líkti viðskiptum með íslensku krónuna við fjárhættuspil. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 23.4.2009 13:36 Fjórfalt fleiri fyrirtæki í vanda en fyrir bankahrunið Fjórfalt fleiri fyrirtæki eru nú í vanda en fyrir bankahrunið ef miðað er við upplýsingar frá Creditinfo um greiðsluhegðun fyrirtækja. Sífellt fleiri fyrirtæki eiga á brattann að sækja, samkvæmt mælingum Creditinfo á greiðsluhegðun fyrirtækja. 23.4.2009 12:09 Tryggingamiðstöðin tapaði 17,6 milljörðum í fyrra. Tryggingamiðstöðin tapaði 17,6 milljörðum króna í fyrra. Hamfarir á fjármálamörkuðum setja mark sitt á afkomu félagsins. Tap vegna norska dótturfélagsins NEMI sem nú hefur verið selt, nam 12,1 milljarði króna og tap vegna innlendrar starfsemi TM nam 5,5 milljörðum króna. Þrátt fyrir afar erfiðar rekstraraðstæður á árinu 2008 er fjárhagsstaða TM sterk og eignir á móti vátryggingaskuld traustar. 23.4.2009 10:10 Einn í peningastefnunefnd vildi 2-3% stýrivaxtalækkun Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd taldi að rétt væri að taka heldur stærra skref við síðustu stýrivaxtalækkun og lagði til að vaxtalækkunin yrði á bilinu 2,0 til 3,0 prósentustig. 22.4.2009 16:17 Sótt um lóð undir olíubirgðastöð á Reyðarfirði Verkfræðistofan Mannvit hefur sótt um lóð fyrir 244.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Reyðarfirði, fyrir hönd Atlantic Tank Storage og var fjallað um umsóknina í umhverfisnefnd Fjarðarbyggðar í dag. 22.4.2009 16:29 Sparnaður ehf. höfðar mál gegn ríkisbönkunum Sparnaður ehf hefur höfðað mál á hendur ríkisbönkunum þremur, NBI, Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi banka, til viðurkenningar á skaðabótaskyldu bankanna vegna ólögmætra hindrana á Uppgreiðsluþjónustu lána. 22.4.2009 15:34 Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,79 prósent í dag og Össurar um 0,88 prósent. Þetta voru einu hækkanir dagsins. 22.4.2009 16:50 Vaki fiskeldskerfi hlýtur Útflutningsverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í dag fyrirtækinu Vaka fiskeldiskerfi hf. Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. 22.4.2009 16:01 Danska krónan að skríða yfir 23 íslenskar Danska krónan kostar nú rétt tæpar 23 krónur íslenskar en gengi krónunnar hefur haldið áfram að veikjast í dag. Nemur veikingin rúmu prósenti og stendur gengisvísitalan í 225 stigum. 22.4.2009 15:27 Bresk stjórnvöld boða 50% hátekjuskatt Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands boðaði 50% hátekjuskatt í framsöguræðu sinni um bresku fjárlögin í dag. Á skatturinn að aðstoða breska ríkið við að ná endum saman en lántaka ríkisins í kreppunni hefur slegið öll met. 22.4.2009 15:10 Morgan Stanley eyðilagði uppgjörsveisluna Eftir röð af góðum uppgjörum bandarísku stórbankanna í vikunni kom Morgan Stanley með sitt eftir fjórða ársfjóðung og eyðilagði veisluna. 22.4.2009 12:56 Stofna eignastýringarfyrirtæki í Lúxemborg Nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum íslensku bankanna í Lúxemborg hafa nú stofnað nýtt eignastýringarfyrirtæki þar í landi. Að félaginu standa nokkrir fyrrverandi starfsmenn útibúa Landsbankans og Kaupþings í Lúxemborg en fyrirtækið hefur fengið starfsleyfi frá fjármálaráðuneytinu þar í landi. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 22.4.2009 12:53 Líf og fjör á skuldabréfamarkaðinum Líflegt var á skuldabréfamarkaði í gær og sömu sögu má segja um það sem af er morgni. Alls nam veltan í ríkisbréfum og íbúðabréfum tæplega 7,1 milljarði kr. í gær og þegar þetta er ritað (kl.11:30 f.h.) er velta dagsins tæpir 3 milljarðar kr. í fyrrnefndu bréfunum en 1,5 milljarða kr. í þeim síðarnefndu. 22.4.2009 12:16 Svörtustu fjárlög í sögu Breta Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands kynnir í hádeginu svörtustu fjárlög sem Bretar hafa séð í mannsaldur eða meira. 22.4.2009 12:09 Gallerí 101 Projects lokar vegna kreppunnar Eigendur 101 Projects hafa sent frá sér tilkynningu um að starfsemi 101 Projects, áður 101 Gallery, verður lögð niður um óákveðinn tíma vegna krappra aðstæðna í þjóðfélaginu en opnar vonandi að nýju með betri tíð. 22.4.2009 12:04 Skuldatryggingaálag Íslands hátt en fer lækkandi Skuldatryggingaálag til fimm ára fyrir íslenska ríkið, sem við hrun bankanna í fyrra fór úr 4% í nærri 15% stóð í nærri 11% í mars síðastliðnum. Nú er það komið í 8,5%. 22.4.2009 11:32 Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." 22.4.2009 11:11 Gengi bréfa Century Aluminum lækka í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði um 1,41 prósent í tvennum viðskiptum upp á 441 þúsund krónur í Kauphöllinni við upphaf dags. Þetta er jafnframt eina hreyfing dagsins. 22.4.2009 10:29 Ferðaþjónusta á landsbyggðinni fær 100 milljónir í styrki Iðnaðarráðuneytið hefur úthlutað 100 milljónum kr. til ýmissa verkefna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Alls sóttu 210 aðilar um styrkina en úthlutunin nær til 46 aðila. 22.4.2009 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Milljarðamæringum Bretlands fækkar Kreppan hefur gengið nokkuð á auðæfi ríkustu manna Bretlands samkvæmt árlegum lista yfir ríka þar í landi sem birt er í sunnudagsútgáfu Lundúnablaðsins Times í morgun. 26.4.2009 10:25
Spáir 11,7% verðbólgu í apríl Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í apríl. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 15,2% í 11,7% og verður hún þá svipuð og fyrir ári síðan. 25.4.2009 20:51
Nýherji skilar hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja segir að afkoma samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi 2009 hafi batnað umtalsvert frá fjórða ársfjórðungi 2008. Hann segir að þær fjölþættu aðgerðir sem gripið hafi verið til í því markmiði að lækka rekstrarkostnað samstæðunnar. vegna sviptinga og óvissu í íslensku efnahagsumhverfi séu komnar fram að hluta. Í febrúarmánuði hafi til dæmis komið til framkvæmdar 10% launalækkun hjá öllum starfsmönnum Nýherja og dótturfélaga á Íslandi. 25.4.2009 13:33
Decode selur Celera Decode hefur selt bandaríska líftæknifyrirtækinu Celera rétt á notkun á þremur erfðaprófum sem meta líkurnar á áhættuþáttum á borð við hjartasjúkdóma og sykursýki. 25.4.2009 10:06
Byr vill taka yfir greiðslumiðlun sparisjóðanna Byr hefur falast eftir því að taka yfir innlenda og erlenda greiðslumiðlun sparisjóðanna. Greiðslumiðlunin var áður í höndum Sparisjóðabankans en við þrot hans var gert ráð fyrir að sú þjónusta færðist yfir til Seðlabankans. 25.4.2009 10:03
Bréfin ruku upp um 390 prósent „Þetta er afskaplega góður samningur og jafngildir því að erfðaprófin eru komin í hillu í mjög stórri búð," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode en fyrirtækið hefur selt bandaríska líftæknifyrirtækinu Celera rétt á notkun á þremur erfðaprófum sem meta líkurnar á áhættuþáttum á borð við hjartasjúkdóma og sykursýki. 25.4.2009 07:30
Kolsvart ár í bókum Nomura Nomura Holdings, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Japans, tapaði 709,4 milljörðum jena, jafnvirði 950 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Hrun á fjármálamörkuðum og kaup á þrotabúi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndum skömmu eftir þrot bankans í september brenndu gat í bækur fyrirtækisins. 25.4.2009 07:00
Enn djúp kreppa í Bretlandi Breska hagkerfið dróst saman um 1,9 prósent á fyrsta fjórungi ársins, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar. Niðurstaðan er 0,4 prósentustigum svartari en spáð var. Til samanburðar nam samdrátturinn 1,6 prósentum á síðasta fjórðungi í fyrra. 25.4.2009 05:00
Rekstur Icelandair Group jákvæður Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk betur á fyrsta ársfjórðungi 2009 en áætlanir félagsins sögðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Munar þar mestu um að afkoma stærstu félaganna í samstæðunni, Icelandair og Travel Service, var talsvert umframvæntingar og hefur Icelandair ekki skilað jafn góðri rekstrarniðurstöðu á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) frá stofnun félagsins í núverandi mynd eða frá árinu 2002. 24.4.2009 21:01
Erlendir kröfuhafar í mál vegna yfirtöku ríkisins á SPRON Erlendir kröfuhafar SPRON hafa ákveðið að stefna íslenska ríkinu, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og SPRON vegna yfirtöku ríkisins á rekstri bankans. 24.4.2009 18:45
Gengi bréfa Marel Food Systems féll um fimm prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um fimm prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,77 prósent. Hins vegar skaust gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, upp um 11,33 prósent. 24.4.2009 16:35
Lífleg skuldabréfaviðskipti á miðvikudaginn Skuldabréfamarkaður kvaddi viðburðaríkan vetur með líflegum viðskiptum. Alls nam veltan á miðvikudag, síðasta dag vetrar, 13,6 milljörðum króna í ríkisbréfum og íbúðabréfum. Í greiningu Íslandsbanka kemur fram að kaupáhugi hafi verið töluverður fram eftir degi og krafa flestra markflokka lækkað, en kröfulækkun ríkisbréfa gengið að hluta til baka fyrir dagslok. 24.4.2009 16:14
Ekki tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum ESB Ekki er tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum innan ESB samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þetta eru niðurstöður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem reifaðar eru í svokallaðri Grænbók um sjávarútvegsstefnu sambandsins. Skýrslan var kynnt á miðvikudag. 24.4.2009 15:54
Bankastjóri í 21 dag Sveinn Andri Sveinsson, sem ráðinn var bankastjóri Sparisjóðabankans þegar skilanefnd tók hann yfir um síðustu mánaðarmót, hefur látið af störfum, eftir 21 dag á forstjórastóli. Hann segir að skilanefnd bankans hafi ákveðið að spila stærri rullu í starfssemi bankans áður hafi verið ráð fyrir gert og því hafi reynst þarflaust að vera með bankastjóra. 24.4.2009 15:03
Álver gæti brætt 50% jöklabréfanna Hugmyndir um að leysa töluverðan hluta jöklabréfavandans með því að skipta þeim yfir í skuldabréf í dollurum sem Norðurál (Century Aluminium) myndi gefa út eru komnar lengra á skrið en áður var talið. Hægt væri að losa um 50% útistandandi jöklabréfa ef þessar hugmyndir verða að veruleika. 24.4.2009 10:41
Marel eitt á hreyfingu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems lækkaði um 2,96 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fjögur viðskipti upp á 24,7 milljónir króna standa á bak við lækkunina. 24.4.2009 10:33
Lífeyrisréttindi skert um 10% Samþykkt var í gær að lækka áunnin réttindi lífeyrisþega hjá lífeyrissjóðnum Gildi um 10%. Nafnávöxtun sjóðsins var neikvæð um 14,8% og raunávöxtun neikvæð um 26,7% á árinu 2008. Þetta kom fram þegar afkoma sjóðsins var kynnt á ársfundi í gær. Hrein eign til greiðslu lífeyris var tæpir 209 milljarðar króna í árslok og lækkaði um rúma 29 milljarða eða um 12,3% frá árslokum 2007. 24.4.2009 10:31
Hafa tapað 9 milljörðum á Debenhamshlutum Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens. 24.4.2009 10:00
Kaupmáttur launa jókst í mars Kaupmáttur launa jókst um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar lækkað um 8,4%. Kaupmáttarþróunina má að hluta til skýra með því að samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008 átti 13.500 króna hækkun launataxta að koma til framkvæmda þann 1. mars 2009. Þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins um frestun launahækkana komu þær til framkvæmda hjá hluta þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum atvinnulífsins. 24.4.2009 09:30
Seðlabankinn lækkar dráttarvexti Grunnur dráttarvaxta hefur lækkað um 1,5% frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun úr 17,0% í 15,5%. Dráttavextir lækka því frá 1. maí 2009 um 1,5% verða 22,5% fyrir tímabilið 1. maí - 31. maí 2009. 24.4.2009 09:18
Chrysler hefur viku til að semja um kaup á Fiat Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler hefur nú eina viku til að ná samningum um kaup á ítölsku Fiat-verksmiðjunum til að styrkja stöðu sína. Bandaríkjastjórn hefur veitt frest til mánaðamóta til að ganga frá kaupunum en verði ekki af þeim er hætt við að Chrysler glati opinberum styrkjum sínum sem haldið hafa verksmiðjunum gangandi síðan í fyrra. 24.4.2009 07:25
Bretland ekki í jafnvægi fyrr en 2032 Skuldastaða Bretlands verður ekki komin í eðlilegt horf fyrr en árið 2032, eða eftir 23 ár. Þetta segja hagfræðingar bresku hagfræðistofnunarinnar IFS. 24.4.2009 07:22
Halli á vöruskiptum í Japan Halli var á vöruskiptum Japana í mars, sá fyrsti sem sést hefur þar í landi í 28 ár. Þrátt fyrir þetta voru vöruskipti jákvæð um ellefu milljarða jena í mánuðinum. Það jafngildir 14,6 milljörðum íslenskra króna. 24.4.2009 06:00
Orðrómur um yfirtöku ríkisins á Icelandair rangur Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 23.4.2009 18:07
Efnahagskerfi Rússa dregst saman Rússar neyðast til að draga einkaneyslu og rússnesk stjórnvöld þurfa draga gríðarlega úr útgjöldum vegna rekstrar ríkisins. Þetta segir Alexei Kudrin, fjármálaráðherra landsins. Efnahagskerfi Rússlands dróst saman um 9,5% fyrstu þrjá mánuði ársins. 23.4.2009 17:13
Samdrætti spáð í Þýskalandi Von er á yfir 6% samdrætti í efnahagslífi Þýskalands ef spár helstu sérfræðinga og þýska fjármálaráðuneytisins ná fram að ganga. Talið er að samdrátturinn nái hámarki 2010. Þá er 10% atvinnuleysi spáð á sama tímabili. 23.4.2009 14:15
Ölgerðin varð af stórum samning vegna óstöðugleika krónunnar Ölgerðin Egill Skallagrímsson varð af 200 til 300 milljónum á ári vegna óstöðugleika krónunnar þegar breskt fyrirtæki sem vildi kaupa mikið magn af bjór frá fyrirtækinu hætti við og líkti viðskiptum með íslensku krónuna við fjárhættuspil. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 23.4.2009 13:36
Fjórfalt fleiri fyrirtæki í vanda en fyrir bankahrunið Fjórfalt fleiri fyrirtæki eru nú í vanda en fyrir bankahrunið ef miðað er við upplýsingar frá Creditinfo um greiðsluhegðun fyrirtækja. Sífellt fleiri fyrirtæki eiga á brattann að sækja, samkvæmt mælingum Creditinfo á greiðsluhegðun fyrirtækja. 23.4.2009 12:09
Tryggingamiðstöðin tapaði 17,6 milljörðum í fyrra. Tryggingamiðstöðin tapaði 17,6 milljörðum króna í fyrra. Hamfarir á fjármálamörkuðum setja mark sitt á afkomu félagsins. Tap vegna norska dótturfélagsins NEMI sem nú hefur verið selt, nam 12,1 milljarði króna og tap vegna innlendrar starfsemi TM nam 5,5 milljörðum króna. Þrátt fyrir afar erfiðar rekstraraðstæður á árinu 2008 er fjárhagsstaða TM sterk og eignir á móti vátryggingaskuld traustar. 23.4.2009 10:10
Einn í peningastefnunefnd vildi 2-3% stýrivaxtalækkun Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd taldi að rétt væri að taka heldur stærra skref við síðustu stýrivaxtalækkun og lagði til að vaxtalækkunin yrði á bilinu 2,0 til 3,0 prósentustig. 22.4.2009 16:17
Sótt um lóð undir olíubirgðastöð á Reyðarfirði Verkfræðistofan Mannvit hefur sótt um lóð fyrir 244.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Reyðarfirði, fyrir hönd Atlantic Tank Storage og var fjallað um umsóknina í umhverfisnefnd Fjarðarbyggðar í dag. 22.4.2009 16:29
Sparnaður ehf. höfðar mál gegn ríkisbönkunum Sparnaður ehf hefur höfðað mál á hendur ríkisbönkunum þremur, NBI, Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi banka, til viðurkenningar á skaðabótaskyldu bankanna vegna ólögmætra hindrana á Uppgreiðsluþjónustu lána. 22.4.2009 15:34
Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,79 prósent í dag og Össurar um 0,88 prósent. Þetta voru einu hækkanir dagsins. 22.4.2009 16:50
Vaki fiskeldskerfi hlýtur Útflutningsverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í dag fyrirtækinu Vaka fiskeldiskerfi hf. Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. 22.4.2009 16:01
Danska krónan að skríða yfir 23 íslenskar Danska krónan kostar nú rétt tæpar 23 krónur íslenskar en gengi krónunnar hefur haldið áfram að veikjast í dag. Nemur veikingin rúmu prósenti og stendur gengisvísitalan í 225 stigum. 22.4.2009 15:27
Bresk stjórnvöld boða 50% hátekjuskatt Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands boðaði 50% hátekjuskatt í framsöguræðu sinni um bresku fjárlögin í dag. Á skatturinn að aðstoða breska ríkið við að ná endum saman en lántaka ríkisins í kreppunni hefur slegið öll met. 22.4.2009 15:10
Morgan Stanley eyðilagði uppgjörsveisluna Eftir röð af góðum uppgjörum bandarísku stórbankanna í vikunni kom Morgan Stanley með sitt eftir fjórða ársfjóðung og eyðilagði veisluna. 22.4.2009 12:56
Stofna eignastýringarfyrirtæki í Lúxemborg Nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum íslensku bankanna í Lúxemborg hafa nú stofnað nýtt eignastýringarfyrirtæki þar í landi. Að félaginu standa nokkrir fyrrverandi starfsmenn útibúa Landsbankans og Kaupþings í Lúxemborg en fyrirtækið hefur fengið starfsleyfi frá fjármálaráðuneytinu þar í landi. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 22.4.2009 12:53
Líf og fjör á skuldabréfamarkaðinum Líflegt var á skuldabréfamarkaði í gær og sömu sögu má segja um það sem af er morgni. Alls nam veltan í ríkisbréfum og íbúðabréfum tæplega 7,1 milljarði kr. í gær og þegar þetta er ritað (kl.11:30 f.h.) er velta dagsins tæpir 3 milljarðar kr. í fyrrnefndu bréfunum en 1,5 milljarða kr. í þeim síðarnefndu. 22.4.2009 12:16
Svörtustu fjárlög í sögu Breta Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands kynnir í hádeginu svörtustu fjárlög sem Bretar hafa séð í mannsaldur eða meira. 22.4.2009 12:09
Gallerí 101 Projects lokar vegna kreppunnar Eigendur 101 Projects hafa sent frá sér tilkynningu um að starfsemi 101 Projects, áður 101 Gallery, verður lögð niður um óákveðinn tíma vegna krappra aðstæðna í þjóðfélaginu en opnar vonandi að nýju með betri tíð. 22.4.2009 12:04
Skuldatryggingaálag Íslands hátt en fer lækkandi Skuldatryggingaálag til fimm ára fyrir íslenska ríkið, sem við hrun bankanna í fyrra fór úr 4% í nærri 15% stóð í nærri 11% í mars síðastliðnum. Nú er það komið í 8,5%. 22.4.2009 11:32
Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." 22.4.2009 11:11
Gengi bréfa Century Aluminum lækka í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði um 1,41 prósent í tvennum viðskiptum upp á 441 þúsund krónur í Kauphöllinni við upphaf dags. Þetta er jafnframt eina hreyfing dagsins. 22.4.2009 10:29
Ferðaþjónusta á landsbyggðinni fær 100 milljónir í styrki Iðnaðarráðuneytið hefur úthlutað 100 milljónum kr. til ýmissa verkefna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Alls sóttu 210 aðilar um styrkina en úthlutunin nær til 46 aðila. 22.4.2009 10:17