Viðskipti innlent

Decode selur Celera

Kári Stefánsson forstjóri Decode.
Kári Stefánsson forstjóri Decode.

Decode hefur selt bandaríska líftæknifyrirtækinu Celera rétt á notkun á þremur erfðaprófum sem meta líkurnar á áhættuþáttum á borð við hjartasjúkdóma og sykursýki.

Forstjóri Decode, Kári Stefánsson, segir í Fréttablaðinu í dag að samningurinn jafngildi því að erfðaprófin séu komin í hillu í mjög stórri búð. Kári segir samninginn skipta miklu fyrir fjárhagslega endurskipulagningu deCode sem staðið hefur yfir frá í fyrra.

Celera greiðir við undirritun og fær deCode hlutdeild af framtíðartekjum vegna þessa. Kári reiknar með að fleiri samningar sem þessi eigi eftir að líta dagsins ljós á næstunni. Fjárfestar tóku fréttunum afar vel en gengi bréfa í fyrirtækinu rauk úr sextán sentum á hlut á miðvikudag í 78 sent í fyrstu viðskiptum gærdagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×