Viðskipti innlent

Rekstur Icelandair Group jákvæður

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk betur á fyrsta ársfjórðungi 2009 en áætlanir félagsins sögðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Munar þar mestu um að afkoma stærstu félaganna í samstæðunni, Icelandair og Travel Service, var talsvert umframvæntingar og hefur Icelandair ekki skilað jafn góðri rekstrarniðurstöðu á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) frá stofnun félagsins í núverandi mynd eða frá árinu 2002.

Jafnframt hefur sjóðstreymi frá rekstri samstæðunnar verið sterkara en gert var ráð fyrir og hefur félagið ekki þurft á viðbótarlánveitingum frá viðskiptabanka sínum að halda á árinu eins útlit var fyrir í upphafi þess, að fram kemur í tilkynningunni.

Þar segir einnig að allt frá því að Icelandair Group var skráð á markað á seinni hluta ársins 2006 hefur vægi skammtímaskulda í efnahagsreikningi verið of hátt og hafa lykilkennitölur efnhagsreiknings félagsins lítið breyst frá árslokum 2006.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair






Fleiri fréttir

Sjá meira


×