Viðskipti innlent

Bankastjóri í 21 dag

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson.

Sveinn Andri Sveinsson, sem ráðinn var bankastjóri Sparisjóðabankans þegar skilanefnd tók hann yfir um síðustu mánaðarmót, hefur látið af störfum, eftir 21 dag á forstjórastóli. Hann segir að skilanefnd bankans hafi ákveðið að spila stærri rullu í starfssemi bankans áður hafi verið ráð fyrir gert og því hafi reynst þarflaust að vera með bankastjóra.

„Skilannefndin tók í sjálfu sér yfir hlutverk bankastjóra og væntanlega hefði verið skynsamlegt að ráða bara engan bankastjóra í upphafi," segir Sveinn Andri í samtali við fréttastofu en það var skilanefndin sem réð Svein til starfans. „Þeir hafa komið meira að rekstrinum en þeir ætluðu að gera í upphafi. Það var í sjálfu sér engin þörf fyrir bankastjóra."

Sveinn Andri gegndi því stöðunni í stuttan tíma eða 21 dag. Þar áður var hann yfir fjármála- og upplýsingatæknisviði bankans. Hann hefur nú látið af störfum hjá bankanum og einnig framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans. Sparisjóðabankinn annaðist greiðsluþjónustu fyrir sparisjóðina á landsvísu og segir Sveinn að sú þjónusta sé að færast yfir til Seðlabankans. „Síðan skilst mér að stór hluti fólksins sé að fara yfir í Byr. Þetta er því að leysast upp og þá þarf engan bankastjóra. Ég vissi líka alltaf að ég yrði bara í þessu starfi tímabundið, þó að ég hafi búist við að vera lengur en í þrjár vikur," segir Sveinn Andri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×